Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 9. júll 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku FERÐALOK þarna kyrr eins og þau hefðu verið veidd i gildru. Utast i hringnum var stórt qg föngulegt karl- dýr. Berit gekk þangað og ætlaði að klappa þvi, en hún gættiþess ekki að hundur húsbóndans var rétt á hælum hennar, en dýrin höfðu séð hundinn og voru lafhrædd. Ekki datt þeim i hug að reyna að flýja, þvi þau héldu að þau væru i tjóðri. Þetta föngulega karldýr beitti þvi eina vopninu, sem það hafði yfir að ráða. Það lagði kollhúfur og frisaði stórri gusu beint framan i Berit, en ekki hundinn sem það hræddist. Berit reyndi ekki að klappa fleiri lamadýr- um. 2. Grainger hafði aldrei minnzt á Machu Picchu, eða ferðaáætlun þangað, siðan kvöldið, sem þeir voru á Sólareyju i Titicaca-vatninu. Fjallgangan hafði tekið allan hug Árna svo han hann hafði alveg gelymt Machu Picchu. Við kvöldverðarborðið hóf Grainger aftur máls á þessu ferðalagi. Margt, sem Grainger sagði nú um þennan stað, hafði Árni aldrei heyrt fyrr, og hann undraðist, hvaðan Grainger hefði alla sina vizku. Árna minnti, að Grainger hefði verið litlu fróðari en aðrir um Machu Picchu, kvöldið, sem þeir ræddu um þennan merkilega stað á Sólarey. En þegar Árni áttaði sig betur, þá mundi hann eftir þvi, að Wilson og Grainger höfðu alltaf setið saman i sama járnbrautarklefa alla leiðina, og á þeirri leið hafði hann náð i all- an þennan visdóm hjá sinum sprenglærða ferðafélaga og vini. Nú var Grainger svo hrifinn af þessum stað, og hann sagði svo lifandi og fjörlega frá, að Berit fannst sem hún væri komin i þennan forna Inkabæ og farin að skoða þar fqrnar rústir og gamlar minjar. Hún vaknaði úr þessum fornminjadraumi við það, að umtalsefnið breyttist snögglega. „Já, það er þá fast- raðið, að við förum þangað öll. Þá fáum við að sjá þetta allt. Ég hef þegar sent skipstjóran- um á „Sunbeam” skeyti, þar sem ég lagði svo fýrir, að hann sigldi skipinu gegnum PANAMA SKURÐINN TIL Iquitos við Ainason-fljótið. Þar á hann að fá leigðan vélbát, sem getur siglt upp eftir fljótinu til Ucayali eða Urubamba. Sinchi og Mayto hafa lofað að vera með okkur, og og þeir ætla að útvega okkur múlasna til ferðarinnar i Uru- bamba-dalnum. Fyrstu 40 kilómetrana getum við farið héðan með járnbraut, og siðan langa leið á bifreiðum. Ef skipstjórinn getur útvegað véibát, get ég hugsað að við verðum um borð I „Sunbeam” eftir svo sem hálfan mánuð. Ég hlakka eins og barn til þessarar ferðar”, sagði hann að siðustu. Árni varð ekki siður undrandi en Berit, er hann heyrði þessa ferða- áætlun. I fjallgöngunni hafði hann algerlega gleymt Machu Picchu. Árni leit á Berit og sagði: „Heyrðu systir! Mér eru þetta jafn ókunnar fréttir sem þér” og reyndi að vera sannfær- andi, en af tilliti systur sinnar gat hann ráðið það, að hún trúði honum alls ekki. Henni var kunnugt um það, hve fljóthuga og ævintýra- gjarn bróðir hennar var, og Grainger hafði lika sagt, að þetta væri fast- ráðið. Nei, svona gat þetta ekki haldið áfram lengur. Annars átti Berit erfitt að taka af skarið með þessa ferð, þar sem hún hafði tekið að sér að annast Lindu og Grainger ætlaðist til, að hún kæmi með I þessa ferð. Það var heldur ekki eftirsóknarvert að snúa aftur til Lima og biða þar eftir skipsferð til Hawaii. Grainger hafði áætlað, að ferðin til Iquitos, gegnum frumskógana, tæki að- eins hálfan mánuð, og þar beið þeirra hið ágæta skip, „Sunbeam”, búið öllum þægindum. Jú, liklega yrði hún að slást i förina, en þó að- ems með einu skilyrði, að Grainger sigldi frá Iquitos beina leið til Hawaii. Þetta var fljótlega samþykkt af Grainger. Hann ætlaði einmitt beina leið heim frá Brasiliu. Ferðaáætlun hans og systkinanna féll þvi i þetta sinn alveg saman. En þó grunaði Berit það, að Grainger myndi vera ljúfari á öll loforð, af þvi að hann vildi að hún yrði sem lengst með Lindu. 3. Snemma morguns hinn27. júni fóru þau frá Cuzco með morgunlest- inni. Þá var stjórnin i Perú, einmitt að byrja á jarnbrautinni frá Cuzco i Urubambadalinn. Stjómin vonaði að inn- flytjendur kæmu nógir i dalinn, þegar járnbraut- in væri komin. I Urubambadalnum er hægt að rækta bæði kakó, sykurreir o.fl., Þegar járnbrautin væri komin, yrði greið leið milli Cuzco og Iquitos. A þessu ári voru aðeins 40 kilómetrar lagðir af þessari járnbraut. Þar sem járnbrautin endaði kom ferðafólkið að merkilegum búgarði. Þessi „búgarður” var sérkennilegt loðdýrabú, og eru enn þann dag i dag örfá loðdýrabú þeirrar tegundar i ver- öldinni. Að útliti voru þessi loðdýrabú lik refa- görðum á Islandi. Þessi loðdýr nefnast á máli Perú-búa „Chinchilla” (Chinchilla er dýrateg- und skyld kaninum og hérum. Ekkert nafn á þessari dýrategund er til á íslenzku. Aðeins til i Andesfjöllum). Berit fékk að skoða þessi merkilegu loðdýr i búrum sinum. Þar hlupu þau fram og aftur með léttum, mjúkum hreyf- ingum. Feldur þessara dýra er silkimjúkur. Á baki og hliðum eru hárin um fjögra sentimetra löng, og þau eru svo mjúk, að þau leggjast slétt og fagurlega á hvorn veginn sem þau eru strokin. Við hárrót- ina eru hárin blágrá, en um miðjuna eru breiðir hvitir hringir á hverju hári, en i broddinn eru þau dökkgrá. Þessar litabreytingar valda þvi, að feldurinn fær sér- kennilegan silfurgráan blæ. Kviðurinn og fætur eru hvitir. Wilson sagði Berit að feldur þessara dýri væri dýrasta tegund, sem þekktist i heiminum. Þetta er ekki eingöngu af þvi, að feldur þeirra er svo fallegur, heldur lika vegna þess að þessi dýr eru svo fágæt, og var feldur þeirra svo eftirsóttur, að þeim hafði nær verið útrýmt. (Aðal heimkynni þess- ara dýra eru i Andesfjöllunum, og um aldamótin siðustu var allmikið til af þeim. Um 1920 voru þau alfriðuð i Perú og Boliviu. Nú er reynt að fjölga þessum dýrum og ala þau i búr- um, en talið er óvist að þetta takist). Frá járnbrautarstöð- inni var haldið áfram i bifreiðum á leið niður i Urubambadalinn. Slétt- an var jáfnstrjálbyggð og gróðurlaus sem fyrr. Napur vindurinn næddi umhásláttuna, og Berit var helköld og þær stöll- ur báðar i opnum bilnum. Hér uppi á hásléttunni var Urubamba vatnslitil á, sem seig silalega um MARGFALDUR SIGURVEGARI! SIMCA 1508 er bíllinn sem farið hefursigurförallt frá því að hann var kjörinn bíll ársins 1976 og varð fyrstur í næturrallinu í okt. 1977. Þetta er bíllinn sem vandlátir bifreiðakaupendur vilja eignast. Fimm dyra framhjóladrifinn fjölskyIdubíll. ö Ifökull hf. Ármúla 36 - 84366 Sölumenn Chrysler-sal 83330/83454.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.