Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 46
GÁMAFÉLAGIÐ KEMUR TIL HJÁLPAR 4 | LISTAGÓÐ MENNINGARNÓTT 2006 | Dagskrá Gallerís Foldar verður með litríkara móti og líkt og fyrri ár geta gestir reynt á lukkuna og tekið þátt í listaverkahappdrætti þar sem íslensk myndlist er í verðlaun. Fyrsta Listahappið fer fram kl. 13.45 en dregið verður á hálftíma fresti, alls sautján sinnum yfir daginn en allir gestir fá happdrættismiða og geta tekið þátt. Dagskráin við Rauðarár- stíginn hefst kl. 13 en þá verður opnuð sýning á verkum eftir Þorvald Skúlason en sýningin er haldin í tilefni að 100 ár eru liðin frá fæðingu listamannsins. Í hliðarsal verður einnig opnuð sýning á verkum eftir Kjartan Guðjónsson. Listamenn munu sýna handverk sitt og vinnu, til dæmis mun Aðalbjörg Þórðardóttir vinna við olíumálun kl. 16 og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sína þrykkvinnu kl. 17. Síðdegis mun Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari flytja létt lög við undirleik en hann hefur áður troðið upp í Galleríi Fold við glimrandi undirtektir. Líkt og í fyrra mun Guðbjörg Káradóttir hafa umsjón með listasmiðju fyrir börn og leiðbeina þeim á um klukkustundarlöngu námskeiði í skemmtilegri listsköpun. Námskeiðið er ætlað börnum 12 ára og yngri og hefst hið fyrsta kl. 13.15. Laust eftir klukkan fimm verður síðan tendraður varðeldur í Listaportinu og munu skátar sjá um fjölskylduskemmtun og síðar um kvöldið verða gömlu dansarnir stignir við undirleik Hljómsveitar Hjördísar Geirsdóttur. FÚTT Í GALLERÍ FOLD Skipuleggjendur Menningarnætur hafa notið liðsinnis fjögurra ungra menningarpáfa sem sett hafa mark sitt á dagskrána í ár. Lára Jóhanna Jónsdóttir, Ólöf Haralds- dóttir, Hilmir Jensson og Sigurður Arent Jónsson voru úrræðagóð og hugmyndarík fyrir en hafa lært heilmikið af öllu tilstandinu í sumar. „Þetta kom nú eiginlega til þannig að við sóttum um Skapandi sumarstörf hjá Hinu húsinu en fengum ekki úthlutað þar,“ segir Hilmir og Sigurður bætir við að verkefnisstjóri Hins hússins, Ása Hauksdóttir, hafi síðan bent Höfuðborgarstofu, sem heldur utan um skipulagningu Menningarnætur, á starfskrafta þeirra. „Við höfum ágætis yfirsýn yfir það sem ungt fólk er að gera í listinni því við höfum öll starfað eitthvað að menningarmálum,“ útskýrir Sigurður en hópurinn sem kallar sig Gámafélagið hefur starfað einnig á vegum Hins hússins. „Því var ákveðið að við bættum okkar sýn við dagskrá Menningarnætur. Við byrjuðum með fundum og alls kyns hugmyndavinnu og svo höfum við verið í allskonar snatti og í þessum praktísku hlutum,“ segir Sigurður. Hilmir segir að markmið hátíðarinnar í ár hafi verið að breikka aldurshópinn sem sækir hana. „Hópurinn á aldrinum 16-24 ára hefur alltaf verið mesti vandræðahópurinn sem hangir niðri í bæ og við reyndum að finna lausn á því hvernig hægt væri að dreifa þessum hóp og virkja hann til þátttöku – í staðinn fyrir að vera passívir þátttakendur reynum við að fá þau til að taka þátt,“ segir hann. Meðal þeirra dagskrárliða sem verða sérstaklega sniðnir að fyrrgreindum aldurshópi er heilmikið húllumhæ sem nokkrir framhaldsskólanna í Reykjavík skipuleggja í Iðnó og stendur allan daginn. Þar verður til dæmis vegleg ljósmyndasýning og ræðukeppni þar sem þjóðþekktir mælskusnillingar takast á og dágóður skammtur af músík – hvort heldur er pönk eða klassík, auk þess sem settar verða upp leik- og tískusýningar. „Við komum líka með tillöguna að svokölluðu „open mike“ sviði sem verður á Ingólfstorgi en þar geta hljómsveitir troðið upp sér að kostnaðarlausu,“ segir Ólöf en allar græjur verða á staðnum fyrir tónlistarfólk. Hilmir bendir á sérstaka dagskrá í tengslum við sviðlistahátíðina Art Fart sem stendur yfir í húsnæði kenndu við Ó. Johnsson & Kaaber við Sætún. „Það er Samband ungs sviðlistafólks, SUS, sem stendur fyrir henni og þar verður opið hús á Menningarnótt og sýningar á hálftíma fresti.“ Lára bendir einnig á ljóðakvöld sem ný upprisna útgáfufyrirtækið Nykur stendur fyrir í Hallargarðinum. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími hjá hjálparkokkunum og nú er lokaspretturinn hafinn. „Við komumst fljótt að því að þetta er aðeins meiri vinna en maður hugsaði sér. Öll þessi samskipti taka sitt og maður verður að huga að viðbragðstímanum líka,“ segir Hilmir. „Þetta er samt búið að vera æðislega gaman,“ bætir Sigurður við og Ólöf áréttar að einstaklega góður andi ríki í kringum hátíðina. „Hér er enginn pirringur og stress og það var alls staðar tekið vel á móti okkur. Allir eru viljugir að láta hlutina ganga upp.“ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM HÁTÍÐINA OG SPENNANDI DAGSKRÁRLIÐI MÁ FINNA Á HEIMASÍÐUNNI WWW. MENNINGARNOTT.IS.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.