Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 2

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 2
2 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR LÍBANON, AP Ítölsk stjórnvöld skuldbundu sig í gær til að leggja til hermenn í alþjóðaherliðið sem gæta á vopnahlésins milli Hiz- bollah og Ísraels í Líbanon, en rétt eins og flest þau ríki önnur sem gefið hafa til kynna vilja til að leggja sitt af mörkum var ekki nefnt hversu margir ítölsku her- mennirnir yrðu. Frakkar, sem höfðu þrýst á um að nýja alþjóðlega friðargæslulið- ið yrði miklu fjölmennara en það 2.000 manna UNIFIL-lið sem SÞ hefur þegar á vettvangi í Líbanon, ollu sumum vonbrigðum með því að lýsa því yfir á fimmtudag að þeir vildu í bili ekki skuldbinda sig til annars en að senda 200 her- menn til viðbótar þeim 200 frönsku UNIFIL-hermönnum sem fyrir eru. Ítalir hafa sagt að þeir gætu sent með skömmum fyrirvara allt að þrjú þúsund hermenn til að styrkja raðir UNIFIL. En Romano Prodi forsætisráðherra sagði í gær að það yrði ekki ákveðið fyrr en á næstu dögum hve margir þeir yrðu. Illa gengur að koma alþjóða- herliðinu saman, að hluta til vegna óljóss orðalags ályktunar SÞ. Í hernum eiga að vera 15.000 her- menn frá ýmsum löndum, en þjóð- ir heims hafa eingöngu lofað um 4.000 hermönnum. Þó er enn gert ráð fyrir að fyrsti alþjóðlegi liðs- aukinn fari til Líbanons á næstu dögum, enda er vopnahléið afar viðkvæmt. Fram til þessa hefur Bangladess boðið fram flesta hermenn, eða 2.000. Malasía býður á bilinu 850 og 1.000. Þjóðverjar og Danir hafa boðist til að senda herskip á vett- vang. Syed Hamid Albar, utanríkis- ráðherra Malasíu, sem fer nú með formennsku í stærstu samtökum múslimaríkja, OIC, lét svo ummælt í gær að Ísraelar ættu ekki að gegna neinu hlutverki þegar kemur að samsetningu alþjóða- hersins. „Við verðum á líbanskri grund [...] Við verðum ekki á ísraelskri grund,“ sagði Albar. Hann lét þessi orð falla eftir að fastafulltrúi Ísra- els hjá Sameinuðu þjóðunum, Dan Gillerman, lýsti yfir áhyggjum sínum af því að lönd svo sem Mal- asía og Indónesía tækju þátt í alþjóðahernum, því stjórnir þeirra viðurkenna ekki tilverurétt Ísraels. Albar minnti á að Líbanons- stjórn vill bæði hafa herinn sem alþjóðlegastan og að múslimaríki taki þátt í honum. Samkvæmt vopnahlésályktun SÞ mun UNIFIL, ásamt 15.000 hermönnum líbanska hersins, sinna friðargæslu og afvopna Hizbollah-liðsmenn sunnan Lit- ani-árinnar. En líbanska ríkis- stjórnin samþykkti á miðvikudag að eingöngu bæri að gera vopn Hizbollah-liða upptæk ef þeir bæru þau meðal almennings. Talsmenn Evrópusambands- ins lýstu því yfir í gær að sam- bandið myndi taka að sér lykil- hlutverk í uppbyggingu Líbanons á ný. - aa / smk@frettabladid.is LÍBANAR TAKA VIÐ Líbanski herinn hefur tekið við friðargæslu á átakasvæðinu í Líbanon, en talsmenn Ísraelshers segja herinn hafa dregið sig til baka af tveimur þriðju hlutum þess landsvæðis sem Ísraelsmenn hernámu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Illa gengur að manna alþjóðlega gæsluliðið Erfiðlega gengur að manna alþjóðaher sem ætlað er að tryggja vopnahlé milli Hizbollah og Ísraels í Líbanon. Ísraelar vilja ekki að í því verði hermenn ríkja sem ekki viðurkenna Ísrael. Ráðamenn múslimalanda segja að Ísraelar ættu ekki að koma nálægt uppbyggingu hersins. STJÓRNMÁL Kosning til embættis formanns Framsóknarflokksins hefst klukkan hálf tíu í dag og stendur í klukkustund. Nýr formaður mun ávarpa flokksþingið klukkan ellefu. Eftir það verður kosið til embætta varaformanns og ritara flokks- ins. Áður en kosningarnar hefjast er stefnt að því að leggja fram stjórnmálaályktun þingsins til samþykktar. Flokksþinginu verður frestað laust fyrir þrjú í dag og er stefnt að því að framhaldsþing verði haldið síðustu helgina í febrúar á næsta ári. -bþs Framsóknarflokkurinn: Forystukjör fyrir hádegi LIÐSSÖFNUN SÞ FYRIR LÍBANON ■ Lönd sem boðið hafa áþreifanlega aðstoð: FRAKKLAND forystu og 200 hermenn BANGLADESS tvær herdeildir, allt að 2.000 hermenn MALASÍA eina herdeild, allt að 1.000 hermenn INDÓNESÍA eina herdeild og verkfræðifyrirtæki NEPAL eina herdeild DANMÖRK minnst tvö skip ÞÝSKALAND herskip og landamæragæslu FINNLAND allt að 250 friðargæsluliða Fleiri lönd, þar á meðal Ítalía, hafa lofað aðstoð, án þess að tilgreina nánar hvernig hún verður. Bandaríkin og Bretland munu ekki senda herlið, en heita aðstoð við skipulagningu. HEIMILDIR: ERINDREKAR SÞ, BBC FRÉTTASTOFAN LÖGREGLUMÁL Fimm manns; tvær konur og þrír karlar, sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rann- sóknar lögreglu á tilraun til að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Önnur konan er grunuð um að hafa átt þátt í að skipu- leggja innflutninginn á fíkniefn- inu. Upphaf málsins er það, að par var handtekið 9. ágúst á Kefla- víkurflugvelli, en það var að koma frá Spáni, með viðkomu á Bretlandi, þar sem það hafði fengið efnin. Í farangri konunn- ar fundust tæplega tvö kíló af kókaíni. Karlinn fór í gegnum hlið tollgæslunnar en var hand- tekinn skömmu síðar í flugstöð- inni. Karl og kona sem hugðust taka á móti parinu þar voru einn- ig yfirheyrð af lögreglu, en sleppt að því loknu. Á næstu dögum voru svo tveir karlmenn og ein kona til viðbótar handtekin. Þau sitja nú öll í gæsluvarðhaldi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er önnur stúlkan rétt innan við tvítugt, en hin eru öll rúmlega tvítug. Einn úr hópn- um hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferl- is. Parið sem fyrst var handtekið hefur verið úrskurðað í gæslu- varðhald til 24. ágúst. Hinum þremur hefur verið gert að sitja inni fáeinum dögum lengur, þar sem þau voru handtekin síðar.- jss KÓKAÍN Rannsókn lögreglu á kókaínsmygli hefur undið upp á sig og nú sitja fimm manns í gæsluvarðhaldi. Fimm manns í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils smygls á kókaíni: Kona grunuð um að skipu- leggja stórfellt dópsmygl MEXÍKÓ, AP Hópur alþjóðlegra eft- irlitsmanna með forsetakosning- unum í Mexíkó fer nú fram á að hvert og eitt greiddra atkvæða verði endurtalið, en ekki einungis níu prósent þeirra. Hópurinn fylgdist með sextíu kjörstöðum af 130.000 og segir talsmaður hóps- ins að á hverjum einasta þeirra kjörstaða hafi hópurinn orðið vitni að annaðhvort atkvæðakaupum eða þvingunum og afskiptum stjórnmálamanna og að fleiri hafi kosið en voru á kjörskrá. Sigurvegari forsetakosning- anna sigraði með 0,6 prósenta mun og krefjast margir í Mexíkó þess að endurtalning allra atkvæða fari fram. - kóþ Alþjóðlegt kosningaeftirlit: Brögð voru í tafli í Mexíkó MARAÞON Vegna álags í tölvukerfi Reykjavíkurmaraþons Glitnis þurfti að loka fyrir skráningu í hlaupið á netinu í fyrrakvöld, en mikill fjöldi skráninga í Latabæj- armaraþonið skipti þar mestu. Um eftirmiðdaginn í gær höfðu 2700 börn ellefu ára og yngri skráð sig í Latabæjarmaraþonið og var þröng á þingi í Laugardalshöll þar sem hlauparar náðu í hlaupagögn. Rúmlega fimm hundruð starfs- menn Glitnis höfðu skráð sig í hlaupið og hlaupa þeir í þágu fjöl- margra góðgerðarsamtaka, en samanlögð áheit á starfsmennina eru komin í yfir tuttugu milljónir króna. Þar af eru áheit Glitnis um þrettán milljónir króna, en bank- inn greiðir þrjú þúsund krónur fyrir hvern kílómetra sem starfs- mennirnir hlaupa. Alls höfðu vel yfir sjö þúsund manns skráð sig í Reykjavíkur- maraþonið. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmda- stjóri Reykjavíkurmaraþons Glitnis, beinir þeim tilmælum til fólks að leggja í góðri fjarlægð frá rásmarkinu í Lækjargötu, til dæmis við Háskóla Íslands. -rsg Yfir sjö þúsund skráðu sig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem þreytt verður í dag: Tölvukerfið stóðst ekki álagið MÁTAR VERÐLAUNAPALLINN Guðmundur Andri, sem er sex ára, prófar verðlaunapall Latabæjarmaraþonsins í Laugardalshöll, en hann mun hlaupa maraþonið ásamt Ými yngri bróður sínum. MÓTMÆLI Alcoa hefur lagt fram skaðabótakröfur á hendur fjórtán mótmælendum sem fóru inn á bygg- ingasvæði álvers fyrirtækisins í Reyðarfirði síðastliðinn miðvikudag. Stöðvaðist vinna í átta klukkustundir vegna aðgerða mótmælenda og hefur tjón af völdum stöðvunarinnar verið metið 28,6 milljónir króna. Þá hefur Alcoa einnig lagt fram 11,3 milljóna króna skaðabótakröfu á hendur Guðmundi Beck, bónda á Kollaleiru, en hann fór inn á bygg- ingasvæði álversins á mánudag. „Þetta er tilraun Alcoa til að hefna sín á mér og öðrum andstæð- ingum þessara athafna,“ segir Guð- mundur. Hann segir skaðabótakröf- una fáránlega og er nú að ráðfæra sig við lögfræðing. „Þótt vinnustöðvanir hafi þannig valdið fyrirtækinu nokkru tjóni, er mest um vert að enginn hefur slas- ast í mótmælaaðgerðum gegn fyrir- tækinu,“ segir Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa. - öhö Alcoa höfðar skaðabótamál: Tjónið nemur 40 milljónum SPURNING DAGSINS Steinunn, er kjarnakljúfur í borgarráði? „Það eru allavega einhverjir klofnir í borgarráði.“ Meirihluti borgarráðs samþykkti í fyrradag að kljúfa menntaráð og stofna nýtt leikskólaráð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir er fulltrúi Sam- fylkingarinnar í borgarráði. ÖRYGGISMÁL Kínverskir verka- menn sem gengu niður steyptan stífluvegg á Kárahnjúkum í vik- unni áttu að vera í öryggislínu á meðan en voru það ekki. Þeir settu línuna á sig þegar þeir voru komn- ir niður. Harald B. Alfreðsson, öryggis- stjóri á Kárahnjúkum, segir að mennirnir eigi að vera með línu en það sé „eilíf barátta að halda öryggismálum að mönnum. Þetta er eitthvað sem við þurfum að taka betur á núna.“ - ghs Öryggismál á Kárahnjúkum: Notuðu ekki öryggislínu ENGIN ÖRYGGISLÍNA Athygli vakti að þessir menn nota ekki öryggislínu meðan þeir flytja sig milli staða á stífluvegg Kára- hnjúkavirkjunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.