Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 26
26 Sunnudagur 9. júli 1978 Nútíminn ★ ★ ★ Tom Robinson: „Að vera sjálfum sér samkvæmur” — það er fyrsta skilyrðið í síðasta Nútíma var f jallað lítillega um nýútkomna hljómplötu Tom Robinson Band, ,,Power in the darkness", en nú er það ætlunin að f jalla aðeins nánar um Tom Robinson og er birtur hér á eftir stuttur úrdráttur úr viðtali, sem blaðamaður Sopunds, átti við hann fyrir skömmu. Fyrst er þó rétt að gera aðeins nánar grein fyrir stöðu Tom Robinson í poppheiminum í dag. Tom Robinson er 28 ára gam- all Breti og það er nú fyrst, aö hann er að komast á toppinn i poppheiminum. Hann er einn af þeim fáu brezku hljómlista- mönnum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið að undanförnu, sem nýtur vinsælda beggja vegna Atlantshafsins. Tom Robinson þykir mjög vinstri sinnaður i skoðunum og gætir þessósparti textum hans. Einn- ig er hann mjög umdeildur i Bretlandi, þar sem hann er kyn- Tom Robinson á sviðinu á hljómleikum gegn nazistum. villtur og óhræddur við aö viö- urkenna þaö. Þá hefur Robinson einnig verið mjög i sviðsljósinu að undanförnu vegna baráttu hans og annarra meðlima TRB gegn nazistum i Bretlandi, en þó að þaö hljómi ótrúlega þá hefur brezkum nazistum mj>ög vaxið fiskur um hrygg á siöustu árum og reyndar hafa þeir boðið fram i sumum kosningum þar i landi með ágætum árangri. National Front, eins og nazistaflokkurinn nefnist, lýtur stjórn Martin Webster og hefur flokkurinn óspart haft sig i frammi viö að lumbra á þeim, sem minna mega sin i Bretlandi, s.s. inn- flytjendum, sigaunum og kyn- villingum og kann það að vera ástæðan fyrir ákafa Robinsons og hans lika i baráttunni gegn National Front. En hvað um það, TRB og aðrar brezkar hljómsveitir eins og Sham 69, Clash og Bethenal hafa verið i fylkingarbrjósti þeirrar hreyf- ingar, sem hefur nefnt sig „Anti Nazi League” og hefur hreyfing þessi barizt gegn nazismanum undir kjörorðinu „Rock against Racism”, eða rokk gegn kynþáttastefnu. Barátta þessi hefur farið fram i gegn um hljómleikahald og útgáfu dreifi- bréfa, og m.a. gefur TRB'út „The TRB Rising Free Newsletter” i samráði við aðdá- endaklúbba hljómsveitarinnar. Tónlist TRB er ósköp venju- legt rokk, sen góður hljóðfæra- leikur og söngur, ásamt frábær- um textum og stórsnjallri með- ferð þeirra hefja TRB i hæsta gæðaflokk. Tom Robinson Band skipa eftirtaldir menn: „Dolphin Taylor, trommur, Danny Kustow, gitar/söngur, Mark Ambler, hljómborð og Tom Robinson, bassi/söngur. TRB undirrituðu samning við EMI hljómplötufyrirtækið i ágúst s.l., en hljómsveitin var stofnuð i janúar sama ár. 1 október i fyrra komst lagið „2-4- 6-8 Motorway á toppinn i Bret- landi og með útkomu „Power in the darkness” fyrir skömmu, virðist ekkert geta stöðvað Tom Robinson i þvi að verða heims- frægur. En svo að vikið sé að viðtali þvi, sem frá var greint hér að framan, þá átti það sér stað á heimili Robinsons i Shepherd Bush i London, en þar býr Robinson i tveggja herbergja ibúð, sem hann er mjög hreykinn af, þvi að til skamms tima bjó hann i litlu herbergi i slæmu hverfi i London, og frá 16-23 ára aldurs var hann á Finchton Manor stofnuninni, sem er heimili fyrir truflaða unglinga, en þar stofnaöi hann m.a. danshljómsveit og siöar hljómsveit, sem nefndist Dayang. En það er nú.önnur saga, og fer viðtalið við Robinson hér á eftir, mikið stytt. Nú hafa orðið miklar breyt- ingar á þinum högum á siðasta ári og í dag ert þú ein skærasta stjarna EMl hljómplötufyrir- tækisins (sem hefur m.a. Roll- ing Stones á sinum snærum). Er ekki erfitt að aðlagast þessum breyttu aðstæðum og þeim kröf- um, sem til þin eru gerðar? — Auðvitað eru þetta mikil umskipti, en min skoðun er sú, að ef þú ert sifellt gruflandi i þvi hvernig morgundagurinn verð- ur og ert alltaf með éinhverjar áhyggjur um framtiðina, þá verður reyndin sú, að þú hverf- ur smám saman upp i rassinn á sjálfum þér. Auðvitað koma þeir timar, að þú þarft að hafa áhyggjur út af einhverju og þú verður jafnframt að vera viðbú- inn þvi að geta tekið gagnrýni, hvort svo sem hún sé neikvæð eða jákvæð. Þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur, — það er fyrsta boðorðið. Ég sé að þú svarar öllum bréfum, sem þér berast frá að- dáendum sjáifur, heidur þú ekki að það verði erfiðara eftir þvi sem að frægðin eykst, að halda sambandinu við aðdáendurna? — Það má alls ekki vanmeta fólk og fara með það eins og fá- vita. Ef þú gerir það, þá hagar það sér eins og fávitar. Það er þess vegna að ég reyni að svara þessum bréfum sjálfur eftir beztu samvizku, þó að mér leið- ist löng heimskuleg bréf, en það er allt i lagi með bréf þar sem spurt er um hvernig augun i mér eru á litinn og hvort það hafi ekki verið erfitt að segja foreldrum minum að ég var öfugur. Var það erfitt? — Nei, (móðir min.er látin) þegar ég kom heim til min með vini minum, spurði faðir minn aðeins um hvort við vildum eitt herbergi eða tvö. Nú, svo að við vikjum að öðru. déAlví I nff Frá anti nazistasamkomu. Það er hljómsveitin Clash, sem er á sviðinu, en sú hljómsveit er ásamt, Sham 69, TRB og Bethenal leiðandi I baráttunni gegn nazismanum. Tom Robinson Slðan „Rock against racism” hátlðin I Hackney var haldin, þá hefur kynþáttamismununin aukizt heldur og þeir sem eru á móti innflytjendum og öðrum slikum minnihlutahópum, hafa tekið t;l við harkalegri aðgerðir en áður tíðkuðust og ekki er langt slðan innflytjandi var drepinn af þessum öflum. Hverju kennirðu um? — Það er rétt að National Front hefur hert baráttuna. En þegar fólk er farið að bera okk- ur saman við þá og blað eins og Daily Telegraph segir að um 80 þúsund drullusokkar reknir áfram af útsendurum kommún- ista, séu sifellt að berja á sára- saklausum National Front mönnum, undir merkinu ,, Rock against racism”, þá er eitthvað að, þvi að þessu er algjörlega gagnstætt farið, þvi að það eru NF menn sem sjá um að berja á fólki. Er ekki erfitt að halda sinni pólitisku skoðun og vera rokk stjarna um leið? Það getur þú bókað. Það er langt frá þvi að vera mér að skapi að ferðast um i Limósin- um, þegar ég kem fram fyrir EMI, hvort sem það er erlendis eða hérlendis og búa á lúxus hótelum og eiga svo viðtöl við blaðamenn um það sem er að gerast i „fátækrahverfum” Lundúnaborgar i dag. Það má segja að ég sé á milli steins og sleggju allan timann. orana naw . Mo_ *~nn*v*J-Le Sot ripped.off,] Hore or less ípLvs up trying... Thoy otoppod tho Social in ths Spring •nd quits a few communiots got Vun in In the win^er of »79 When Barco e cafe gone up ih namea The Vamfco boys took the blaae. The SAS took all our némee ' In the Winter of »79. GREY CQRTINA Words and Music by Tom Robinson Wisli I had a jrrey Gortina Whiplash aerial, racing trim Cortina ownor, no-nne meaner Wish tiiat I could be like him. Tvin exhaust and rusty bumper Cheving gura at trafiii 1ight Stop at red hut leave on ambor Grey Cortina oiitasi^ht Pur-lined seats arid lettered wÍNdscreen Elbo'v on tlie vindovsili Eitrht Lruck hlazinir Briicie Spiiiiiísteen Bombi*r .jacket, dre^sed lo ki 1 1 Never cop a parkinjx ticket Never seem to sliow its ujro Speed poíice too s]«»v to hick i t Grey Cortiría cot it made............. toish 1 had a jjrey Cortina toTiiplash aorial, raciiiír trim Cortina owner, no-oho^'moanor- Wisli that J coulil l»o like Uim Hér að ofan gefur að lita sýnishorn af textum Tom Robinsons. Textar þessir eru viö lög af hljómplötunni Power in the Darkness og eru þeir dæmigerðir fyrir Tom Robinson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.