Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 73
„Ég ákvað að lesa upp úr ljóðabók-
inni minni sem á að koma út um
jólin,“ segir Halldór Jónsson
Maack, draggkóngur Íslands 2006.
Ljóðabókin ber heitið Ástin/One
more time og endurspeglar þannig
það sem Halldór er, nefnilega ljóð-
skáld/rappari. „Ég hef verið að
vinna sem næturvörður á Mogg-
anum en svo flutti Mogginn svo ég
kemst ekki lengur í vinnuna,“
segir Halldór, sem lætur vinnu-
leysið þó ekki á sig fá heldur hefur
nýtt frítímann síðan Mogginn
flutti í að einbeita sér að ljóða-
skrifunum.
Pólitísk ástarljóð eru sérkenni
Halldórs, sem vill þó ekki skipa
sér í fylkingar á stjórnmálaásin-
um. „Ég reyni að standa í miðjunni
til að ná til allra,“ bætir hann við.
Halldór er ekki óvanur því að
koma fram og hefur verið með
strákunum í Pörupiltum á Kringlu-
kránni. Þrátt fyrir sigurinn í gær
ætlar hann að halda því áfram en
vonast þó til að fá eitthvað smá-
vægilegt upp úr sigrinum. „Ég er
enn að leita eftir samningi og
áhugasamir mega hafa samband
við mig,“ segir draggkóngur
Íslands 2006. - at
Skáld, rappari og draggkóngur
DRAGGKÓNGUR ÍSLANDS 2006 Halldór Jónsson Maack deildi pólitískum ástarljóðum sínum
með áhorfendum Draggkeppni Íslands og uppskar sigur í keppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRÉTTIR AF FÓLKI
Leikararnir Scarlett Johansson og Josh Hartnett eiga í leynilegu
ástarsambandi. Fjölmiðlar vestan-
hafs greina nú frá því að parið
ætli að færa sambandið upp á
næsta stig með því að kaupa
sér saman hús í New York.
Áður en þau geta flutt inn
verða þó gerðar endurbætur
á húsinu. Til að mynda verða
öll svefnherbergin hljóðein-
angruð.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
ÁGÚST
9 10 11 12 13 14 15
Laugardagur
■ ■ TÓNLEIKAR
21.00 Tékkneski tónlistarhópurinn
Musica ad Gaudium mun halda
tónleika í Reykjahlíðarkirkju í
Mývatnssveit.
21.30 Hljómsveitin Fræ heldur
tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri
Upphitun verður í höndum Sadjei,
sem einnig er meðlimur í hljóm-
sveitinni.
Kammerhátíð á Klaustri.
Fjölbreyttir tónleikar í félagsheim-
ilinu á Kirkjubæjarklaustri.
■ ■ OPNANIR
17.00 Arnar Ingi Gylfason opnar
málverkasýninguna Support your
local painter á Thorvaldsen Bar,
Austurstræti 8-10. Hljómsveitin
Jan Mayen vermur upp gestina.
17.00 Arnfinnur Amazeen og
Gunnar Már Pétursson opna sýn-
inguna VÍKINGURINN SYNGUR
SÖNGVA á Gallerí Vesturvegg í
menningarmiðstöðinni Skaftfelli á
Seyðisfirði.
■ ■ DANSLIST
18.00 Íslenska hreyfiþróunar-
samsteypan frumsýnir Meyjar-
heftið á listahátíðinni Art Fart í
húsi Ó. Jónssons & Kaaber við
Sætún.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is
ekki síðar en sólarhring fyrir birt-
ingu.
Bavaria, hollenskur gæðabjór:
Kom best út
í blindprófun
Bavaria bjórinn kom best út í könnun sem hollenska
dagblaðið De Telegraaf gerði á dögunum.
10 vinsælar tegundir af bjór voru prófaðar með
blindprófi og fékk Bavaria bjórinn hæstu einkunn.
LÉTTÖL