Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 72

Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 72
Michael Moore segir það vera vitleysu hjá stóru kvikmyndaver- unum í Hollywood að niðurhal af netinu hafi stórvægileg áhrif á miðasölu á stórmyndirnar. „Mynd- irnar eru einfaldlega ekki nógu góðar um þessar mundir,“ sagði Moore en kvikmyndahátíð hans, Traverse City Films Festival, sló heldur betur í gegn og var uppselt á nánast allar sýningar. „Þetta sýnir að fólk vill ennþá fara í bíó en það vill sjá góðar kvikmyndir,“ bætti Moore við. Árið 2005 var sögulegt því þá dróst miðasalan saman um 240 milljón færri miða en árið áður og hagnaður af miðasölu dróst saman um sex prósent. Kvikmyndaverin töldu ástæðuna vera þá að netverj- ar væru duglegri en áður að hala niður myndum af internetinu en kvikmyndahúsin óttuðust sam- keppni frá stórbættum dvd-útgáf- um kvikmyndaveranna. Moore segir það fásinnu að skella skuld- inni á netið og dvd heldur eigi kvikmyndaverin að einbeita sér að framleiðslu betri kvikmynda. Árið í ár hófst heldur ekki með neinum glæsibrag því stórmyndir á borð við Poseidon og Mission: Impossible stóðu engan veginn undir þeim væntingum sem til þeirra voru gerðar. Hins vegar rættist verulega úr sumrinu þegar þriðja myndin í X Men-flokknum leit dagsins ljós auk þess sem The Da Vinci Code naut mikillar hylli þrátt fyrir misjafna dóma. Superman Returns og Pirates of the Caribbean hafa síðan haldið miðasölunni uppi auk Miami Vice sem hefur fengið afbragðs aðsókn. Ekki netinu að kenna MICHAEL MOORE Hvetur kvikmyndaverin til að framleiða betri kvik- myndir í stað þess að skella skuldinni alltaf á netið þegar dræm miðasala er annars vegar. FRÉTTIR AF FÓLKI Ærslabelgurinn Jack Black hefur gert Óskarsverðlaunaleikarann Philp Seymour Hoffman að helsta óvini sínum í Hollywood. Black sakar nefnilega Hoffman um að stela öllum draumahlutverkunum sínum en sá síðastnefndi hefur farið á kostum í Capote og Cold Mountain. „Hoffman er kannski aðeins betri leikari en ég en hann getur aldrei stolið af mér gríninu,“ sagði Black en hann var á dögunum ráðinn sem kynn- ir á verðlaunahátíð MTV í New York. Paul McCartney fer reglulega til læknis og lætur athuga „stress- ið“ á sér en mikið gengur á hjá honum enda er fyrir höndum erfiður skilnaður við fyrirsætuna Heather Mills. McCartney hefur verið umhugað um heilsu sína síðan að hann hætti að nota öll vímuefni og eru ferðirnar til læknisins hluti af forvörnum svo að allt þetta stress skaði ekki heils- una. McCartney mætti á heilsugæslustöð í London ásamt dóttur sinni Mary og þótti sjónarvottum sem bítillinn fyrrverandi væri full fölur. McCartney kvartaði undan verkjum í brjósti og fór í kjölfarið í allsherjar læknisskoðun en niðurstöðurnar bentu til þess að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. 50.000 MANNS BYGGÐ Á VINSÆLUSTU BÓK Í HEIMI! !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu !óíbí.rk004 Gildir á allar sýningar í Borgarbíó merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIAMI VICE kl. 2, 5, 8 og 10.50 B.I. 16 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 10.50 THE SENTINEL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 2, 4 og 6 SILENT HILL kl. 10 B.I. 16 ÁRA OVER THE HEDGE ÍSL. TAL kl. 2, 4 og 6 OVER THE HEDGE ENSKT TAL kl. 2, 4 og 8 STICK IT kl. 8 og 10.20 ÓVISSUBÍÓ kl. 8 nánar á www.bio.is A PRAIRIE HOME COMPANION kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 3 og 6 SILENT HILL kl. 8 og 10.40 B.I. 16 ÁRA CLICK kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.I. 10 ÁRA DA VINCI CODE SÍÐ. SÝNINGAR kl. 5 og 10 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA ÍSL. TAL kl. 3 MIAMI VICE kl. 5.20, 8 og 10.40 B.I. 16 THE SENTINEL kl. 8 og 10 B.I. 14 ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR ÍSL. TAL kl. 2, 3.40 og 6 STORMBREAKER kl. 2 og 4 SÍÐUSTU SÝNING AR MIAMI V ICE KRAFTS ÝNING K L. 10.40

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.