Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 54
12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR34
Að utan líta höfuðstöðvar CCP að Grandagarði 8 ekki út fyrir að hýsa eitt stærsta
hugbúnaðarfyrirtæki landsins, en
húsið er tiltölulega niðurnítt og
stendur í miðju iðnaðarhverfi á
hafnarbakkanum. Þegar inn er
komið verður umhverfið heldur
nútímalegra og inni á skrifstofu
framkvæmdastjóra situr Hilmar
við stórt skrifborð.
Ævintýri og hættuspil
„Fyrirtækið er stofnað 1997 en
upprunann má rekja aftur til fyrir-
tækisins OZ. Upphaflegi kjarninn
í CCP er að mestu fyrrum OZ-
starfsmenn. Reyni Harðarson,
stofnanda CCP, langaði mikið að
gera tölvuleik og þegar áherslur
OZ fóru að þokast í átt frá tölvu-
leikjagerð tók hann sig til og stofn-
aði CCP,“ segir Hilmar.
Þó að CCP sé tölvuleikjafyrir-
tæki var fyrsta vara þess ekki
tölvuleikur heldur borðspilið
Hættuspil, sem margir kannast
eflaust við. „CCP gerði Hættuspil
annars vegar til að ná inn fjár-
magni til að byrja á EVE og hins
vegar til að sýna að fyrirtækið
gæti klárað verkefni,“ segir hann.
„Það var mjög viðloðandi við
hugbúnaðarfyrirtæki á þessum
tíma að þau kláruðu aldrei neitt,
það voru oft settar fram góðar
hugmyndir sem ekkert varð úr.
Þegar fyrirtæki byrjar lífsskeið
sitt á því að búa til spil, setja það í
prentun, selja það gegnum tvö jól
og græða á því pening er það búið
að sanna að það getur klárað eitt-
hvað.“
Brokkgeng byrjun
Hann segir gerð leiksins hafa byrj-
að nokkrum árum eftir stofnun
fyrirtæksins. „Árið 2000 kom ég
til starfa hjá CCP og framleiðsla
EVE Online fór á fullt. Árið 2002
gerum við samning við útgáfu-
fyrirtækið Simon & Schuster Inter-
active og í maí 2003 kemur leikur-
inn út.“
Gengi fyrirtækisins var að sögn
Hilmars misjafnt á meðan leikur-
inn var í framleiðslu og nokkrum
sinnum lá við gjaldþroti. „Við
erum fyrst og fremst óskynsam-
lega þrjóskir og höfum gjörsam-
lega engan skilning á hugtakinu að
gefast upp. Þrjóska er eiginlega
aðalástæðan fyrir því að CCP er
til.“
„Einna erfiðustu tímabilin voru
líklega þegar við vorum að reyna
að landa útgáfusamningi við Simon
& Schuster Interactive og svo
aftur rúmlega átján mánuðum
seinna þegar við börðumst við að
ná útgáfuréttinum aftur af þeim
því þeir hættu skyndilega að selja
tölvuleiki. Í lok árs 2003 náðum við
útgáfuréttinum aftur og byrjuðum
að selja EVE beint til notenda í
gegnum netið,“ segir Hilmar.
„Það var tiltölulega ný hug-
mynd á sínum tíma, en hún hefur
svínvirkað hjá okkur. Um leið og
við náðum útgáfuréttinum aftur
fór áskrifendum að fjölga og núna
eru tæplega tvö hundruð þúsund
borgandi áskrifendur að EVE á
miðlurum okkar í Shanghai og
London.“
EVE hefur verið í prófunum í
Kína undanfarna mánuði og skráði
rúm milljón Kínverja sig til leiks
þegar opnað var fyrir lokaprófan-
ir á leiknum í júní. „Það var ansi
mikill öldusjór að gefa leikinn út í
Kína. Við vorum ekki búnir við
þeim fjölda sem skráði sig í próf-
anirnar en nú erum við farnir að
rukka fyrir leikinn og allt að
komast í eðlilegra horf,“ segir
Hilmar.
Forritari og framkvæmdastjóri
Hilmar er tölvunarfræðingur að
mennt og starfaði lengi vel sem
forritari og tæknistjóri hjá CCP.
Hvernig kom til að hann varð
framkvæmdastjóri? „Ég var upp-
haflega ráðinn til að stýra forrit-
unardeild CCP en hún var ekki
stór á þeim tíma svo ég fór að
vinna í þrívíddarforritun af því
við höfðum engan annan til að gera
það. Eftir að vinnu við þrívíddar-
vélina lauk var fyrirtækið orðið
svo stórt að það var orðin full
vinna að stýra forritunardeild-
inni,“ segir hann.
„Stjórnun forritunardeildar-
innar og gerð þrívíddarvélarinnar
leiddi til þess að ég vann mikið
með öðrum starfsmönnum og
stjórnendum CCP og í gegnum
það öðlaðist ég innsýn í það
hvernig við gætum hagað seglum
betur. Í lok árs 2003 var mér boðin
staða framkvæmdastjóra, sem ég
þáði með semingi.“
Þar sem nánast allur hagnaður
CCP er í erlendri mynt á meðan
kostnaður er í íslenskum krónum
hafa undanfarnar gengissveiflur
haft mikil áhrif á fyrirtækið.
„Gengissveiflur að því marki sem
við höfum orðið vitni að á síðustu
tveimur árum eru hlutur sem
væri gott að þurfa ekki að eiga
við. Þegar sveiflur eru upp á þrjá-
tíu prósent á skömmum tíma er
skammt á milli þess að útflutn-
ingsfyrirtæki sé í bullandi gróða
eða tapi,“ segir Hilmar.
„Ég held að allir geti verið sam-
mála um að það er hægt að stýra
efnahagi þessa lands á þann hátt
að flöktið sé ekki svona rosalegt.
Þetta vandamál er vel leysanlegt,
menn þurfa bara að vanda sig
betur.“
Framtíðin
Spurður um framtíðina hjá CCP og
EVE er Hilmar fljótur að svara.
„Eitt af markmiðum okkar er að
EVE-áskrifendur verði fleiri en
Íslendingar. Það er ekki langt í
það, við erum að nálgast tvö hundr-
uð þúsund borgandi áskrifendur
núna. Við ætlum að halda áfram að
þróa EVE eins lengi og fólk vill
spila hann og við sjáum ekki fyrir
endann á því.“
Hann nefnir einnig væntanleg-
ar viðbætur við EVE sem koma út
á næstunni. „Við erum alltaf að
vinna í að bæta leikinn en á um það
bil hálfs árs fresti gefum við út
eina stóra viðbót. Næsta viðbótin,
sem hefur vinnuheitið Kali, kemur
út í pörtum á þessu og næsta ári. Á
næsta ári kemur líka út endurbætt
útgáfa af EVE fyrir Windows Vista
stýrikerfið þar sem búið er að taka
alla grafíkina í gegn.“ ■
Í gríðarstórum heimi, í margra milljóna ljósára
fjarlægð, búa tæplega tvö hundruð þúsund manns
sem koma hvaðanæva að úr heiminum. Á hverj-
um tímapunkti eru milli 15 og 25 þúsund þeirra
að taka virkan þátt í þessum sýndarheimi þar sem
viðskipti, sviksemi, vinátta og græðgi ráða ríkj-
um. Þessi sýndarheimur er nettölvuleikurinn EVE
Online sem íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP á og
rekur. Salvar Þór Sigurðarson spjallaði við Hilmar
Veigar Pétursson framkvæmdastjóra um sögu
CCP, EVE Online og hvernig forritara gangi að
stýra fyrirtæki.
Í kringum EVE er gefið út E-ON tíma-
ritið sem er eingöngu um málefni
tengd leiknum. Tímaritið er gefið út
fjórum sinnum á ári og hefur þá sér-
stöðu að allar auglýsingar eru fyrir
verslanir og fyrirtæki í leiknum, og
eru greiddar í ISK (InterStellar Kred-
its), sem er gjaldmiðillinn í EVE.
Til dæmis auglýsir fyrirtækið
Mercenary Coalition þjónustu sína
á einni síðunni, en herafla þess er
hægt að leigja til lengri eða skemmri
tíma til aðstoðar í bardögum. Á
næstu síðu auglýsir fyrirtæk-
ið Naga sem selur allt
milli himins og
jarðar í
ú t ibú-
um um
EVE-heiminn.
Ásamt því sem auglýsendur
tímaritsins greiða fyrir auglýsingar í
EVE-gjaldmiðli fá þeir sem skrifa í
blaðið borgað í sömu mynt. Í blað-
ið skrifa þekktir og óþekktir spilarar
um EVE undir því nafni sem þeir
þekkjast í leiknum. Blöðin eru því
skrifuð og fjármögnuð í EVE-heim-
inum en prentuð, gefin út og lesin í
raunheiminum.
TÍMARIT MILLI TVEGGJA HEIMA
EVE Online er hlutverkaleikur
sem gerist í geimnum og er spilað-
ur gegnum internetið. Spilarar eru
allir saman í einum sýndarheimi
og geta haft samskipti sín á milli
hvort sem þau eru góð eða slæm.
Frelsið í EVE er mikið og
ímyndunaraflið í raun það eina
sem takmarkar hvað spilarinn vill
gera í leiknum.
Sumir kjósa að stunda viðskipti
og byggja upp fyrirtæki sem
framleiða og selja geimskip eða
aðra hluti, aðrir eyða tíma sínum í
að fljúga um á sjóræningjageim-
skipi og hrella saklausa kaup-
menn. Enn aðrir ganga til liðs við
stór fyrirtæki sem berjast hat-
rammlega um yfirráð yfir svæð-
um í EVE-heiminum og fjölmargir
kjósa einhverja blöndu af þessu
eða eitthvað allt annað.
Hilmar kallar EVE frekar
sýndarheim en tölvuleik. EVE er
miklu meira ákveðin upplifun.
Spilarinn fer inn í þennan heim og
er með fólki að vinna að einhverj-
um ákveðnum markmiðum miklu
frekar en að fara og spila einhvern
tölvuleik. Þetta gengur miklu
meira út á það að hitta vini sína og
leika sér með þeim.“
Hann líkir EVE við róluvöll á
meðan hefðbundnir tölvuleikir
líkjast frekar rússíbanagarði. „Í
rússíbanagarði stendurðu í biðröð,
ferð í rússíbanann og skemmtir
þér. Það er hins vegar tilbúin
skemmtun, allt í plati. Á róluvell-
inum eru krakkar, sumir eru með
skóflur, einhverjir eru að lemja
aðra í hausinn og einhver stelur
leikföngum af öðrum. Það er
kannski ekki jafn gaman og rússí-
baninn, en það er raunverulegt.“
Róluvöllur en ekki rússíbani
Keyra áfram á þrjóskunni