Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 12
19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.661 +1,87% Fjöldi viðskipta: 445
Velta: 8.220 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,60 +1,41% ... Alfesca
4,35 +3,33% ... Atlantic Petroleum 549,00 +0,00% ... Atorka
6,00 +0,84% ... Avion 32,50 +0,00% ... Bakkavör 51,7 +0,98%
... Dagsbrún 4,98 +4,18% ... FL Group 17,00 +1,19% ... Glitnir
18,60 +2,76% ... KB banki 762,00 +2,56% ... Landsbankinn 23,10
+1,76% ... Marel 80,50 +0,63% ... Mosaic Fashions 17,10 +0,59%
... Straumur-Burðarás 15,80 +0,00% ... Össur 115,50 +0,87%
MESTA HÆKKUN
Dagsbrún +4,18%
Alfesca + 3,331%
Glitnir +2,76%
MESTA LÆKKUN
Flaga -1,25%
Skypegróði í Nyhedsavisen
Greint er frá því í viðskiptablaðinu Børsen að
Morten Lund, einn stofnenda Skype sem í fyrra
áskotnaðist um milljarður króna þegar hann
seldi hlut sinn þar, sé meðal fjárfesta sem
taka ætli þátt í að hleypa Nyhedsavis-
en, dönsku útgáfu Fréttablaðsins, af
stokkunum. „Ég hef mikla trú á þessu
fyrirtæki og finnst spennandi að taka þátt
í endurnýjun í umhverfi rótgróinna hefða í
danskri blaðaútgáfu,“ sagði Morten við Bør-
sen og kvað þar ekki síst spila inn í löngunin
til að koma á fót blaði sem væri pólitískt óháð.
Áður hefur komið fram að Morten og félagi hans
úr Skype ævintýrinu, Søren Kenner, hafi tekið að
sér að sjá um netútgáfu Nyhedsavisen.
Valdamikill blaðamaður
Enn af Nyhedsavisen. Danskir fjölmiðlar hafa túlkað
þá yfirlýsingu Dagsbrúnar að til standi að stofna
sérstakan sjóð um útgáfu fríblaðsins Nyhedsavisen
sem vísbendingu um að blaðið sé andvana fætt.
Berlingske Tidende birti frétt í gær sem dönum
þótti endanlega færa sönnur á þá kenningu.
Greint var frá vörubílstjóra nokkrum sem fékk
það verkefni að flytja splunkuný skrifstofu-
húsgögn í höfuðstöðvar Nyhedsavisen í
miðborg Kaupmannahafnar. Þegar þangað
kom mætti bílstjórinn einum blaða-
manna Nyhedsavisen, sem ráðlagði
honum að snúa við í snarhasti.
„Farðu bara heim. Við þurfum engin
húsgögn, blaðið á aldrei eftir að
koma út,“ á blaðamaðurinn að
hafa sagt. Ljóst er að viðkom-
andi blaðamaður hlýtur að hafa
óvenjulega mikil völd innan
fyrirtækisins. Nema þetta hafi
verið Gunnar Smári Egilsson sjálfur.
Gamli blaðamaðurinn.
Peningaskápurinn...
MARKAÐSPUNKTAR
Seðlabanki Kína hækkaði stýrivexti
óvænt um 27 punkta í gær. Í rökstuðn-
ingi bankans segir að markmiðið sé að
draga úr lántökum og áhættusömum
fjárfestingum sem geti raskað stöðug-
leika efnahagslífsins í Kína.
Avion Group hefur gert samning um
kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástr-
alsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent
Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir
króna.
Hagnaður bandarísku fatakeðjunnar
GAP dróst saman á öðrum ársfjórðungi
um 53 prósent á milli ára. Helsta ástæð-
an er minni sala og harðari samkeppni
frá fyrirtækjum sem selja svipaðar vörur.
Sir Tom Hunter, ríkasti
maður Skotlands, ætlar að
taka þátt í yfirtökunni á
House of Fraser (HoF) með
því að leggja fram tíu pró-
senta hlut að sögn skoska
blaðsins The Herald. Hunt-
er hefur oft unnið með Jóni
Ásgeiri, forstjóra Baugs og
reyndi meðal annars að taka HOF
yfir árið 2002 með fulltingi Baugs.
Aðrir í fjárfestahópnum verða
Baugur, FL Group, Don
McCarthy, Kevin Stanford
og HBOS eins og áður hefur
komið fram. Stanford, sem
er hluthafi í Baugi, tekur
svipaðan hlut og Hunter.
Búist er við að tilboð upp á
47 milljarða króna verði
lagt fram á allra næstu
dögum en áreiðanleikakönnun
vegna kaupanna hefur staðið í
nokkrar vikur. - eþa
Tom Hunter með í HoF
SIR TOM HUNTER
Hagnaður Opinna kerfa Group
nam 46,1 milljónum króna eftir
skatta á fyrri helmingi árs. Er það
tæplega helmings samdráttur frá
sama tímabili í fyrra þegar hagn-
aðurinn nam 86 milljónum króna.
Félagið tapaði sextán milljónum
króna á öðrum ársfjórðungi.
Heildarvelta var 6,45 milljarð-
ar króna og jókst um tæpar átta
hundruð milljónir króna sé miðað
við fyrri helming ársins 2005.
Opin kerfi Group samanstend-
ur af móðurfélaginu, tveimur
eignarhaldsfélögum og þremur
rekstrarfélögum; á Íslandi, í Sví-
þjóð og í Danmörku. Hjá fyrirtæk-
inu starfa 450 manns. - jsk
Minni hagnaður OKG
Hagnaður Icelandic Group nam
223 milljónum króna á fyrri helm-
ingi árs en hagnaður annars árs-
fjórðungs nam 125 milljónum
króna.
Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Icelandic Group, segir
afkomuna undir markmiðum
stjórnenda félagsins. Miklar
verðhækkanir á hráefni hafi skil-
að sér í slælegri afkomu hjá ein-
ingum félagsins í Bretlandi,
Frakklandi og í Bandaríkjunum.
„Þetta var óásættanleg niður-
staða,“ segir Björgólfur.
Nokkrar breytingar eru fyrir-
hugaðar í rekstri þeirra eininga
Icelandic Group sem skiluðu
óviðunandi afkomu. Meðal ann-
ars verður frystisvið flutt frá
Grimsby í Bretlandi til Wimille í
Frakklandi í haust. Þá munu verð-
hækkanir á afurðum Icelandic
Group skila sér inn í afkomutölur
félagsins síðar á árinu og er búist
við að það skili sér í um fimm
milljarða króna rekstrarhagnaði
(EBITDA) á árinu. - jab
Afkoma IG óásættanleg
Stór fyrirtæki þrýsta á
um sameiningu Kaup-
hallar Íslands og OMX
kauphallarinnar, en
í gangi eru viðræður
þeirra á milli. Krónan og
smæð Kauphallarinnar
eru sögð fyrirtækjum
fjötur um fót og fæla frá
erlenda fjárfesta.
Forsvarsmenn nokkurra stórra
fyrirtækja í Kauphöll Íslands hafa
áhyggjur af hvert stefni í málefn-
um Kauphallarinnar og telja nauð-
synlegt að samstarf eða samruni
náist við erlenda kauphöll auk þess
sem skrá þurfi hlutabréf þessara
félaga í erlendri mynt. Öðrum
kosti er þessum félögum gert mun
erfiðara fyrir að laða að sér erlent
fjármagn og vangaveltur uppi um
hvort þau séu ekki betur komin
með skráningu annars staðar.
Árni Oddur Þórðarson, stjórn-
arformaður Marels, segir ríða á að
fyrirtæki fái til sín erlenda fjár-
festa. Hann ræddi stöðuna á hlut-
hafafundi félagsins í gærmorgun.
„Við fylgjumst mjög spennt með
hugmyndum um samstarf Kaup-
hallarinnar á Íslandi og OMX
kauphallarinnar, sem í eru kaup-
hallir Norðurlanda og Eystrasalts-
ríkja. Við hér hjá Marel skorum á
þessi félög að enda viðræður sínar
með fullum samruna,“ segir hann.
Eftir samruna segir Árni Oddur
einu hindrunina sem eftir sé í vegi
erlendra fjárfesta vera krónuna.
„Verði af samrunanum þá mun
stjórn Marels taka til alvarlegrar
skoðunar að breyta hlutabréfum
félagsins úr krónum í evrur,“ segir
hann og bætir við að beinast liggi
við fyrir félög sem séu með meiri-
hluta tekna sinna í erlendri mynt
að taka upp og breyta bréfum
sínum í evrur, enda væri óhentugt
að vera með mjög marga gjald-
miðla í gangi í Kauphöllinni í stað
krónu. Þarna eru félög á borð við
Actavis, Bakkavör, Marel og Össur
og sennilega bankarnir líka, sem
eru með verulegan hluta tekna
sinna í erlendum myntum.“
Jón Sigurðsson, forstjóri Öss-
urar, segir fyrirtækið verða vart
við mikinn áhuga fjárfesta á Öss-
urarbréfum, enda sé tæplega
helmingur bréfa félagsins í hönd-
um erlendra fjárfesta. „Það sem
er mjög neikvætt við Össur er að
félagið er skráð í krónum, íslenska
krónan er fjötur um fót þegar
kemur að erlendum fjárfesting-
um,“ segir hann og bendir á að
allar tekjur Össurar séu í erlend-
um gjaldeyri og öll lán líka. „Við
notum krónuna í raun ekki í annað
en skráningu bréfa fyrirtækisins
og það er ekki gott.“ Hann segir
ljóst að ef af sameiningu Kaup-
hallarinnar og OMX verði ekki þá
hlaupi þróunin frá íslenskum
hlutabréfamarkaði. „Og fyrirtæki
fara bara að fara til annarra
landa,“ segir hann. „Við lítum á
það sem rökrétt skref að taka upp
skráningu í erlendri mynt.“
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, segir tilkynn-
ingu hafa verið gefna út um nán-
ara samstarf við OMX, en þar sé
innifalinn möguleiki á sameiningu.
„Við höfum einnig ákveðið að
vinna þetta hratt og fá niðurstöðu
fljótt. Þessar viðræður ganga ein-
faldlega eftir áætlun,“ segir hann,
en bætir um leið við að sá mögu-
leiki sé fyrir hendi að félög skrái
bréf sín í erlendri mynt, óski þau
þess. Hann segir fleiri hluti standa
í vegi erlendra fjárfesta og unnið
sé að því að sníða af agnúa sem
fælt geti þá frá. olikr@frettabladid.is
ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON Árni Oddur, sem er stjórnarformaður Marels, hélt ræðu við
upphaf hluthafafundar í gærmorgun. Þar hvatti hann til þess að Kauphöll Íslands og OMX
kauphöllin sameinuðust sem allra fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Vilja sameiningu Kaup-
hallar Íslands og OMX
Úrvalsvísitalan hækkaði um 5,3
prósent í mikilli veltu í vikunni og
stóð í 5.661 stigi við lok markaða
á föstudaginn. Fjármálasérfræð-
ingar segja að innkoma lífeyris-
sjóða hafi haft mikil áhrif og hrif-
ið aðra fjárfesta með sér. „Við
höfum almennt á árinu verið að
draga aðeins saman seglin í hluta-
bréfunum en höfum verið að
koma inn sem kaupendur á síð-
ustu dögum,“ segir Árni Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
hjá Gildi lífeyrissjóði.
Ýmislegt gefur til kynna að
dregið hafi úr hraðanum í hag-
kerfinu og fjárfestar geti komið
rólegri inn á markaðinn að sögn
sérfræðinga. Styrking krónunnar
frá því í byrjun júlí gefi, vegna
aukinnar krónubréfaútgáfu,
væntingar um að verulega muni
draga úr verðbólgu á næstu mán-
uðum. Einnig töldu margir að
kauptækifæri hefðu myndast í
bréfum fjármálafyrirtækja eftir
hálfs árs uppgjör þeirra.
Þótt bjartsýni sé meiri meðal
fjárfesta er óvissa um framhald-
ið. Það velti mikið á því hvort
útgefendur þeirra krónubréfa,
sem koma til gjalddaga í sept-
ember, framlengi bréfin eða
krefjist greiðslu sem geti valdið
gengislækkun krónu. Um 40 millj-
arðar koma til greiðslu í septemb-
er.
Fjármálafyrirtækin leiddu
hækkanir á hlutabréfamarkaði í
vikunni. Hlutabréf í Landsbank-
anum hækkuðu um tíu prósent,
um 8,4 prósent í KB banka og 5,7
prósent í Glitni banka. - eþa
Hlutabréf hækka
Lífeyrissjóðir koma inn á markaðinn á nýjan leik.
„Stofnanaskipan skattkerfisins
og verkaskipting milli þess og
aðila sem vinna að tengdum
málum hefur verið að mestu
óbreytt áratugum saman. Hún
reyndist vel á sínum tíma en
hæfir ekki núverandi aðstæðum,“
segir Indriði H. Þorláksson ríkis-
skattstjóri í leiðara nýjasta hefti
Tíundar, fréttabréfs RSK.
Indriði, sem lætur af störfum í
lok næsta mánaðar, segir að þótt
ýmislegt hafi unnist á umliðnum
árum sé margt enn ógert til að
gera skattastjórnsýslu hér vel úr
garði. „Styrkja þarf fram-
kvæmdaþátt skattalöggjafarinn-
ar þannig að skattastjórnsýslan
hafi í höndum þau verkfæri sem
nauðsynleg eru til að efni skatta-
laga megi framkvæma með sam-
ræmdum hætti og tryggja jafn-
ræði.“
Þá segir hann að skapa þurfi
skattinum „skipulagslegt sjálf-
stæði og svigrúm til að laga sig að
síbreytilegum verkefnum og við-
horfum.“ Hann segir núverandi
skattalöggjöf sniðna að samfélagi
í nokkurri efnahagslegri einangr-
un með takmörkuð og einföld
samskipti við útlönd; alþjóðavæð-
ing og breytt siðferðisleg viðhorf
hafi skapað nýjar forsendur. - óká
INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON RÍKISSKATTSTJÓRI
Í nýjasta hefti Tíundar, fréttablaðs RSK, fjall-
ar ríkisskattstjóri um skattaumhverfið hér á
landi og breytingar sem hann telur þörf.
Breyta þarf í skattastjórnsýslu
HELSTU BREYTINGAR Í VIKUNNI
FL Group 10,4%
Landsbankinn 10,0%
KB banki 8,4%
Glitnir 5,7%
Össur 5,0%
Dagsbrún -8,5%
BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Forstjóri
Icelandic Group segir afkomu félagsins
óásættanlega en býst við betri afkomu í
haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI