Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 19

Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 19
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 19 AF NETINU Hryðjuverkavarnir Upp úr miðri tuttugustu öld var í tísku meðal hryðjuverkamanna að ræna flug- vélum og hóta að myrða bæði farþega og áhöfn yrði kröfum þeirra ekki mætt. Það var ekki fyrr en vestræn stjórnvöld tóku upp þá einörðu stefnu að neita alfarið að semja við hryðjuverkamenn að voða- verkamönnum lærðist að þýðingarlaust er að ræna flugvélum. Það sama á við nú. Ef vesturlandabúar eru staðfastir í að láta hryðjuverkamenn ekki breyta lifnað- arháttum sínum, líka hvað flugsamgöng- ur varðar, þá munu hryðjuverkamennirn- ir sjá að gagnslaust er að sprengja upp flugvélar. En láti menn hins vegar hryðju- verkaógnina verða til að hefta ferðafrelsi vesturlandabúa er það eins og að semja við hryðjuverkamenn og verður aðeins til að magna ógnina enn frekar. Eiríkur Bergmann af eirikurbergmann. hexia.net Halldór Ég fer ekkert leynt með það að ég tel t.d. að Framsóknarflokkurinn með Halldór í forsæti hafi gengið of langt með því að krefjast forsætis í ríkisstjórninni að lokn- um kosningunum 2003. Ég tel að Hall- dór hafi aldrei náð tökum á forsætinu, þar réðu mörg mál og einna mest inn- anflokkserjur innan flokks hans undir lok formannsferilsins. Innri átök á heima- slóðum gerðu það að verkum að Fram- sóknarflokkurinn höndlaði ekki forsætið. Ég tel þó að fleiri þættir en Halldór einn hafi ráðið úrslitum um hvernig fór fyrir stjórnarforsæti flokksins. Stefán Friðrik Stefánsson af stebbifr. blogspot.com Desiree Tullos Þar er reyndar líka auðvelt að sjá að Tullos öðlaðist verkfræðigráðu sína fyrir 6 árum en ekki fjórum eins og Viðar Ólafsson hjá VST. Fyrir fjórum árum lauk hún hins vegar meistaragráðu og reyndar má þar líka sjá að hún lauk á síðasta ári doktorsprófi sem er undarlegt að skildi fara alveg fram hjá Viðari en að hans sögn var forvitnast um bakgrunn hennar vegna hinna „alvarlegu og harðskeyttu árása“ prófessorsins. Viðar gerir reyndar líka að umtalsefni að Tullos sé alls ekki prófessor heldur lektor. Eins og Viðar hlýtur að vita hafa aðstoðarprófessorar í Bandaríkjunum jafnan rétt á að kalla sig prófessor og þeir sem eru fastráðnir prófessorar. Dofri Hermannsson af dofri.is Verðbólga og skattur Fjármagnstekjuskatturinn er þeim eigin- leikum gæddur að hann er ekki aðeins greiddur af tekjum heldur einnig af engum tekjum og jafnvel hreinu tapi ef verðbólga er meiri en vaxtakjör á banka- bókum. Í mikilli verðbólgu leggst skattur- inn af miklum þunga á sparifjáreigendur. Eins og dæmin hér að ofan sýna getur skatturinn verið óendanlega hár og sýna þau hve kröfunum að hækka skattinn upp í sama hlutfall og tekjuskatt einstakl- inga eru óraunhæfar. En á sama tíma og sparifjáreigendur tapa mjög miklu á samspili verðbólgu og fjármagnstekju- skatts hagnast ríkissjóður verulega því nafnvaxtatekjur hækka verulega og um leið fjármagnstekjuskatturinn. Vefþjóðviljinn af andriki.is K O R T E R . I S Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara er mikið talað um alls konar umbætur einhvern tímann í fram- tíðinni. Þetta á við afnám ýmissa skerðinga og umbætur í vistunar- málum aldraðra. Er verið að blekkja eldri borgara? Það glaðnaði yfir mörgum, þegar þeir heyrðu að afnema ætti skerð- ingu á lífeyri almannatrygginga vegna tekna úr lífeyrissjóði. En sú gleði stóð ekki lengi. Við athug- un kom í ljós,að þessi breyting átti ekki að taka gildi fyrr en 1.janúar 2010. En þetta var birt í yfirlýsingunni eins og þetta væri á næsta leiti. Hvers vegna var það gert? Var vísvitandi verið að blekkja lífeyrisþega? Það er engu líkara en svo hafi verið. Og hið sama er að segja um afnám ýmissa annarra skerðinga og aðgerðir í vistunarmálum aldraðra. Þetta á fyrst og fremst að gerast í fram- tíðinni og því er alger óvissa um framkvæmdina. Hún er háð fjár- veitingum alþingis og þeirra sem stjórna í framtíðinni. Engin skerðing á hinum Norður- löndunum Á hinum Norðurlöndunum er ellilífeyrir ekki skertur vegna tekna úr lífeyrissjóði. Eldri borg- arar halda óskertum lífeyri frá almannatryggingum þó þeir hafi góðan lífeyrir frá lífeyrissjóði. Enda er það eðlilegt. Lífeyris- sjóðirnir eru eign þeirra,sem greitt hafa í lífeyrissjóðina á starfsævi sinni. Lífeyririnn er nokkurns konar sparnaður, sem menn taka síðan út þegar þeir eldast. Það er fráleitt að hegna mönnum fyrir þann sparnað með því að skerða bætur Trygginga- stofnunar vegna hans. Og það er einnig fráleitt að skattleggja líf- eyri úr lífeyrissjóði jafnhátt og atvinnutekjur þ.e. með 37% skatti. Það ætti í mesta lagi að leggja 10% skatt á lífeyrinn en helst ætti hann að vera skatt- frjáls. Skerðing ekki afnumin fyrr en 1. janúar 2010! UMRÆÐAN ELDRI BORGARAR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Jón eða Jóna Hér er því greinilega á ferðinni frábært tækifæri fyrir íslenskar til að bera dýrðina augum og skemmta sér ærlega í leiðinni. Enda eiga fullorðnir einstaklingar að geta farið á slíkar skemmtanir ef þeir kjósa svo. Það sem kemur á óvart er að ekkert hefur heyrst frá andmælendum slíkra skemmt- ana. Í gegnum tíðina hafa ýmsir einstakl- ingar og félög, líkt og Femínistafélag Íslands, gagnrýnt harðlega skemmtistaði sem boðið hafa upp á erótískan dans kvenna og talið það niðurlægjandi fyrir konur. Það vekur því furðu að þegar einn stærsti skemmtistaður landins býður upp á erótísk dansatriði þar sem margir ungir karlmenn munu fækka fötum fyrir framan hundruði kvenna virðist það ekki ámælisvert. Ingunn Guðbrandsdóttir af deiglan. com 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.