Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 5 Veiðisumarið með Stefáni Jóni Hafstein Fleiri veiðifréttir og heilræði við veiðar á www.flugur.is. Smáir smálaxar Það er því miður ekkert óvenju- legt á þessu sumri að setja í og landa 3ja punda smálaxi, sumir geta jafnvel sagt sögur af þeim miklu minni! Fiskur sem geng- ur eftir eitt ár í sjó ætti að vera 5-6 pund og helst 7-8 til að slaga upp í forna frægð Norðurlands. Upp úr norðlenskri á kom í vik- unni einn sem mátti kannski ljúga upp í 3 pund þegar ég var nærstaddur og ég spurði gagn- kunnuga hverju sætti. Auðvitað er bara eitt svar: Harðræði í hafinu. Þessir smáu smálaxar sáust strax í vor. Viðmælendur mínir fyrir norðan bentu á að smálaxinn virðist hafa farið smækkandi ár frá ári að undanförnu. Þessu til viðbótar virðist nú ljóst að fyrir öllu Norðurlandi er smálaxa- brestur, göngur eru mun fálið- aðri í ár en í fyrra. ,,Auðvitað var 2005 metár,“ segja menn og telja líklegt að 2006 endi í með- altali síðustu 25 ára. En veiðin dreifist ekki jafnt. Allt frá Húnaflóa að Skjálfanda vantar mikið upp á smálaxinn. Til dæmis má taka Fnjóská. Hún var með sömu veiðitölu um mánaðamótin júlí/ágúst og í fyrra enda gekk talvert af stór- laxi, sem er snemmgengari en hinn. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina og veiðin nú næst- um 100 löxum minni en á sama tíma í fyrra, vegna þess að smá- laxinn kemur ekki. Og sá sem kemur lítur ekki vel út. Ef hann er ekki beinlínis lítill, þá er hann mjósleginn. Er loðnan komin of norðarlega fyrir hann? Hvað með bleikjuna? Mér skilst að víða sé sömu sögu að segja með sjóbleikjuna. Reynd- ar ekki í Fnjóská þar sem við- mælendur mínir segja talsvert af henni, en á flestum öðrum stöð- um virðist hún hörfa hratt. Bleikj- an er kaldsækinn fiskur, sumir telja hlýnandi veður á liðnum árum sýni sig í þessu, sjórinn sé orðinn of hlýr. Sama ástand er talið vera í nokkrum vötnum sunnanlands þar sem bleikjan er sögð á hraðri niðurleið, vatnshiti sé orðinn of mikill fyrir hana. Það er sem sagt um nóg að ræða meðal veiðimanna þegar þeir setjast niður í veiðihúsum þessa dagana. Og fleiri hörfa Þeir sem vel þekkja til í dýrustu veiðhúsum landsins segja fleiri hörfa þessi árin en bara fiskar. Erlendir veiðimenn sem mest og best borga verða færri og færri. Fullyrt er að afföll séu umtals- verð í ár, og væri ekki fyrir veiði- gleði íslensku bankamannanna væri ansi tómlegt í helstu veiði- húsum landsins nú þegar aðal- tíminn er að líða undir lok. Ein- hver ætti að hnýta fluguna ,,Vaxtahækkun“ þessu ástandi til heiðurs! Una þreytir lax! Ungar stúlkur gera sig gildandi í veiði nú sem aldrei fyrr, hér er vel að verki staðið í Selá í Álftafirði. BJÖRGUNARSVEITIR Á HÁLENDINU Sprengisandur: Ástand vega gott og lítið að gera Nýliðin vika var sú síðasta í verkefn- inu Björgunarsveitir á hálendinu. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð var við hálendisgæslu á Sprengisandi. „Svæðið nær upp úr Skagafirði, Eyjafirði og Bárðardal og niður að Hrauneyjum,“ segir Guðmundur Rúnar Guðmundsson, formaður sveitarinnar en hann var á vaktinni við annan mann. Helstu ferðamannastaðir á svæðinu eru Nýidalur og Laugafell en Guðmundur segir líka mikla örtröð við Hrauneyjar. „Við erum búnir að fara svona átta sinnum fram og til baka á milli Nýjadals og Laugafells og nokkrum sinnum niður í Hrauneyjar. Svo reynum við að fara alla slóða sem við sjáum á korti.“ Þónokkuð af ferðafólki var á Sprengisandi fram að síðustu helgi en Guðmundur segir hafa fækkað í vikunni. „Meirihlutinn eru útlendingar en það er þó nokkuð af Íslendingum á mótorhjólum og bílum. Flestir eru vel búnir þó að einn og einn mætti vera betur búinn og á bíl sem hentar þessum vegi. Hér eru nokkrar ár sem þarf að fara yfir og maður veit aldrei hvernig veðrið verður. Fólk ætti ekki að vera á ferðinni hér nema á sæmilega vel útbúnum bílum. Svo þarf að skoða árnar áður en farið er út í þær, sérstaklega ef ekki er verið á mjög stórum bílum. Helstu leiðir hér eru greiðfærar, það er helst á Gæsavatnsleið niður í Öskju sem fólk þarf að passa sig ef það er vatn á flæðunum þar. Annars er ástand vega nokkuð gott, mikið um þvottabretti en annars gott,“ segir Guðmundur. Vikan hefur gengið stórtíðinda- laust fyrir sig hjá þeim félögum. „Það er búið að vera ótrúlega lítið að gera. Við höfum tvisvar hjálpað bílum í Hagakvíslinni og svo erum við að leiðbeina mönnum um hvernig á að keyra yfir vöðin og vísa veginn. Og aðstoða skálaverði ef einhver þörf er á því,“ segir Guðmundur sem fór heim í gær, þegar verkefninu lauk þetta árið. „Við höfum verið að tala við skálaverði og ferðafólk og það eru allir mjög ánægðir með að við séum hérna uppi og vonast til að við verðum aftur hérna næsta sumar. Þetta er líka gott fyrir hinn almenna björgunarsveitarmann, að komast hingað til að kynnst hálendinu betur,“ segir Guðmundur að lokum. - elí Frá Sprengisandsleið. Ástand vega mun vera nokkuð gott, þrátt fyrir þvottabretti. LJÓSMYND: KRISTBJÖRN GUNNARSSON Nú fer hver að verða síðastur að nýta sér sumaropnun Heim- ilisiðnaðarsafnsins á Blöndósi. „Það hefur verið mjög góð aðsókn að safninu í sumar og aukningin er greinileg frá ári til árs,“ segir Elín S. Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins, þegar forvitnast er um fjölda heimsókna að undanförnu. „Það er alveg ljóst að ánægðir gestir auglýsa safnið,“ bætir hún við. Elín segir sýningu Steinunnar Sigurðardóttur fata- hönnuðar hafa vakið verðskuldaða athygli. „Tenging Steinunnar við þjóðbúningana sem hér eru hefur komið mjög vel út og gestir róma einnig aðrar sýningar safnsins sem alltaf eru nokkuð breytilegar á milli ára.“ Nú styttist í að safninu verði lokað þetta sumarið að sögn Elín- ar. Það er opið alla daga frá kl. 10 til 17 út ágústmánuð og eftir það er opið fyrir hópa – lágmark tíu manns eftir samkomulagi. -gg Ánægðir gestir auglýsa safnið Elín S. Sigurðardóttir forstöðumaður og Ingibjörg Björnsdóttir safnvörður. MYND/SIGURÐUR JÓHANNESSON Kjóll úr íslenskri ull sem Hulda Á. Stefáns- dóttir skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi óf efnið í og saumaði en Steinunn Frímanns- dóttir spann í hann þráðinn. MYND/GUN pi pa r / S ÍA Fyrst í fjallið Þú ert í forgangi hjá Avis Bílaleigubíll í Þýskalandi Vika á flokk I Opel Vectra station eða sambærilegum bíl 333 Evrur. Innifalið í verði: ótakmarkaður akstur, kaskó og þjófatrygging, flugvallargjald og skattar. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.