Fréttablaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 88
60 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Þátttaka Íslands í undan-
keppni HM, sem fer fram í Kína á
næsta ári, hófst á afar jákvæðum
nótum, fyrst með sigri gegn Hvít-
Rússum á heimavelli og svo jafn-
tefli gegn einu besta liði heims,
því sænska, á útivelli. Þar með var
íslenska liðið komið með bullandi
séns á að sigra í riðlinum og
tryggja sér þannig sæti á HM í
Kína en aðeins eitt lið úr riðlinum
kemst í úrslitakeppnina.
Næst mætti liðið Tékkum á úti-
velli og tapaði leiknum. Voru það
mikil vonbrigði eftir þau góðu
úrslit sem náðust í Svíþjóð. „Það
sló okkur alveg út af laginu,“ sagði
Jörundur Áki Sveinsson landsliðs-
þjálfari við Fréttablaðið í gær. „En
það er núna mikill hugur í hópnum
og góð stemning, vonandi eru það
góð fyrirheit fyrir leikinn.“
Síðan þá hafa bæði Ísland og
Svíþjóð unnið alla sína leiki en
Tékkar tapað á heimavelli fyrir
Svíþjóð. Ísland og Tékkland eru
jöfn að stigum fyrir leikinn í dag
og því sigur nauðsynlegur í dag
ætli íslenska liðið að ná Svíum að
stigum.
„Þetta er gríðarlega mikilvæg-
ur leikur. Tékkar eru með feiki-
lega öflugt lið og það er ekkert
sjálfgefið í þessu. Þær spiluðu við
Svía á heimavelli í vor og töpuðu
naumlega, 3-2. Við höfum reyndar
átt í vandræðum með meiðsli og
veikindi í undirbúningnum en von-
andi verða allir klárir í slaginn á
morgun. Vonandi náum við þeim
úrslitum sem við viljum og þá
verður enn meiri spenna um næstu
helgi,“ sagði Jörundur Áki.
Á laugardag eftir viku kemur
sænska liðið hingað til lands og ef
Ísland vinnur í dag verður það
nánast hreinn úrslitaleikur um
hvort liðið fer til Kína. Svíum mun
þó duga jafntefli en þó að marka-
tala þeirra sé mun betri en íslenska
liðsins mun árangur innbyrðis við-
ureigna telja fyrst og þar stendur
Ísland betur, ef liðið nær að hafa
betur gegn þeim sænsku um næstu
helgi.
„Við gerum okkur grein fyrir
því að við eigum ágæta möguleika
á að komast til Kína en við erum
ekki að hugsa svo langt. Það þarf
að passa að spennustigið í leiknum
verði ekki of hátt hjá okkar leik-
mönnum.“
Jörundur segir að árangur U-21
liðsins á Norðurlandamótinu nú
fyrir skömmu sýni að það sé
aðeins tímaspursmál hvenær
íslenskt landslið verði með á stór-
móti. „Þó að við kæmumst ekki til
Kína þá mun það gerast von bráð-
ar. Kjarninn úr U-21 liðinu er nú í
landsliðinu og erum við með mjög
sterka blöndu reyndari og yngri
leikmanna í liðinu í dag.“
Leikurinn hefst klukkan 16 á
Laugardalsvelli og verður frítt á
völlinn í dag.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
ÁSTHILDUR Í BARÁTTUNNI Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir verður með í dag en
hér er hún í baráttunni í leik gegn Hvíta-Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Mætum sterkum Tékkum
Í dag klukkan 16 hefst leikur Íslands og Tékklands í undankeppni HM 2007 en
úrslitakeppnin fer fram í Kína. Ísland á raunhæfan möguleika á að tryggja sér
sæti á mótinu en þarf að vinna þá leiki sem eftir eru. Í dag eru það Tékkar.
Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur
staðið sig vel hjá sænska úrvalsdeild-
arliðinu Malmö í ár en hann kom til
liðsins um áramótin. Þangað var hann
lánaður frá enska úrvalsdeildarliðinu
Tottenham sem hann er samnings-
bundinn. Hvað tekur við í haust
er enn í lausu lofti en að öllu
óbreyttu heldur hann aftur til
Tottenham þegar tímabilið í
Svíþjóð er búið.
„Ég er samnings-
bundinn Tottenham út
tímabilið í vor og á þá
möguleika á að semja í eitt
ár til viðbótar,“ sagði Emil við
Fréttablaðið er hann var á
leiðinni aftur til Svíþjóðar frá
Austurríki þar sem hann lék
með landsliði Íslands skip-
uðu leikmönnum 21 árs og
yngri. „Ég veit í sjálfu sér ekki
hvað tekur við og reyni eins
og er að hugsa sem minnst
um það. Ég hef heyrt af áhuga
hjá Malmö að halda mér og
semja við mig og ég veit
að þeir eru ánægðir með
mig. En ég veit sjálfur ekki
fyrir víst hvað ég vil gera.“
Aðspurður segist hann
jafnvel velta fyrir sér að
fara aftur í Tottenham og
berjast fyrir sæti sínu þar.
„Ég veit að það yrði mjög
erfitt enda er liðið
búið að styrkja sig
mikið að undanförnu.
Þetta verður tíminn einn að leiða í ljós
og ætla ég að einbeita mér að því að
standa mig vel með Malmö og ná sem
flestum leikjum undir beltið.“
Hann segist þó vera orðinn þreyttur
enda hafi hann ekki fengið almennilegt
frí lengi. „Þegar tímabilinu lýkur í haust
verða komnir 16 mánuðir í röð og ég er
orðinn svolítið þreyttur.“
En hann hefur þó verið frá á þessum
tíma, bæði vegna meiðsla og veikinda.
„Þetta ár byrjaði ekki vel og ég missti
af fyrstu fimm leikjum Malmö í vor. En
síðan þá hef ég leikið vel flesta leiki
liðsins.“
Sem stendur er Malmö í 6. sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum á
eftir toppliði Hammarby.
EMIL HALLFREÐSSON: ÓVÍST HVAÐ TEKUR VIÐ Í HAUST
Áhugi hjá Malmö að semja við Emil
FÓTBOLTI Spænska félagið Espanyol
ásakar Barcelona um að hafa brotið
reglur í fyrri viðureign liðanna um
spænska Ofurbikarinn. Barcelona
vann leikinn 1-0 með marki Ludov-
ic Giuly. Þeir Carles Puyol og Xavi
spiluðu báðir leikinn en gátu hins
vegar ekki verið með spænska
landsliðinu í æfingaleiknum gegn
Íslandi á þriðjudag þar sem til-
kynnt var að þeir væru meiddir.
Framkvæmdastjóri Espanyol
segir Barcelona hafa brotið reglur
FIFA en í þeim segir að þeir leik-
menn sem ekki geti verið með í
landsleikjum vegna meiðsla megi
ekki leika með félögum sínum
næstu fimm daga eftir leik. Eiður
Smári Guðjohnsen var heldur ekki
með í landsleiknum en hann var
hins vegar allan tímann á vara-
mannabekk Börsunga. - egm
Espanyol með ásakanir:
Barcelona
braut reglur
XAVI Meiddur með landsliðinu en ekki
með Barcelona. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI William Gallas, varnar-
maður Chelsea, hefur ítrekað það
að hann vill yfirgefa enska stórlið-
ið Chelsea. „Það er enn minn vilji
að fara frá Chelsea. Ég vona að
mál mín leysist sem fyrst en það
hindrar mig samt ekki í að spila,“
sagði Gallas eftir leik Frakklands
og Bosníu.
Honum finnst að hlutirnir gangi
of hægt fyrir sig. „Liðsfélagar
mínir sjá samt til þess að mér líður
vel á æfingum,“ sagði Gallas sem
var ekki með Chelsea í æfingaferð
félagsins um Bandaríkin og var
skilinn eftir utan hóps þegar Chel-
sea mætti Liverpool um síðustu
helgi. - egm
Frakkinn William Gallas:
Ítrekar að
hann vilji fara
VILL FARA Erfiðlega virðist ganga hjá Gallas
að losna frá Chelsea. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Framarinn Heiðar Geir
Júlíusson var í vikunni við æfing-
ar hjá sænska úrvalsdeildarliðinu
Hammarby en með liðinu leika
einnig Pétur Marteinsson og
Gunnar Þór Gunnarsson. Í viðtali
við heimasíðu félagsins bar hann
dvölinni góða sögu en aðstoðar-
þjálfari liðsins, Thom Åhlund,
sagði hann ekki vera tilbúinn fyrir
sænsku úrvalsdeildina. „Þetta er
ungur strákur og kraftmikill.
Hann hleypur mikið og er góður
með bolta. En hann á nokkur ár
eftir þar til hann verður orðinn
„tilbúinn“. Það er sannarlega þess
virði að fylgjast með honum.“ - esá
Heiðar Geir hjá Hammarby:
Ekki tilbúinn
fyrir Svíþjóð
Heiðar Davíð áfram
Heiðar Davíð Bragason lék í gær
annan hringinn á Landmann-mótinu í
Svíþjóð á einu höggi undir pari. Hann
lék hringinn í gær á 71 höggi og er því
samtals á parinu eftir 36 holur. Hann var
einn af fimmtíu kylfingum sem komust
í gegnum niðurskurð og leika lokahring-
inn í dag.
> Línur farnar að skýrast
Lokaspretturinn í neðri deildum
Íslandsmótsins í fótbolta er farinn af
stað og línur farnar að skýrast. Njarð-
víkingar tryggðu sér á fimmtudag sæti
í 1. deild á næsta sumri með stórsigri
á Aftureldingu. Fimmtándu umferð
deildarinnar lýkur í dag en það verða
þrjú lið sem fara upp
úr 2. deild í ár vegna
fjölgunar í þeirri
fyrstu. Fjarðabyggð og
Reynir úr Sandgerði
eru í góðum málum í
sætunum fyrir neðan
Njarðvík. Í dag lýkur
riðlakeppninni í 3.
deild með fjölda leikja
í öllum riðlum en sex
lið hafa þegar tryggt
sæti sitt í úrslita-
keppninni sem hefst
með átta liða úrslitum
eftir viku.
Íþróttafélagið Gerpla
Upphaf vetrarstarfs Gerplu
Skráning lýkur 21. ágúst og verða stundaskrár afhentar 26. ágúst
fyrir pilta og 27. ágúst fyrir stúlkur (milli 12:00 og 15:00) í Íþrót-
tamiðstöðinni að Versölum í Kópavogi. Æfi ngar hefjast sam-
kvæmt stundaskrá 1. september.
Opinn dagur
Til að kynna starfssemi félagsins verður opinn dagur á milli kl.
12:00 og 15:00 sunnudaginn 20. ágúst að Íþróttamiðstöðinni í
Versölum. Þar gefst börnum og foreldrum tækifæri til þess að
prufa tækin og skoða þá aðstöðu sem félagið býður iðkendum
sínum.
Skráning fer fram í síma 557-4925 og með tölvupósti
gerpla@gerpla.is sjá nánar www.gerpla.is
FÓTBOLTI Chelsea er við það að kló-
festa hollenska landsliðsmiðvörð-
inn Khalid Boulahrouz frá Ham-
borg. Hann kemur til Englands í
dag og mun skrifa undir samning
eftir læknisskoðun en Steve Clark,
aðstoðarmaður Jose Mourinho,
sagði í gær að hann væri góð við-
bót við annars sterkan leikmanna-
hóp Chelsea.
Kaupin hafa líklega engin áhrif á
fyrirhuguð kaup Chelsea á Ashley
Cole frá Arsenal en eru merki um að
William Gallas fái loks að fara. - hþh
Khalid Boulahrouz:
Fer til Chelsea
FÓTBOLTI Fram vann Þrótt 1-0 í 1.
deildinni í gær. Frömurum nægði
jafntefli til að tryggja sér sæti í
Landsbankadeildinni að ári en
þeir gerðu gott betur en það og
fengu öll stigin á Valbjarnarvell-
inum. Draumur Þróttara um að
komast aftur upp fjarlægðist en
þeir eru nú í fjórða sætinu, fimm
stigum frá HK sem er í öðru sæti.
Tvö efstu liðin komast upp í
úrvalsdeildina.
Þróttarar voru skeinuhættari í
fyrri hálfleiknum þó Framarar
fengju sín færi en markalaust
var í hálfleik. Chris Vorenkamp
gekk til liðs við Fram frá ÍBV
rétt áður en félagaskiptagluggan-
um var lokað og skoraði hann
eina mark leiksins þegar sex mín-
útur voru liðnar af síðari hálfleik
en það kom eftir horn Ingvars
Ólasonar.
Um miðbik seinni hálfleiksins
gerðust Þróttarar mjög ágengir
uppi við mark Fram en herslu-
muninn vantaði. Úrslitin urðu því
1-0 fyrir Fram og því ljóst að liðið
er aftur komið upp í Landsbanka-
deildina eftir stutta dvöl í fyrstu
deild. HK-ingar eru líklegir til að
fylgja þeim upp nú þegar efstu lið
eiga aðeins eftir að leika þrjá
leiki. Fjölnir er í þriðja sæti deild-
arinnar, fimm stigum frá HK og
með stigi meira en Þróttur. - egm
Fram vann Þrótt í 1. deild karla þar sem Chris Vorenkamp skoraði eina markið:
Framarar eru komnir upp
SKOT AÐ MARKI Helgi Sigurðsson fékk tvö góð færi til að innsigla sigur Fram í seinni hálf-
leik en náði ekki að skora. Hér á hann skot að marki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON