Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 9. júli 1978 7 Otgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurftsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siftumúla 15. Simi 86300. . Kvöldsimar blaftamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verft I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 i mánufti. > Blaðaprenth.f. „Nýr flokkur á gömlum gruimi” Það var eitt af vigorðum frambjóðenda Al- þýðuflokksins fyrir kosningarnar, að hann væri ,,nýr flokkur á gömlum grunni”. Við þvi fékkst hins vegar aldrei fullnægjandi svar við hvaða grunn væri átt. Saga Alþýðuflokksins skiptist nefnilega i tvö ólik timabil. Fyrra timabilið náði frá stofnun flokksins 1916 og fram til siðari heimsstyrjald- arinnar, þegar Jón Baldvinsson, Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Vil- mundur Jónsson mótuðu mest stefnu hans. Þá var Alþýðuflokkurinn róttækur umbótaflokkur, enda allt hið merkasta, sem liggur eftir hann, frá þeim tima. Siðara timabilið hófst á heims- styrjaldarárunum, þegar flokkurinn tók að færast til hægri, en þó er ekki hægt að segja, að hann hafi alfarið snúizt til hægri stefnu fyrr en eftir 1958, þegar náið samstarf hófst milli hans og Sjálfstæðisflokksins. Svo samdauna var hann orðinn Sjálfstæðisflokknum áður en þessu samstarfi lauk, að Gylfi Þ. Gislason lýsti yfir þvi, að eiginlega hefði aldrei komið til mál- efnalegs ágreinings milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins meðan þeir sænguðu sam- an i viðreisnarstjórninni. Vegna þessarar forsögu Alþýðuflokksins, eru menn jafnnær, þótt talað sé um, að hann byggi nú á „gömlum grunni”, nema það sé skýrt jafnframt, hvort átt er við grunninn frá tið Jóns Baldvinssonar, Haraldar Guðmunds- sonar og Vilmundar Jónssonar eða hvort átt er við grunninn frá tið viðreisnarstjórnarinnar, þegar Alþýðuflokkurinn var orðinn allt annar flokkur en áður. Við þessu fékkst ekkert ótvirætt svar frá Al- þýðuflokknum fyrir kosningarnar. Þetta svar hefur hins vegar fengizt eftir kosningarnar. Benedikt Gröndal hefur skýrt frá þvi, að það sé rikjandi skoðun hjá forustusveit flokksins að koma á svonefndri nýsköpunarstjórn, en aðal- flokkar hennar yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, þótt Alþýðubandalagið fengi að fljóta með i fyrstu, — en fengi spark strax og það færi að vera eitthvað óþekkt. Þá gætu Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stjórnað einir áfram. Þá væri byggt á hinum „gamla grunni” frá tið viðreisnarstjómar- innar. Rökin fyrir þessari afstöðu leiðtoga Alþýðu- flokksins eru litið sannfærandi. Rökin eru þau, að gott sé fyrir Alþýðuflokkinn og Alþýðu- bandalagið að fá Sjálfstæðisflokkinn i stjórn með sér, þvi að hann hafi mikil itök i Verzl- unarmannasambandinu, sjómannasamband- inu og fleiri verkalýðssamtökum. Þrir saman geti þessir flokkar alveg stjórnað verkalýðs- hreyfingunni. Það mun eiga eftir að reynast hæpin kenning. Flokkarnir eiga að visu vissa verkalýðsleiðtoga, en þeir eiga ekki óbreytta liðsmenn verkalýðssamtakanna. Það fer alveg eftir aðgerðum rikisstjórnarinnar hvort þeir styðja hana eða ekki. En hvað, sem þessu liður, er það orðið ljóst, að „gamli grunnurinn”, sem Alþýðuflokkurinn byggir á, er grunnurinn frá timum viðreisnar- stjórnarinnar. Fyrir marga þá, sem nú kúsu Alþýðuflokkinn, er það vafalitið óvænt stað- reynd. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Carter er óvinsæll um þessar mundír Það getur átt eftir að breytast Carter og Perez, forseti Venezuela SKOÐANAKANNANIR, sem gerftar hafa verift að undanförnu á afstööu kjós- enda til Carters forseta, virö- ast benda til, aö hann búi viö vaxandi óvinsældir. Almenn- ingur viröist telja, aö honum veröi litiö ágengt, jafnt á sviöi innanlandsmála sem alþjóöa- mála. Sambúö hans og þings- ins sé slæm, enda þótt flokks- bræöur hans séu i miklum meirihluta I báöum þingdeild- um. Aö verulegu leyti stafi þetta af þvi, aö stefna Carters sé óljós á ýmsum sviöum og hann slái um of úr og i. Þvi viröist mörgum erfitt aö átta sig á honum. Þaö er annars ekki nýtt, aö nýr forseti njóti vinsælda á fyrsta starfsári sinu, eins og Carter lika gerði, en á ööru starfsári, en Carter er á þvi nú, fari hann aö fá mótbyr. Mótbyrinn, sem Carter hefur fengiö nú, viröist hins vegar meiri en fyrirrennarar hans hafa átt viö aö búa. Svo mikill er nú andbyrinn gegn Carter, aö fariö er aö tala um, aö hann veröi ekki forseti nema i eitt kjörtimabil. Annaö hvort muni demókratar velja annan mann til framboðs, — og er þá helzt talað um Edward Kennedy, — eða hann muni falla i sjálfum forsetakosning- unum. Meöal republikana er nú rætt um þaö i vaxandi mæli, hvaöa maöur muni lík- legastur til aö fella Carter. AREIÐANLEGA er þaö þó of fljótt aö bollaleggja um þaö nú, aö Carter veröi ekki forseti nema i eitt kjörtimabil. Viö- horf almennings getur átt eftir að breytast á þeim rúmlega tveimur árum, sem eru eftir til þess, aö flokkarnir velja frambjóöendur sfna i forseta- kosningunum 1980. T.d. má búast viö þvi, aö sambúö Carters og þingsins batni eftir þingkosningarnar i haust. Sambúð þingsins og forsetans er oft stirð fyrir þingkosning- ar, sem fara fram á miöju kjörtfmabili forseta. Þá má gera ráð fyrir, aö meiri árang- ur hafi náðst á ýmsum sviöum utanrikismála fyrir forseta- kosningarnar 1980. Carter gerir sér vel grein fyrir þvi, að frá pólitisku sjónarmiöi getur skipt meira máli fyrir hann heima fyrir aö sýna góöan árangur verka sinna i lok kjörtimabils en á miöju kjör- timabili. Hvaö, sem um Cart- er veröur sagt, efast enginn um, aö hann er pólitiskt hygg- inn i betra lagi. Annars heföi hann ekki komizt i forsetastól- inn. Margt af þvi, sem nú er fundiðCarter til foráttu, bygg- ist lika á misskilningi, sem eftir á að upplýsast. Þaö héfur veriö meiri sök þingsins en Carters aö ýmsar umbótatil- lögur hans hafa strandaö hjá þvi. t þinginu hafa ýmis sér- sjónarmiö mátt sin meira en hjá Carter. Þvi fer lika fjarri aö staöa Bandarikjanna hafi versnaö á sviöi utanrikismála Carter forseti siðan Carter tók við. Aö visu hafa nokkrar viösjár aukizt i skiptum Sovétrikjanna og Bandarikjanna á þessum tima, en þær eru ekki eins al- varlegs eölis og margir halda. Mestu skiptir, aö heldur virö- ist þokast til samkomulags milli risaveldanna um aö tak- marka framleiðslu kjarnorku- vopna. I málefnum Israels og Arabarikja hefur skapazt nýr grundvöllur, þar sem eru við- ræður tsraelsmanna og Egypta, og Rússar viröast aldrei hafa átt minna fylgi meðal Arabarikja en nú, þar sem t.d. sambúð Sovétrikj- anna og Iraks hefur kólnað. Rússar hafa misst þá aöstööu, sem þeir voru búnir að tryggja sér i Sómaliu, og óvist viröist, aö stuðningur þeirra viö Mengistu, einræöisherra Eþiópiu, færi þeim nokkurn ávinning áður en lýkur. Sagt er, aö Mengistu vilji nú ving- ast viö Bandarikjamenn á ný. Einnig virðast nú horfur á, aö hernaöaraðstoö Kúbumanna og Rússa viö stjórnina i Angola leiði til þess árangurs, sem þeir væntu sér. Meðal stjórna Bandarikjanna og Angola viröist nú hafinn viss samdráttur, eins og ráöa má af ræðu, sem Vance utanrikis- ráöherra hélt nýlega, og betur var áréttaður meö sendiför háttsetts bandarlsks em- bættismanns, McHenrys, til Angola fyrir skömmu. Carter hefur augljóslega fylgt hyggi- legri stefnu i málefnum Afriku. Sambúð Indverja og Bandarikjamanna hefur batn- aö i stjórnartið Carters. Stærsti sigur Carters á sviöi alþjóöamála, er tvimælalaust samningarnir um Panama- skuröinn, sem munu stórbæta sambúöina viö latnesku Ameriku. ÞANNIG mætti telja margt, sem hefur gerzt jákvætt á sviöi alþjóðamála I stjórnartiö Carters. Annaö hefur hins vegar gengið niöur. Lakast hefur gengiö efnahagsleg samvinna við Efnahags- bandalagiö og Japan, en um þaö veröur Bandarikjunum sizt meira kennt en t.d. Japön- um og Vestur-Þjóðverjum. Margir gera sér vonir um, aö fundur helztu leiðtoga þessara rikja, sem koma saman i Bonn I þessum mánuöi, reyn- ist árangursrikari en slikir fundir hafa veriö áður. Þegar á allt er litiö, viröist óánægjan meö Carter, sem skoöanakannanir i Bandarikj- unum hafa leitt i ljós, ekki hafa viö full rök aö styöjast. Carter hefur fengiö aö reyna, aö ekki er vinsælt aö skipa hinn æösta sess um þessar mundir. En þetta getur átt eft- ir aö breytast og þvi er of snemmt nú, aö dæma hann úr leik I forsetakosningunum 1980. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.