Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 38
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR Þeir gerðu góða ferð kapparnir sem fóru á Arnarvatnsheiðina um daginn og fengu 100 bleikjur á einum sólarhring. Og þótt Sogs- bleikjan hafi lítið látið á sér kræla í ár og fáir gert 100 fiska túra, varð fögnuður á bakkanum yfir einni sem náðist, en hún var 3,2 kíló. Aðrir veiðimenn lutu í duft um sömu mundir, Ármenn voru í Vatnsdalsá á silungasvæð- inu í árlegri ferð og fundu varla fisk frekar en aðrir sem veitt hafa á þessu fagra og sögufræga silungasvæði í ár; veiðin þar hefur verið með eindæmum léleg því miður. Hins vegar tók stór- laxinn kipp í Aðaldalnum á Nes- svæðinu þegar tveir 22 punda fiskar tóku fluguna hjá veiði- mönnum, og vissulega öfundaði ég þann sem var að gera það gott í Hofsá um daginn, setti í 18 laxa á þremur dögum, nærri alla væna. Þarf bara eina flugu? Stundum gengur manni allt í haginn með aðeins einni flugu. Einu sinni lenti ég í því að Wat- son‘s Fancy-púpa með hvítu baki var nóg í alla silungsveiði það sumarið, ég veiddi til dæmis í viku í Laxá í Mývatnssveit án þess að skipta um flugu! Svo hef ég lent í því að Pheasant tail- púpa með koparhaus gerir slíka lukku hvert sem ég fer að ekki þarf annað. Um daginn frétti ég af veiðivini sem var að koma úr vel heppnaðri veiðiferð í Svartá og hafði þar áður verið í sjó- bleiku, laxi og sjóbirtingi, veiddi vel alls staðar, og allt á sömu fluguna. Og hvaða fluga var nú það? Líklega vinsælasta fluga á Íslandi um þessar mundir: Rauð Frances númer 14 með gullkrók. Það fyndna var að sama dag og hann var að veiða hafði ég skroppið í lax einn dag og fékk tvo af þremur á þá sömu flugu. Góð er hún í allt sem gengur til sjávar og þaðan upp aftur í árnar okkar. Nú er það þurrflugan Nú fer í hönd tími þurrflugunnar í silungveiðinni. Lognkyrrt ágúst- húmið er draumurinn. Þetta er fiðrildatími. Það er misskilning- ur að einungis sé veitt á þurr- flugu þegar logn er og fiskur að vaka. Vindgára á vatni hjálpar bara, því helsta vandamál þurr- fluguveiðimannsins er að fela tauminn. Taumurinn þarf að vera grannur og má ekki liggja á yfirborðinu. Þræðið fluguna neðan frá, notið grannan taum og bregðið varlega við tökunni. Þetta er skemmtilegasta veiðin og það er ógleymanlegt að sjá fiskinn taka í yfirborðinu! Meira um það á flugur.is fyrir þá sem vilja kynna sér þurrfluguveið- ina. Veiðikveðja, Stefán Jón. Líf og fjör, sums staðar Pálmi Gunnarsson veiðir á þurrflugu, hér þarf að læðast að lítilli á og láta fluguna detta milli steina, þá kemur hann á með ótrúlegum hvelli! Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. BJÖRGUNARSVEITIR Á HÁLENDINU Í vikunni sem er að líða var Hjálpar- sveit skáta í Kópavogi á Fjallabaki. „Þetta er Nyrðra og Syðra Fjallabak, frá Galtalæk og austur í Hólaskjól, frá Landmannalaugum yfir á Mælifells- sand og svo Þórsmerkursvæðið líka,“ segir Snorri Halldórsson en hann og Jónína Einarsdóttir hafa staðið vaktina fyrir hönd sveitarinnar. Meðal annarra ferðamannastaða á svæðinu eru Álftavatn, Hvanngil, Emstrubotnar, Hólaskjól, Hrafntinnusker og Land- mannahellir. „Varasömustu leiðirnar eru annars vegar Skælingsleið frá Hólaskjóli. Það er illa grafinn slóði með leirbökkum og mikið stórgrýti í leiðinn, þetta er eiginlega ekki vegur. Svo þarf að þvera ár líka. Þetta er erfiður slóði og ekki nema fyrir 33“ dekk eða stærra,“ segir Snorri. „Hinsvegar er Krakatinds- leið. Þú ferð hana á 31“ dekkjum en hún er mjög varasöm, mjög skorin. Svo eru leiðirnar inn í Sveinstind fínar, allar í sandi, en geta verið varasamar í bleytu og svo eru margar kvíslar þar.“ Snorri segir ferðafólk ekki hafa verið margt á svæðinu í vikunni, sökum veðurs. Eftir miðja viku hafi verið leiðindasuddi og svarta þoka og það fæli ferðafólk frá. „Það er alltaf einhver reytingur. Við erum mest að sjá útlendinga. Margir koma á eigin bílum og virðast vel búnir. Aðrir eru á smábílum að þvælast á F-vegum. Mér skilst að þeir megi það ekki á bílaleigubílum sem eru ekki fjórhjóla- drifnir en þeim virðist alveg sama.“ Snorri bætir við að kort ferðalang- anna séu oft af lakara tagi. „Þetta eru afleit kort með lélegum slóðamerk- ingum, hálfgerð bensínstöðvakort. Það er ástæða til að reyna að koma þeim málum í betra horf.“ Snorri segir ferðalanga yfirleitt klædda fyrir ferða- lög en þó hafi þau rekist á tvo unga Frakka sem voru að hjóla í Land- mannalaugar, íklæddir strigaskóm og gallabuxum. „Við erum mest að leiðbeina fólki um réttar leiðir. Ekki síst vegna kortanna. Við rákumst á fólk sem átti eftir fimm kílómetra að Hrafntinnu- skeri en var á leiðinni í Þórsmörk. Svo erum við að aðstoða við vöðin. Fólk er smeykt við þau og vill leiðbeining- ar. Nema fólkið á smábílunum, það spyr aldrei til vegar enda veit það að það er að gera ranga hluti,“ segir Snorri. Fyrir utan venjubundin störf voru þau Jóhanna þrisvar að beðin um að aðstoða við leit en í öllum tilfellum komu hinir týndu fram. - elí Fjallabak - erfiðir slóðar og léleg kort Landmannalaugar eru einn mest sótti ferðamannastaðurinn að Fjallabaki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.