Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 84
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR56 FRUMSÝND 18. ÁGÚST 9. HVER VINNUR! Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SENDU SMS SKEYTIÐ JA CAF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA FYRIR TVO. VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR FYRIR 2 DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA! Mel Gibson hlaut þriggja ára skil- orðisbundinn dóm og er gert að mæta á fundi hjá AA-samtökun- um fimm sinnum í viku næsta fjóran og hálfan mánuðinn fyrir að hafa verið tekinn með of hátt magn af áfengi í blóðinu. Gibson var sem kunnugt er handtekinn fyrir ölvunarakstur í lok júlí en það voru ef til vill ummæli hans um gyðinga sem voru hvað mesti fréttamaturinn. Leikarinn sagði gyðinga vera ábyrga fyrir öllum styrjöldum í heiminum og spurði í framhaldi hvort lögreglumaður- inn sem stoppaði hann væri gyð- ingur. Ummælin fóru mjög fyrir brjóstið á áhrifamiklu fólki í afþreyingariðnaðinum en jafn- framt komu allar helstu stór- stjörnur Bandaríkjanna Gibson til varnar. Leikarinn mældist með 0,12 prómill af áfengi í blóðinu en leyfilegt magn í Kaliforníu er 0,08. Honum var engu að síður sleppt með ákæru fyrir að hafa verið drukkinn undir stýri og að hafa ekið með opna tequila-flösku í bílnum. Gibson játaði sig sekan en mætti ekki til að hlýða á úrskurðinn. Saksóknarinn í mál- inu, Gina Satriano, sagðist vera ánægð með niðurstöðuna og kvaðst líta á þetta sem fordæmis- gefandi fyrir aðra sem ætluðu að aka undir áhrifum. Gibson bauðst til að gera for- varnarmynd sem sýndi hörmu- legar afleiðingar ölvunaraksturs en dómstóllinn gerði ekki kröfu um það. Þá var einnig úrskurðað að fjölmiðlar fengju ekki aðgang að hljóðritunum og myndbands- upptökum af handtökunni þar sem ummæli Gibsons um gyðinga hefðu ekki verið refsiverð. Gibson fékk þrjú ár skilorðisbundin MEL GIBSON Þarf að mæta fimm sinnum víku á fundi AA-samtakanna næstu mán- uðina samkvæmt dómsuppkvaðningu. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Unglingastjarnan Haley Joel Osment er í vondum málum en hann hefur verið kærður fyrir að hafa marijúana undir höndum auk þess að hafa verið tekinn fyrir ölvunarakstur. Osment, sem er einungis átján ára, gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi ef hann verður fundinn sekur um öll ákæruatriði en upp komst um leikarann þegar hann klessti bílinn sinn í júlí með þeim afleiðingum að hann rifbeins- brotnaði og brákaðist á öxl. Talsmaður Osment fékkst ekki til að gefa út yfirlýsingu en leik- arinn á að mæta fyrir dómi 19. september næstkomandi. Saksóknarinn í málinu ákvað að kæra leikarann fyrir eign á fíkniefnum og ölvunarakstur en talið er að áfengismagnið í blóð- inu á Osmount hafi verið vel yfir leyfilegu hámarki sem eru 0,08 prómill. Samkvæmt aðstoðarsak- sóknaranum Ed Green er talið að áfengismagnið hjá Osment hafi verið 0,15 og var gefin út sérstök ákæra vegna þess. Osment vakti mikla athygli fyrir ótrúlega frammistöðu í kvikmyndinni Sixth Sense og var hann tilnefnd- ur til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aukahlutverki. Hann lék einnig undir stjórn Stevens Spielberg í A.I. og á móti Kevin Spacey í Pay it Forward. Haley Joel Osment er langt því frá fyrsta barnastjarnan sem lendir í erfiðleikum með áfengi og fíkniefni. Drew Barrymore gekk næstum af sjálfri sér dauðri á unga aldri með óhóflegri áfeng- is- og fíkniefnaneyslu og þá hefur Edward Furlong (sem lék í Term- inator 2) margoft komist í kast við lögin vegna alls konar minni háttar afbrota. Ekki má gleyma Macaulay Culkin úr Home Alone- myndunum sem má muna fífil sinn fegurri en ekki er langt síðan hann var dæmdur fyrir hassreykingar. Osment í klandri HALEY JOEL OSMENT Langt frá því að vera fyrsta barnastjarnan sem lendir í erfiðleik- um með vímuefnaneyslu. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Hin árlega Tom Selleck-keppni var haldin á skemmtistaðnum Sirkus á fimmtudaginn var. Keppnin gengur út á það að föngulegir karlmenn keppa um hver hefur flottasta yfir- varaskeggið. Í fyrsta sæti var Erik, Styrmir hlaut annað sætið og Óttar Proppé hreppti þriðja sætið. Dóm- nefndin var ekki af verri endanum en hana skipuðu Ragnhildur Gísla- dóttir söngkona, Björgvin Halldórs- son söngvari, Ragnar bassaleikari í Botnleðju og fyrrverandi sigurveg- ari mottukeppninnar og Svavar Örn hárgreiðslumaður. Mikil var gleðin á Sirkus og keppendur tjölduðu öllu til var, enda ekki amalegt að vera valinn motta ársins. -áp Motta er máttur ENDALAUS GLEÐI Jóhanna, Óli Hjörtur og Ýr voru í svakalegu stuði enda Mottu- keppnin orðin árlegur viðburður á Sirkus. DÓMNEFNDIN Ragnheiður Gísladóttir, Svavar Örn og Björgvin Halldórsson sjást hér stíga á svið til að kunngera úrslit kvöldsins. ÞRIÐJA SÆTIÐ Óttar Proppé er þekktur fyrir að geta brugðið sér í hin ýmsu gervi og var glæsilegur á sviðinu á Sirkus. SIGURVEGARI KVÖLDSINS Erik vann og var fagnað mjög þegar úrslitin voru kunngerð. Hann hreppti glæsileg verðlaun svo ekki sé minnst á virðinguna sem fylgir titlinum motta ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN ANNAÐ SÆTIÐ Styrmir hlaut annað sætið og skálaði við áhorfendur. „Bæjarbúar tóku mér með kost- um og kynjum. Ég kom hingað í blíðskaparveðri, hitti fyrir gott fólk og fór í félagsheimilið Víkur- bæ þar sem Ástarvikan fór fram og ég var settur inn í dagskrána,“ segir Grímur Atlason, sem tók við bæjarstjórastöðunni á Bol- ungarvík í fyrradag. „Ég sat með börnunum mínum og konu og fólk mærði okkur í bak og fyrir. Það var létt og góð stemmning, góð atriði og allt til fyrirmyndar.“ Að sögn Gríms var meðal ann- ars boðið upp á ástarpunga og kökur í félagsheimilinu. Honum þótti einnig vænt um að sveitar- stjórinn á Súðavík talaði til hans. „Ég á rætur mínar að rekja þang- að,“ segir Grímur. Grímur mætti í Ráðhúsið á Bolungarvík í gærmorgun en áður en vinnudagur hófst fór hann í sundlaugina þar í bæ. „Ég er mikill sundmaður en syndi samt aldrei. Ég fer alltaf í pottinn og þar líður mér vel. Ég fór alltaf í pottinn í Reykjavík og ætla að líka að gera það hér,“ segir Grím- ur. Bæjarstjórinn þykir nokkuð liðtækur bassaleikari og telur það ekki ólíklegt að hann muni draga fram hljóðfærið á Bolung- arvík. „Halli gamli trommarinn úr Rotþrónni er hérna. Við höfum tekið upp saman og síðan er Óli, fyrrverandi bæjarstjóri, búinn að bjóða mér að spila með sér. Bassinn og bassamagnarinn fylgja allavega með í flutninga- bílinn,“ segir Grímur bæjar- stjóri. Bæjarstjóranum tekið með kostum og kynjum FJÖLGUN Á BOLUNGARVÍK Með komu Gríms Atlasonar og fjölskyldu fjölgar fólki á Bolung- arvík enda eiga bæjarstjórinn og Helga Vala Helgadóttir, eiginkona hans, fjögur börn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.