Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 28
Umferð ferðamanna um Kárahnjúkasvæðið hefur aldrei verið meiri en í sumar enda er nú síðasta tækifær- ið til að skoða það landsvæði sem brátt fer undir Hálslón. Kláfurinn á ármótum Kringilsár og Jöklu hefur átt sinn þátt í því að létta aðgengi um svæðið en með honum kemst fólk auðveldlega yfir á Kringilsárrana sem er griðland hreindýra og gæsa. „Ég setti kláf- inn upp fyrir málstaðinn, svo fleiri gætu skoðað þetta land,“ segir Guðmundur hæverskur þegar hann er spurður út í tilurð kláfs- ins, en mörgum hefur fundist óskiljanlegt að einhver leggi slíka sjálfboðavinnu á sig vitandi að kláf- urinn muni fljótlega fara undir vatn. Guðmundur segir að hug- myndin hafi komið upp fyrir nokkrum árum innan félags um verndun hálendis Austurlands. Það hafi síðan lent á honum að koma hugmyndinni í framkvæmd síðasta sumar með ómetanlegri hjálp vina og kunningja. Heimildir segja að þarna hafi áður verið ferjustæði en engar minjar sjást þó um það. „Ég verð að fara að líta á kláfinn og athuga hvort allt sé ekki í lagi. Maður þorir ekki annað, það er búin vera svo mikil traffík þarna um í sumar,“ segir Guð- mundur. Margir kjósa að þegja Það er í túnfætinum á Vaði í Skrið- dal sem rætur Guðmundar liggja. Bærinn hefur verið í eigu sömu ættarinnar í margar kynslóðir og nú er það Guðmundur og eigin- kona hans Gréta Ósk Sigurðardótt- ir sem ráða þar ríkjum. Bóndinn tekur á móti gestum með bláberj- um og rjóma beint úr kúnum og umræðuefni dagsins er fram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum. „Ég er svo heppinn að starfa við þennan búskap og get því sagt það sem ég vil en ég veit dæmi þess að menn hafa nánast lent í einelti á vinnustöðum þar sem þeir hafa viðrað skoðanir sínar og sagst vera á móti virkjun. Það eru því margir á móti þessari framkvæmd þótt þeir þegi,“ segir Guðmundur sem er titlaður formaður Félags um verndun hálendis Austurlands. „Þetta var nokkuð stórt félag á sínum tíma en það hefur ekki nýlega verið tekið félagatal enda hafa hlutirnir breyst hratt og sennilega er sumt af þessu fólki sem var í félaginu búið að snúast í hina áttina, maður veit um slík dæmi.“ En Guðmundur hefur ekki skipt um skoðun og hann skamm- ast sín heldur ekki fyrir skoðanir sínar. „Ég skammast mín ekki fyrir það að halda uppi vörnum fyrir mína ættjörð.“ Dæmt til að mistakast Guðmundur hefur frá upphafi fylgst náið með framkvæmdunum á Kárahnjúkum og reynt að hafa sín áhrif á þær, meðal annars með því að skrifa bréf til ráðamanna þjóðarinnar, en fæstum þeirra hefur verið svarað. Í fyrrasumar hýstu þau hjónin svo mótmælend- ur sem reknir voru af Kárahnjúk- um og voru þá töluvert í fjölmiðl- um. „Rökin hafa verið sú að það sé allt í lagi að sökkva þessu landi af því enginn þekkir það. En það er eins og að segja að það sé í lagi að drepa mann svo lengi sem þú þekk- ir hann ekki,“ segir Guðmundur, sem nefnir aðallega þrenn rök gegn framkvæmdunum. „Ég hef alltaf sagt að þessi virkjun sé fyrirfram dæmd til þess að mistakast á þrennan hátt, efna- haglega, félagslega og umhverfis- lega, en mér datt í sjálfu sér aldrei í hug að hún gæti verið svona mikið vandamál tæknilega séð og núna er það kannski að verða alvarlegasti þátturinn í þessu öllu.“ Guðmundur segir það dapur- legt að ekki sé nema hálf öld síðan Íslendingar voru í stríði við að ná yfirráðum yfir fiskveiðiauðlind- inni en nú séu íslensk stjórnvöld hreinlega að gefa frá sér auðlind- irnar. „Íslendingar eru orðnir að annars flokks þegnum í eigin landi hvað varðar raforkuverð því hér kemur erlendur aðili sem fær að kaupa orkuna á mun lægra verði en við sjálf, fær þar að auki skattafslátt og í ofanálag er landið sem er fórnað einskis metið. Sú þjóð sem afhendir auðlindir sínar á niðursettu verði heldur ekkert uppi lífskjörum sínum til lengdar. Efnahagslega mun þetta aldrei ganga upp og þjóðin mun borga með þessari framkvæmd. Það er reyndar sagt að engin virkjun sé svo vitlaus að hún borgi sig ekki einhvern tímann en ef eitthvað fer úrskeiðis þarna þá er virkjunin hreinlega stopp. Og eins og þessi framkvæmd hefur verið hönnuð þá má alveg búast við því að eitt- hvað fari úrskeiðis. Framkvæmd- in hefur í raun verið hönnuð frá degi til dags, það eru alltaf að koma upp nýjar og nýjar aðstæður og þá er bara hannað áfram út frá því. Það er þveröfugt við alla hag- fræði því fyrsta boðorðið í hag- fræði er það að það sé búið að ganga frá öllum málum áður en ráðist er í framkvæmdir. Við sjáum til dæmis bara að samning- ar við landeigendur eru enn í full- um gangi nú þegar virkjunin er að verða búin. Enginn veit heldur hver endirinn verður með reikn- ingana frá Impregilo en ég er hræddur um að þeir geti orðið háir því útboðsgögnin sem þeir fengu í hendurnar þegar þeir byrjuðu á þessu verki hafa engan veginn staðist. Þannig að við gætum þurft að punga út einhverjum aurum þar,“ segir Guðmundur. Talið berst að umhverfislega þættinum á framkvæmdinni. „Það er vitað að það verður leir- fok og það þarf ekki að hreyfa mik- inn vind til þess að það blási og það er ávísun á gróðureyðingu því sandurinn kæfir allan gróður. Það veit enginn hvaða áhrif þetta hefur á Lagarfljót. Það verður sjálfsagt reynslan að skera úr um og svo með ströndina því sjórinn sækir á þegar framburðurinn heldur ekki á móti. Nú fyrir utan bæði efna- hagslega og umhverfislega þáttinn þá má ekki heldur gleyma félags- lega þættinum á þessari fram- kvæmd en sá þáttur varð þess meðal annast valdandi að Norsk Hydro hætti við en þeir töldu þetta allt of stóra framkvæmd fyrir svona fámennt byggðarlag. En þeirra framkvæmd var nú samt miklu minni heldur en sú sem nú er í gangi.“ 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR28 Hugsjónabóndinn á Vaði FRÁBÆR FERÐAMÁTI Margir ferðamenn hafa nýtt sér kláfinn, sem Guðmundur setti upp með hjálp góðra manna, til að komast yfir í Kringilsárrana í sumar og þannig njóta betur þess landsvæðis sem brátt fer undir vatn. BÓNDINN „Ég skammast mín ekki fyrir það að halda uppi vörnum fyrir mína ættjörð,“ segir Guðmundur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA „Rökin hafa verið sú að það sé allt í lagi að sökkva þessu landi af því enginn þekkir það. En það er eins og að segja að það sé í lagi að drepa mann svo lengi sem þú þekkir hann ekki.“ Ferðamenn sem gengið hafa um Kárahnjúka- svæðið í sumar hafa margir hverjir fengið sér salibunu með haganlega byggðum kláf á ármót- um Kringilsár og Jöklu. Heiðurinn að kláfnum á Guðmundur Ármannson, bóndi á Vaði í Skrið- dal, sem í mörg ár hefur verið ötull talsmaður fyrir verndun hálendis Austurlands. Snæfríður Ingadóttir sótti hugsjónabóndann heim sem trúir vart að þessi mesta vitleysa Íslandssögunnar sé að verða að veruleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.