Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 18
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, stendur í ströngu þessa dagana. Fyrirtækið sem hann stýrir tapaði einum og hálf- um milljarði á fyrri helmingi þessa árs og danskir blaðaútgef- endur hafa brugðist hart og snöggt við áformum hans um að gefa út fríblað í ætt við Fréttablaðið í Danmörku. Gunnari Smára er að mestu eignaður heiðurinn að baki vel- gegni Fréttablaðsins og ævintýra- leg velgengni þess hefur gert hann að milljónamæringi og komið honum í yfirburðastöðu á íslensk- um fjölmiðlamarkaði. Ferill Gunnars Smára í fjöl- miðlum er langur og skrautlegur. Lengst af var hann utan- garðsmaður á íslenskum blaðamarkaði og á heiðurinn af ófáum götu- blöðum sem öll lognuðust út af eða fóru á hausinn. Þá setti Gunnar Smári Íslands- met í meið- yrðadómum enda aðhylltist hann harða götublaða- mennsku og eirði engum í skrifum sínum. Gunnar Smári byrjaði í blaðamennsku á Tímanum 22 ára gamall og hefur verið með puttana í blaðaútgáfu allar götur síðan. Hann hefur á ferlin- um ritstýrt, auk Frétta- blaðsins, Pressunni, Morgunpóstin- um, Mánudags- póstinum, Ein- taki og síðast Helgarpóstin- um. Hann hætti á Helg- arpóstinum í ágúst árið 1995 þegar hann „slíðraði penn- ann“ í kveðju- grein sinni þar sem hann sagði skilið við blaðamennsk- una. Ári síðar komst hann í fjárhagslegt þrot og sat uppi atvinnulaus og útlægur. Einbeittur vilji Gunnars Smára til að halda úti ágengum vikublöð- um og þau skakkaföll sem því fylgdu lagði hann þó ekki endan- lega að velli og hann sótti aftur inn á blaðamarkaðinn árið 1997 með menningartímaritinu Fjölni sem verður helst minnst fyrir það að hafa birt lengstu greinar sem hafa komið fyrir sjónir íslenskra blaðalesenda. Fjölnir fjaraði fljótt út en Gunnar Smári skaut aftur upp kollinum ári síðar þegar hann var fenginn til að móta Fókus, viku- legt fylgirit gamla DV. Þáverandi eigendur DV, feðgarnir Sveinn Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson, fengu hann síðar til þess að útfæra hugmynd um ókeypis dagblað sem yrði borið inn á öll heimili á höfð- uðborgarsvæðinu og Fréttablaðið varð að veruleika. Hugmyndin að baki blaðinu þótti á sínum tíma í besta falli óðs manns æði og hugn- aðist Gunnari Smára því vel. „Stærsti kostur Gunnars Smára er að hann er fljótur að grípa góðar hugmyndir á lofti og hann hefur úthald til þess að láta þær verða að veruleika,“ segir félagi Gunn- ars Smára sem hefur sopið nokkr- ar fjörurnar með honum í útgáfu- málum. Fréttablaðið kom fyrst út árið 2001 og fyrsta útgáfuárið var að sönnu brösótt en eftir gjaldþrot og eigendaskipti, náði Fréttablað- ið flugi og skilaði Gunnari Smára á þann stað sem hann er á í dag. Götustrákurinn og ólíkindatólið sem sat 14 daga í skuldafangelsi árið 1997 og hafði þá ekki efni á að kaupa sér „litla kókflösku,“ eins og hann hefur orðað það sjálfur, stóð uppi með pálmann í höndun- um. Fáir efast um hæfileika Gunn- ars Smára þegar það kemur að blaðaútgáfu en þær raddir heyr- ast hins vegar að hann hafi öðlast völd umfram getu í viðskiptalífinu og það muni koma honum í koll í Danmörku. „Gunnar Smári er ennþá bara Gunnar Smári. Það hefur ekkert breyst,“ segir viðmælandi Frétta- blaðsins sem er flestum hnútum kunnur í viðskiptalífinu og bætir því við að Gunnar Smári hafi sýnt litla kænsku í innrás sinni á danskan blaðamarkað með því að tala of fjálglega og of fljótt um áform sín. Þannig hafi hann glutr- að niður því forskoti sem hann hafði á Íslandi. Hann hafi verið brautryðjandi á fríblaðamarkaði hér heima fyrir fimm árum en muni koma síðastur inn á sama markað í Danmörku þar sem hann hann hafi gefið andstæðingum sínum tíma til að hasla sér völl og treysta varnirnar. Sjálfur blæs Gunnar Smári á allar hrakspár og sagði í Frétta- blaðinu í vikunni að keppinautarn- ir í Danaveldi væru: „...í raun ekki alvöru leikmenn. Það má frekar líkja þeim við þá sem hlaupa nakt- ir inn á völlinn til að trufla leik- inn.“ Þessi viðbrögð eru um margt lýsandi fyrir Gunnar Smára sem er gjarn á að gera lítið úr andstæð- ingum sínum og leggja til fólks með orðum þannig að undan svíði. Þeir sem þekkja Gunnar Smára og hafa unnið með honum lengi segja hann geta verið jafn leiðinlegan og hann geti verið skemmtilegur. Hann þykir ákaflega frjór og skarpur í hugsun og þegar hann er í ham, sem gerist helst þegar hann verður heltekinn af tilteknum verk- efnum, þykir félagsskapur hans upplífgandi og eft- irsóknarverður. Samstarfsfólk hans í gegnum tíð- ina hefur þó einnig flest fengið að kynnast skugga- hliðum hans en hann getur verið afundinn, ósveigj- anlegur og ósann- gjarn. Þegar þessi gállinn er á honum getur hann verið baneitraður í til- svörum og þeir eru ófáir blaða- mennirnir og við- skiptafélagarnir sem hafa í gegnum tíðina gengið lask- aðir af velli eftir snerru við Smár- ann. Gunnar Smári er í eðli sínu braut- ryðjandi og það leynir sér ekkert að hann nýtur sín best í uppbygg- ingu, en þegar og ef hugarfóstur hans komast á lygnan sjó er eins og áhuginn fjari út og hann snýr sér að einhverju öðru. Fréttablaðið er besta dæmið um þetta en hann lagði líf og sál í upp- byggingu blaðsins en eftir sigur- göngu þess er Ísland ekki lengur nógu stórt og Gunnar Smári er nú kominn á kaf í Danmerkurinnrás- ina. Þeir sem hafa unnið með Gunn- ari Smára eru sumir hverjir mátu- lega hrifnir af þessum þætti í fari hans og þykjast ekki þekkja hann fyrir sama manninn eftir að hann varð viðskiptamógúll og eiga það til að gantast með að hugsjóna- maðurinn sé kominn hinum megin við borðið, að „enfant terrible“ íslenskrar blaðamennsku sé orð- inn „einn af hinum“. Þó Gunnar Smári sé vissulega orðinn uppteknari af afkomutöl- um en dálksentimetrum er þó ekki annað að sjá en hann sé enn samur við sig; kunni illa við sig á lygnum sjó og þegar hann hafi val um frið eða ófrið velji hann atið og ræðst enn jafnan á garðinn þar sem hann er hæstur. MAÐUR VIKUNNAR Uppreisnargjarn blaðamaður í ólgusjó viðskiptalífsins GUNNAR SMÁRI EGILSSON FORSTJÓRI DAGSBRÚNAR Hin árlega menningargrillveisla Í dag á milli kl. 12 og 15. Fersk grillað íslenskt grænmeti á hlaðborði. Tónlistaratriði með Greifunum, Spútnik, Bjargræðiskvartettnum og Halidrome. � �� �� ��� �� � �� ME‹ Í FRÍINU ÁSKRIFT LOTTAR‹U NÚ lotto.is Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú líka unni› einn af 30 stórglæsilegum aukavinningum í áskriftarleiknum. LOTTÓ ÁSKRIFTAR LEIKUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 6 3 9 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.