Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 30

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 30
BG: Kristinn H. Gunnarsson hefur verið umdeildur í flokknum eins og alkunna er og ekki átt upp á pallborðið hjá forust- unni. Ef Jón verður formaður er ekki lík- legt að mikil breyting verði þar á því sökum þess að sama fólkið mun að veru- legu leyti vera áfram áhrifamikið í flokknum, fólk sem ekki kann að meta stíl Kristins. JH: Kristinn er í erfiðri stöðu innan flokks- ins en það er búið að reyna einu sinni að reka hann á dyr og það tókst ekki og það verður tæpast reynt aftur. Sam- band hans og Sivjar hefur verið ágætt og hvort sem Siv eða Jón vinnur munu þau hvorugt fara gegn Kristni. BG: Halldór Ásgrímsson. Sumir ganga svo langt að segja að Jón sé beinlínis fulltrúi Halldórs í formannskjöri. Þó það sé ef til vill ofmælt sýnir það hvernig flokksmenn skynja tengslin milli þessara manna. Halldór mun því halda áfram að hafa mikil áhrif þótt hann hætti ef hann á annað borð hefur áhuga á því. JH: Halldór getur haft áhrif á sjálfum lands- fundinum en formleg völd hans verða engin að honum loknum. Það er hins vegar líklegra að Jón myndi leita meira til Halldórs eftir ráðgjöf en Siv myndi gera, hún þarf minna á fyrrverandi formanni að halda með alla þá reynslu sem hún hefur að baki. BG: Hjálmar Árnason hefur nartað í hæla Sivjar árum saman í Reykjaneskjördæmi. Hann myndi ekki missa öll áhrif en fjar- lægjast þau talsvert. JH: Hjálmar hefur klárlega verið Hall- dórsmaður og er Jóns maður þannig að það er ekki víst að hann eigi upp á pallborðið ef Siv vinnur. Hann hefur auk þess tekist á við Siv um forystu- hlutverkið í gamla Reykjanes- kjördæminu. BG: Dagný Jónsdóttir hefur með afger- andi hætti verið í herbúðum Halldórs og Árna Magnússonar á sínum tíma og vann sem slík gegn Siv. Það gæti orðið til þess að Dagný hætti í pólitík fyrir næstu kosningar. JH: Dagný er vissu- lega Jónsmegin en hún kemur tæpast til með að gjalda þess þó Siv vinni. Siv hefur engan hag af því að leggja til atlögu við þá Austfirðinga sem styðja Dagnýju. BG: Magnús Stefánsson félags- málaráðherra hefur reyndar verið í „Jónsliðinu“ en er líkleg- ur til að vilja vinna með Siv. JH: Magnús hefur haldið sig nokkuð til hlés í átökum innan flokksins en hefur átt gott sam- starf við Siv og mun styðja hana heilshugar. 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR30 Nýr formaður Framsóknarflokksins verður kjörinn í dag. Valið stendur milli þeirra Sivjar Frið- leifsdóttur heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þó svo að báðir frambjóðendur láti í veðri vaka að allt sé með friði og spekt innan flokksins og litlu máli skipti hvort þeirra sigri, er ljóst að úrslitin munu ráða talsverðu um pólitíska framtíð þeirra beggja og ekki síður margra stuðningsmanna þeirra. Sigurður Þór Salvarsson blaðamaður fékk tvo valinkunna fjölmiðlamenn, þá Birgi Guðmundsson, lektor við Háskólann á Akureyri, og Jóhann Hauksson blaðamann, sem báðir þekkja vel til innviða Framsóknarflokksins, til að velta vöngum yfir áhrifum úrslitanna á hvorn veginn sem fer. FORMANNSKJÖR Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM Eins dauði er annars brauð Magnús Stefánsson alþingismaður og formaður fjárlaganefndar BG: Guðni Ágústsson mun vafalaust styrkja stöðu sína að því gefnu að hann falli ekki í kosningunni um varaformannsembættið. Guðni hefur verið hálf vængstýfður í samstarfi sínu við Halldór og viljað halda friðinn. Búast má við hann hafi meira svigrúm ef Siv vinnur og hann komi inn sem varaformaður sem stóð af sér áhlaup. JH: Guðni mun styrkjast vegna vinsælda hans á landsbyggðinni, hann stendur fyrir þessi gömlu góðu gildi flokksins. Þannig að það kæmi sér best fyrir hann ef Siv yrði formaður. BG: Óskar Bergs- son varaborgar- fulltrúi hefur verið stuðningsmaður Sivjar um langt árabil og tekið að sér ýmis trúnaðar- störf fyrir hana svo sem að stýra hálendisnefndinni. Óskar hefur átt erfitt uppdráttar í flokknum vegna beinskeyttrar gagnrýni á forust- una, meðal annars þegar hann telur vegið að Siv. JH: Óskar hefur stutt Siv opinberlega og mun vafalaust njóta þess verði hún kjörin formaður. Samt er ekki víst að hann tapi sérstaklega á því að Jón vinni vegna þess að hann náði sáttum við Björn Inga í vor og þar með Halldórs- arminn í flokknum. BG: Valgerður Sverrsdóttir mun tapa verulegum áhrifum þótt hún verði áfram áhrifamikill forustumaður. Hún og Siv hafa eldað saman grátt silfur þó það hafi verið kurteisislegt á yfirborðinu. Valgerður hefur staðið þétt með Halldóri alla tíð, líka í að halda Siv niðri og frá áhrifum. Gæti þýtt að Valgerður drægi sig í hlé fyrir þarnæstu kosningar. JH: Valgerður mun að mestu halda sínum völdum og áhrif- um þó svo að hún tilheyri Halldórsarminum og Siv mun tæpast gera atlögu að henni þó hún verði formaður. Það væri ekki skynsamlegt af henni og Valgerður nýtur reynsl- unnar og mun eflaust gera kröfu um ráðherradóm eftir kosningar verði flokkurinn þátttakandi í ríkisstjórnarsam- starfi. Ef Siv vinnur styrkist staða þeirra: BG: Páll Magnússon, fyrrum aðstoðarmaður Valgerðar, mun missa einhver áhrif þó það verði í minna mæli en búast hefði mátt við þar sem hann hefur skipt um vettvang og virðist ekki eins áhugasamur um að hafa áhrif sjálfur. JH: Páll studdi Siv á sínum tíma en lenti svo upp á kant við hana í átökunum um kven- félögin í Kópavogi og hún kann honum eflaust litlar þakkir fyrir það. Ef Jón vinnur styrkist staða þeirra: BG: Valgerður Sverrisdóttir er einn af helstu stuðn- ingsmönnum Jóns og hún hefur jafnframt verið áhrifamikil enda hefur samstarf hennar og Halldórs Ásgrímssonar verið gott. Verði Jón formaður er ekki að búast við mikilli breytingu á þessu mynstri og Valgerður mun áfram verða áhrifamikil. JH: Valgerður hefur stutt Halldór og það mun eflaust gagnast henni ef Jón vinnur. En almennt séð verður hún áfram þungavigtarmanneskja í flokknum hvernig sem formannskjörið fer. BG: Björn Ingi Hrafnsson hefur verið áhrifamikill ráðgjafi hjá Halldóri og margir úr gömlu forustusveitinni hafa trú á Birni Inga. Þar sem þetta fólk mun áfram njóta skjóls frá Jóni mun Björn halda áhrifum sínum. JH: Það er engin spurning að það yrði til hagsbóta fyrir Björn Inga ef Jón ynni. Hann er augljóslega í stuðningsmannaliði Jóns enda handgenginn Halldóri Ásgrímssyni til margra ára. ... en staða þeirra veikist: BG: Hjálmar Árnason er líklegur til að halda sínum áhrif- um í flokkn- um í skjóli Jóns. Hjálm- ar hefur gengið mjög langt í stuðn- ingi sínum við Halldór og stjórnun- arstíl hans og tekið að sér að verja hann í óvinsælum málum, svo sem Íraksmálinu. Þess mun hann njóta verði Jón formaður og halda þannig umtalsverðum áhrifum hvort sem hann heldur áfram í pólitík eða ekki. JH: Það væri Hjálmari tvímælalaust ávinningur innan flokksins fari svo að Jón verði formaður. ... en staða þeirra veikist: BG: Guðni Ágústsson, sérstaklega ef hann verður ekki kosinn varaformaður. En þótt hann verði kosinn mun hann áfram verða hálf utanveltu í flokknum. JH: Ef Guðni verður ekki kosinn vara- formaður þá er ljóst að þau sjónarmið sem hann stendur fyrir innan flokksins hafa orði undir og að sama skapi sjón- armið Halldórsarmsins orðið ofan á og þar með segir það sig sjálft að Guðni mun einangrast í flokknum. JÓHANN HAUKSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.