Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 7
Í júlí verða fáanlegar sérstak-
ar sumarvörur í Verbena línu
L´Occitane sem framleiddar
eru í takmörkuðu upplagi.
Vörur þessar anga af hressleika
sumarsins en þær eru úr lífræn-
um verbena ekstrakt, sítrónum
frá Sikiley og ítölskum greip-
ávöxtum. Í línunni er hægt að fá
hand- og líkamssápu sem er sér-
lega falleg því hún er í laginu eins
og sítrónulauf, ferðailmkerti sem
fælir burt flugur, sturtugel og ilm-
vatn. Gulur er litur allra þessara
vara og minna þær því óneitan-
lega á sól og sumar. Sítrusilmur er
líka talinn hafa hressandi hughrif
og því ilmar maður ekki bara vel
af þessum vörum, heldur líður
einnig vel með sítruslyktina í vit-
unum.
Með hausttískunni í ár er
horfið til nokkuð lágstemmdari
litbrigða en ríkt hafa í sumar.
Eftir litríkt sumar, þar sem ólíkleg-
ustu litum, mynstrum og fatasam-
setningu hefur verið blandað
saman, tekur við lágstemmt litaval
í haust.
Svart og hvítt er ávallt í tísku, þó
miskmikið eftir árum og árstíma en
verða ríkjandi seinni hluta ársins.
Litadýrðin hverfur með haustinu
eins og laufin af trjánum þannig að
þeir sem eru komnir með nóg af
fatnaði og fylgihlutum í æpandi
appelsínugulu og skærgrænu ættu
að geta tekið gleði sína.
Eitthvað verður þó um liti, enda
ekki hægt að skilja þá litaglöðu eftir
á ystu nöf. Litirnir verða aðallega í
dempaðri kantinum og má þar helst
nefna kremaða liti sem fara ein-
staklega vel með svörtu og hvítu.
Fjólublár fær að fljóta með haust-
tískunni enda myndar hann
skemmtilegt mótvægi gegn ríkj-
andi áhrifum og hressir upp á
haustið. -rve
Sagt skilið við liti
Kremað með gylltu mynstri. Þessi fallegi
kjóll var til sýnis á Valentino tískusýning-
unni.MYND/GETTYIMAGES
Hér sjást föt eftir hönnuðinn Stefano Pilati
fyrir haust- og vetrarlínu Yves Saint Laurent.
MYND/GETTYIMAGES
Natalie Portman hefur getið sér gott orð fyrir leik og þykir smekkleg í fatavali. Hér klæðist
hún svörtu sem verður áberandi í haust.MYND/GETTYIMAGES
Nýtt Prada Men
ilmvatn
PRADA TÍSKUHÚSIÐ HEFUR SENT
FRÁ SÉR NÝTT ILMVATN FYRIR
KARLMENN SEM SKARTAR AFAR
FLOTTRI HÖNNUN.
Karlmenn eiga
fyrir löngu að vera
hættir að kalla ilm-
vötn rakspíra þó
að sumum finnist
það karlmannlegt,
enda mikill munur
á After Shave (rak-
spíri) og Eau de
Toilette (ilmvatn).
Flestir karlmenn eru líka farnir að
spá mikið í þeim ilmvötnum sem
þeir bera og eiga jafnvel margar
gerðir.
Einn áhugaverður kostur fyrir
áhugasama karlmenn um ilmvörn
er nýjasti ilmur Prada tískuhúsins.
hann heitir því einfalda nafni Prada
Men og mun innan tíðar koma
á markaðinn. ILmurinn skartar
líka flottri hönnun sem er einmitt
nátengd þessari „hræðslu“ karl-
manna við ilmvötn. Hugmyndin að
pumpinni sem dælir út ilminum er
fengin frá gamaldags kvenmanns-
ilmum sem voru í flöskum sem
höfðu stórar loftpumpur. Karlmenn
þurfa þó ekki að hræðast, króm og
hvassar línur gera ilmvatnsflöskuna
nógu karlmennlega til þess að
karlmenn fari ekki að finnast þeir
of kvenlegir. - sha
Sumarvörurnar anga af hressleika sumars-
ins.
Ilmur af gulu sumri
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI