Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 68
12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR48
utlit@frettabladid.is
SMEKKURINN KOLFINNA MJÖLL ÁSGEIRSDÓTTIR KENNARI
Elskar að gera góð kaup og Kisan í uppáhaldi
MÓÐUR VIKUNNAR
> ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN
HIN NÝJA PEACHES
GELDOF Lily Allen er
hressandi söngkona
með frábæran fata-
stíl. Með litagleði
sinni og tilrauna-
kennds fatastíl er
hún ferskur blær
inní tískuheiminn.
Hvernig kæmust við af án þess að hafa ákveðnar konur til að leiða okkur í
gegnum hina varfærnu stíga tísk-
unnar. Það eru nefnilega ákveðn-
ar konur sem geta klæðst hverju
sem er og verið flottar. Oftar en
ekki leggja þær línurnar fyrir
komandi tískutíma. Allt fer þess-
um konum vel og þær hafa efni á
að klæðast dýrustu hönnunarvör-
um á meðan við hinar verðum
oftar en ekki að láta okkur linda
eftirlíkingarnar sem fylla hillur
tískuvöruverslana.
Ofurfyrirsætan Kate Moss og
leikkonan Siennna Miller hafa
verið góðar og flottar tískufyrir-
myndir síðustu ára en auðvitað
eldast þær eins og venjulegt fólk.
Því erum konar nýjar og ferskar
hugmyndir um arftaka þeirra og
annarra kvenna sem hafa verið
áberandi síðastliðin ár vegna fata-
stíls þeirra.
alfrun@frettabladid.is
HIN NÝJA NAOMI
WATTS Kate Bosworth
kemur sterk inn sem
nýtt tískutákn. Hefur
vakið athygli undanfar-
ið fyrir geggjaða kjóla
á rauða dreglinum.
Leiðandi í
tískuheiminum
PEACHES GELDOF Hefur efni á því að ganga
um í nýjustu hönnunarvörunum og hefur
vakið athygli fyrir ferskan og rokkaðan stíl.
Nú er önnur búin að taka við.
HIN NÝJA MAGGIE GYLLENHALL
Abi Harding úr hljómsveitinni
The Zutons er með flotta
sviðsframkomu og nýtur
þess að klæðast barnaleg-
um og notuðum kjólum á
tónleikum. Hún á fyllilega
skilið að verða tískutákn
framtíðarinnar.
SIENNA MILLER Hefur
gert mikið fyrir tísku-
heiminn síðan hún
skaust upp á stjörnu-
himininn og hún á
heiðurinn af mörgum
tískubylgjum síðasta
árs. Nú telja spekingar
hins vegar að önnur sé
að fara að velta henni
af stalli.
HIN NÝJA SIENNA
MILLER Natalie
Press er ung
leikkona á uppleið
og hefur nú þegar
vakið athygli fyrir
afbragðsgóðan
fatastíl. Það verður
gaman að fylgjast
með henni í fram-
tíðinni.
HIN NÝJA DITA
VON TEESE Alison
Goldfrapp er þekkt
fyrir flottan stíl. Hún
kemur oft fram í
undirfötum einum
klæða ásamt því að
vera dúkkuleg í útliti
eins og Dita Von
Teese.
DITA VON TEESE
Þessi skemmtilegi
strippari og fyrir-
sæta er með alveg
svakalega góðan
smekk og svipar
til gamallar kvik-
myndastjörnu frá
fjórða áratuginum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
HIN NÝJA KATE
MOSS Fyrirsætan
Gemma ward er
þrátt fyrir ungan
aldur búin að vera
lengi í bransanum
og er því ekki ama-
legt að spekingar
telja hana erfa
flottan fatastíl Kate
Moss.
MAGGIE GYLLENHALL Þessi unga leikkona
hefur vakið mikla athygli fyrir stíl sinn. Hún
er mikið fyrir second hand kjóla og „baby-
doll“ kjóla. Nú er hins vegar önnur búin að
taka yfir stíl Gyllenhall.
HIN NÝJA ANISTON
Leikkonunni Ellen
Pompeo svipar mjög til
Aniston að því leyti að
hún er mjög klassísk
og mikið fyrir jarðliti
og hinn klassíska
svarta lit.
DROTTNINGIN Kate Moss hefur
ávallt trónað á toppnum hvað
varðar fatasmekk og stíl. Nú
telja spekingar hins vegar að
hún sé að verða eldri og nýtt
andlit verði að taka við.
JENNIFER ANISTON
Þessi fallega leikkona
hefur ekki síst lagt
línurnar fyrir okkur
hinar í fatastíl og þá
sérstaklega í hár-
klippingum. Klipping
hennar í Friends-
þáttunum vakti mikla
athygli í þá daga.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
NAOMI WATTS Þessi ástralska
leikkona er mikið fyrir fallega
kjóla og er með hið týpíska
sætu stelpu útlit. Önnur
leikkona hefur nú tekið yfir
þann stall.
Spáir þú mikið í tískuna? Bara svona
passlega mikið. Ég hef vissulega gaman af
því að spá í og klæðast fallegum flíkum.
Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum?
Litríkur, blanda af gömlu og nýju, kven-
legur,glys og glamúrskotinn. Breytilegur
eftir dögum og tilefni.
Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Ég á
mér í raun engan uppáhaldshönnuð sem
slíkan, ég spái frekar í falleg efni og snið.
Flottustu litirnir: Fjólublár, grænn,
brúnn, appelsínugulur og gylltir tónar.
Litir eru af hinu góða.
Hverju ertu veikust fyrir: Fallegum
fylgihlutum, skarti, töskum og skóm. Setja
algjörlega punktinn yfir i-ið.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Nokkrar vel valdar flíkur á útsölu, þeirra á
meðal grænan kjól á spottprís. Ég elska
að gera góð kaup.
Hvað finnst þér flottast í tískunni
núna? Fjölbreytileikinn.
Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir
sumarið? Ég keypti mér nokkra kjóla,
hálsmen og armbönd.
Uppáhaldsverslun: Gyllti kötturinn,
Spútnik, Kolaportið og Kisan.
Hvað eyðir þú miklum peningum í
föt á mánuði? Mjög misjafnt. Stundum
engu en aldrei hættulega miklu. Það er
helst að maður missi sig í útlöndum. Mér
finnst líka mjög gaman að breyta göml-
um fötum og sauma ný.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
Ekkert er algjörlega ómissandi en svartar
þykkar leggings og hettupeysan mín eru
ofarlega á listanum þessa dagana.
Uppáhaldsflík: Ljós kápa úr
fataskáp tengdamömmu minnar er
mjög vel heppnuð flík, vel sniðin og
klæðileg.
Hvert myndir þú fara í versl-
unarferð? Kaupmannahöfn
er kósí en ég væri líka alveg
til í að skreppa til New York.
Ljótasta flík sem þú hefur
keypt þér: Buffaloskórnir eru
klassísk mistök sem fjöldi
fólks þarf að horfast í augu
við.En svo verð ég kannski
búin að grafa þá upp eftir
nokkur ár og spranga stolt
um á þeim. Hver veit?
> Við mælum með ...
... fjólubláum lit. Þessi litur
hefur ekki verið áberandi upp á
síðkastið en kemur sterkur inn í
hausttískuna.
Við lestur á helstu tískuritum heimsins sér maður gjarnan eitthvað sem
hugurinn girnist. Sérstaklega núna þegar allar nýju tískubólurnar fylla
síðurnar og maður gjörsamlega slefar yfir nýjustu uppfinningum
helstu fatahönnuða. En oftast eru þetta bara draumórar því það liggur
við að það kosti morðfjár að bara horfa á flíkina hún er svo dýr.
En þess vegna eru búðir eins og Hennes & Mauritz, Topshop og 17
svo hentugar því þær gera fólki eins og mér kleift að eiga nýjustu
tískuflíkurnar án þess að þurfa að lýsa sig gjaldþrota við kaup á einu
Chanel belti eða klút frá Alexander McQueen. Þessar búðir eru snögg-
ar að finna út hvaða litir og hvaða snið eru heitust þá stundina. Eini
gallinn er samt sá að til þess að geta haft vöruna jafn ódýra og H&M
og Topshop þarf að panta vörurnar í milljónatali, sem þýðir að maður
situr alls ekki einn að góssinu. Aldeilis ekki, heldur á fatnaður Reykja-
víkurmeyja það til að einkennast af nákvæmlega sömu litum og snið-
um. En gott er að gera góð kaup þótt því fylgi vissulega gallar. Ef
maður vill kaupa sjaldgæfar flíkur er nauðsynlegt að borga fyrir þann
munað.
Frænka mín, sem hefur mikinn áhuga á tísku og öllu sem því teng-
ist, sagði einu sinni við mig að það að eiga eftirlíkingu eða „fake“
merkjavöru væri eins og að vera með sílíkonbrjóst. Að reyna að vera
eitthvað sem maður er ekki. Þykjast hafa efni á einhverju sem maður
hefur ekki efni á.
Mér finnst þetta vera merkilegt því ég hafði aldrei hugsað út í
málið frá þeirri hlið. Er maður virkilega gervilegur þegar maður
sprangar um göturnar með „fake“ Chaneltösku og í eftirlíkingunni af
Burberry-kjólnum sem Sienna Miller klæddist í Vogue og fæst fyrir
smápeninga í Kringlunni? Ég virkilega vona ekki því að þangað til ég
hef efni á hinum raunverulegu merkjavöru klæðist ég eftirlíkingum
með glöðu geði. Þannig get ég tollað í tískunni án þess að fara á haus-
inn.
Máttur eftirlíkinganna
Þú sendir SMS skeytið
BT FBT á númerið 1900.
Þú færð spurningu og þú svarar með því að senda
SMS skeytið BT A, B eða C á númerið 1900.
Þú gætir unnið!
SMSLEIKUR
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum. Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu.
Fullt af aukavinningum!
PANASONIC Myndvélar • GSM símar • PSP tölvur • SONY stafrænar myndavélar •
Medion borðatölvur • PS2 tölvur • DENVER DVD spilarar • Gjafabréf á Tónlist.is •
SONY MP3 spilarar • iPod • Fullt af af Pepsi, DVD, CD´s, tölvuleikjum og fleira
Aðalvinningur C.
Dregin út 18.ágúst
32” MEDION LCD TV
Aðalvinningur A.
Dregin út 8.sept.
FujitsuSimens fartölva Aðalvinningur B.Dregin út 31.ágúst
MEDION tölva +
19” flatskjár