Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 9. júll 1978 11 ffégtöinn Jón Þórðarson: ORÐGNÓ TTIN ER SÖM VIÐ SIG Ctgáfufyrirtækiö Skuggsjá i Hafnarfiröi gaf út fyrir jólin 1977 bók Jóns Helgasonar, ritstjóra og rithöfundar. Bókin ber heitiö Orö- spor á götu. í henni eru „Nokkrar sögur um bróöur Astvald, Grafarráöskonurnar, Stúlkurnar i tjöldunum, Guöina i Sporöhús- um, Fólkiö i Kormáksgötunni og Kjallarann I Hartmannshúsinu.” Fyrsta sagan i bókinni nefnist: Fengin Fia. Þar segir frá Arna i Gröf og hugleiöingum hans er hann sezt á gamlan þrlfót skor- öar pottinn milli hnjákollanna og seilist eftir brauöhnifnum, gripur neöst um blaöiö á honum, losar fiskinn fimlega af beinunum meö oddinum, styöur viö meö þumalfingrinum og stingur upp i sig. Þaö erhljótt i bænum og árin sem hannhefur veriö hér einn eru aö veröa fimm. Raunar eru þaö ekki bara fimm ár sem hann hefur veriö einn viö búskapar- hnaukiö, móöir hans sem upphaf- lega var innanbæjar hjá honum og oröin eins og spurningarmerki i vextinum af öllu sínu bogri var svo sem eins og engin siöustu ár- in, gamla hróiö. Hún var orðin skar og slokknaöi seinast út af, þaðer eins og maöurþekkir, þeg- ar gamalmenni gefast upp á rólunum. Þannig farast höfundi m.a. orö um sögupersónu sina, Arna i Gröf. Vitanlega fannst Arna aðkvenmaöur ættiaö vera á hverjum bæ, það sagði fólkiö og hann var á þvi s jálfur aö þaö væri heppilegast. Slikar hugsanir flögruöu að honum, þegar hann fleygöi sér upp i kalt bælið á veturna, haföi hummaö fram af sér aö kveikja upp og ekki annaö til ráöa en aö sofa i ullarbrókun- um. Reyndar varhann einu sinni kominn heim meö stúlku sem hann hugöist hreinlega ganga aö eiga, og búinn aö leggja hana i rúm hjá sér. Þetta var raunar áöur en móöir hans varö farlama aö þvi' marki, aö hún gæti ekki lengur boriö sig um. En þeim lynti ekki konunum nema stuttan tima meöan nýjabrumiö var. Þaö gekk i gylfrum hjá þeim, þegar nýjabrumiö var af. Þaö fór aö kastast I kekki hjá þeim, þær lentu i hár saman, fóru aö ybba sig og gebba hvor framan i aðra. Móöir hans hafði haft þetta svona, en hin vildihafa þaöá aöra lund. Af þessusprattþras,agg og jag, þykkja og þumbaidaháttur, rifrildi, klögumál og grátur. Þeg- ar svarrinn var hvaö mestur stóö hann sjálfan sig stundum aö þvi frómt frá sagt, aö óska sér þeirr- ar liknar aö önnur hvor missti málið, ef ekki báöar. Þetta gekk svo langt aö einn morgun reif stúlkutötrið saman pjönkur sinar og sagði aö kerlingarskrattinn gæti haft allt eins og hún vildi fyr- ir sér, hún ynni þaö ekki til karl- manns aö búa við þennan fjanda, og snaraðist i veg fyrir áætlunar- bilinn sem auðvitaö kom á sömu stundu skeiðandi neöan úr þorp- inu. Arni haiöi ekki áræði til þess aö draga oftar fyrir kvenmann á meðan móðir hans hjaröi enda þótt hún væriorðin strá ogekkitil neins. En þegarbúið var aö husla hana, hafði hann úti öll spjót, bæöi auglýsti hann I blööum og talfæröi viö góða kunningja aö hugsa til sín, ef þeir heföu spurnir af tilkippilegu pilsi. En þetta haföi ekki borið ávöxt, hvergi orðið hraunfast, — og þó þær styngju við stafni, tvær geröu þaö þá varð fjarskalega stutt í þvi. Það er farið aö kólna, frostiö hefur hert með kvöldinu. Hann haföi ekki kveikt upp þennan dag- inn og þaö er orsök til þess: Hann var miöbik dagsins niöri i þorpi brá sér þar á simstöðina þvi hann haföi fengiö boö frá systur sinni og skildi tilmæli hennar á þann veg, aö hann ætti siöur aö tala viö hana i sveitarsimann, þvi eins og gengur spinnst skrafl og skraf út af þvi sem i hann er sagt ef bita- stætt þykir eöa eitthvaö sérlegt, rækallans kjaftagangur og sögu- burður. Þetta haföi lika veriö í þá áttina sem hann grunaöi. Systir hans vildi gera eina tilraunina enn og nú var þaö ekki ein, þær voru tvær, móöir og dóttir sem sagt mæögur og voru á hrakhól- um. Þaövar æfinlega helzt von til þess aö tjónka viö þær, sem voru áhrakhólum. Hérvarekki um aö ræðatelpu meö barn eins oghann hafði fyrst haldiö og algengast var — nei, það var kvenmaður meö móöur sina, sennilega hruma eða vangefna. En þaö var ekki bara aö honum væru þessir komumenn til reiðu, þaö fylgdi með að hann yröi aö taka við þeim strax, þvi þær voru á göt- unni og fá undir þær bil, ekki annað, það var nú eins og þaö var. óneitanlega ber þetta bráöan aö ogþað er aðhrökkva eöa stökkva. Hann ætlar aö stökkva, þaö er bezt að hann reyni þær þessar og sjái til hvort þær lukkist betur en hinar ganglóurnar sem hann hefur prófað. Það er þvi ekki annað betra til ráös að taka en aö hringja i Sigga á Flötum hann hefur jeppann á bæjarhlaðinu og biöjahann að skreppa eftir þessu. Hálfgaman veröur nú að sjá hvern skollann Siggi kemur meö i jeppanum. Hann býr til sterkt kaffi, fyllir stóru kaffikönnuna sina sötrar sjálfur tvo bolla. Aö þvibúnufer hann út á hlaö kastar af sér vatni og litur til lofts, eins og gengur. Enn er sama stillan. Hann blakar ögn viö bróöur Ast- valdi, svo aö hrökkvi af honum dettidroparnir. Skálmar siöan að fjárhúsunum til aö gefa fénu morgungjöfina. Hann gjóar aug- unum upp á veginn, þegar hann kemur úr húsunum, enda þótt hann viti mætavel aö Siggi getur ekki komið i bráö. Siöan fer hann inn nær sér i rakáhöld sápar sig og fer að reita af sér skeggbrodd- ana, skrámar sig nokkuö við raksturinn svo vætlar úr flumbrunum. Hann kann ráö við þvi rifur snifsi af gömlu Tima- blaði, vætir þau meö tungu- broddinum og skellir á skrámurnar. Viö og viö bregöur Árni sér út til þess aö huga aö mannaferðum. Timinn liöur, komið fram yfir hádegi. Loks er hann farinn aö trénast upp á þvi að þjóta þetta fram og aftur. Hann uggir ekki lengur að sér fyrr en hann heyrir gnauð i öku- tæki i hlaðvarpanum. Hann snarast út i bæjardyrnar en Siggi er þá farinn aö tina út úr honum Jón Helgason Hann sér aö þetta muni kostnaöarminna en aö setja undir þær kaupstaðardrossiu. Arni vill ekkertveraaöútbásúna hvaö upp á diskinn hefur komiö hann talar bara utan að þvi við Sigga, að hann skreppi þetta fyrir sig á jeppanum i fyrramáliö. Þaö er flutningur sem ég ætla að biðja þig aö sækja fyrir mig. Þú ferö bara til hennar Gunnu systur, þú veizt hvar hún á heima og hún garfar i þvf, sem þú átt aö koma meö til baka, það er hún, sem út- vegar þetta. Árni er ekkert uppnæmur, þótt þetta standi til, honum hefur æfinlega fundizt fullsnemmt að hlakka yfir fiski sem ekki er fastur í möskvanum. Morguninn eftir vaknar Arni snemma. Þaö bryddar á forvitni. töskur, pinkla og pokaskaufa. Hann snarast nú fram á hlaðið til aö heilsa dömunum og segir: Þetta er nú húsbóndinn á Gröf og réttir fram höndina. Komið þið sælar hér hafið þiö herragaröinn. Honum er þegar ljóst að þetta er mikil' sending. Hann gizkar á að yngri konan losi þritugt stór- geröarleg, ósvikiö landslag I bak og fyrir rétt eins og hann hafi fengiöalla Oxnadalsheiöina heim að bæjardyrum, ásamt Giljareit og Dagdvelju. Móöirin er lág og þybbin nokkuö roskinleg og sting- hölt en annars sæmileg, fljótt á litið. Þiö gangiöi bæinn segir Arni og bandar I átt til dyranna. Ég kem bráöum. Aö þessu loknu dregur hann budduna n)p úr vasa sinum og vikur sér aö Sigga. Þaö er sko borgunin. En Siggi flanar ekki aö neinu. Eftir nokkurt þref greiöir hann þaösem Siggi setur upp þótt honum þyki hann nokkuö dýr á ekki lengri ferö. Hins vegar er honum ljóst aö aöalkvenmaöur- inn er fjallmyndarlegur og ekki aö vita nema hann geti oröiö til frambúöar. Það er spjallaö vitt og breitt meðan þær drekka kaffiö. Ráös- konuefniö heitir fullu nafni Soffla en kölluöFia. Móöir hennar heitir Þuriöur. Þær eiga nú aö bera sig eftir björginni. Svo sýnir hann þeim herbergin sem hann hefur ætlaö þeim. Fia á aö fá næsta herbergi viö hann sjálfanen þegar þær tala utan aö þvi aö þær gætu veriö saman i herbergi, segir hann stutt og lag- gott: Þaö eru nógar skonsur í Gröf, éghola ekki tveimur I eina holu. Siöan bregöur hann sér i fjárhúsin, þær geta dótaö sig á meðan og skoöaö sig um. En þaö er ekkisopiö káliöþótt I ausuna sé komiö. Þaö fær hann brátt aö reyna. Þaö reynist svo að þær eiga heldur betur næsta leik. Þegar hann kemur heim úr hús- unum, hafa þær sótt i sig veðrið og nú rignir yfir hann spurning- um. Þær vilja vita alla skapaöa hluti á svipstundu. Þær spyrja um fötur og sápu og gólfkústa, mat- væli af öllum hugsanlegum teg- undum. Þær spyrja um sængur- fatnaö, boröbúnaö, dúka, eldhús- áhöld, leirvöru og allan skratt- ann. Þessum spurningum öllum er fylgt eftir meö heljarmiklum vatnsgangi i eldhúsi og meira relii um gólfklúta, kústa og sápu ekki sizt sápu. Og alltaf spyr Fia eftir einhverju, sem ekki má vanta. Þannig gengur þaö enda- laust, þetta vantar og þetta lflca, segir nýja ráöskonan. Ollu óhreinu er safnaö i hrúgu og spurt er um þvottavélina. Hún er ekki til og ekki meiningin aö kaupa þvottavél. Maöur neyöist þá til aö þvo upp á gamla mátann segir Fia snúöugt. Arni leitar uppi gamlan bala og þvottabretti og kláf undir balann. Fia fer að þvo. Hann sér aö Fia er sterk þegar hún vindur tauiö þetta er átaka- kvenmaöur, ef hún beitir sér. Þetta er gerðarleg sjón, lif i öllu landslaginu, Oxnadalsheiöin löör- andi i blessuðum svita, brjóstin hvefldog mikil eins og lóðarbelg- ir yfir balanum. En þaö er bara þetta aö dugnaöur getur haft sina fylgifiska. Atorkufólki getur fundizt, aö þaö vanti alltaf meira og meira. Maður getur ekki ætlazt til þess aö allt veröi upp á þaö fullkomnasta á svipstundu segir hún. Árni kann aö þurfa eitthvert ráörúm til aödráttanna. Jæja, hugsar Arni, og er henni þakklátur aö hún skyldi þó aðeins malda I móinn. En Fia gefur sig ekki. Þetta hefur hún sagt, þetta vill hún fá, þetta skal koma. Og þetta verður sú fjandafæla, þegar allt er komið á einn staö að hann veröur aö leita á náöir Sigga á Flðtum sem lika er niöri i þorpinu á jeppanum eins og vant er. Þó dregur hann ekki allt i búiö sem fram á var fariö, m.a. vegna þess að nöfnin á sumu af þessu tolla ekki i honum stundinni lengur, enda sumt af þvi ekki heyrt nefnt fyrr en nú. Siggi telur sig ekki hafa tima til aðstanda i þessusnatti, enaf þvi aö Arni eigi i hlut muni hann þó slá til. En þegar komið er heim aö Gröf, þá liggur honum ekkert á, enda heilsa þær Fia og Þuriður honum meö handabandi og þakka honum fyrir siöast. Þær ausa i hann kaffinuog ryöja I hann nýju sætabrauöi. Siggi breiðir úr sér og situr sem fastast. Nú liggur honum ekkert á. Loks drattast hann þó af stað. Og varla er hann búinn að setja jeppann i gang, er þær byrja aö tiunda hvaö Arni Jón Þórðarson. hefur gleymt aö kaupa. Daginn eftir veröur Arni aö fara niöur I Kaupfélag til að sækja þaö sem á vantar og aö þessu sinni hefur hann þaö skriflegt. Arna er nú orðiö umbúöalaust talaö, ljóst, aö þetta ráöskonu- stúss hefur æxlazt ööru visi en hann geröi sér I hugarlund og er þaö þó skollans skaöi, jafn blóm- leg og stæðileg manneskja og Fia er, þvi sannkölluö júfferta, þaö er hún. Þaö getur tæpast heitiö aö hann hafi stigiö fæti inn I her- bergið sem hann dreif hana i. Ekki er það þó af þvi aö hann hafi skort uppburöi eöa manndáö til þessaö taka utan um hana i eld- húsinu eða gaufast inn til hennar að kvöldlagi, þegar Þuriöur gamla var háttuö. Og þaöan af siöur er þaö af þvi, að hann haldi, aö þar sé á einhvern kotbæ að koma og vist heföi veriö gaman að hitta hana volga undir uggum eftir stórþvott. En hálfgeröur beygur hefur veriö i honum siöan hann sá hvaða ósköp hún vildi hafa á milli handanna og hyggju- vitið hefur sagt honum að rasa ekki um ráö fram. Útslagiö hefur alltaf oröið, þegar þessar hugsan- ir hafa sótt aö honum á kvöldin, að hann hefur hætt viö aö fara fram úr. Nei, þaö er vissara sem vissara er, segir hann viö sjálfan sig, og snýr sér til veggjar, endaþótt bróöir Astvaldur sé ekki hlutlaus, sem varla er von, þegar hann heyrir að Fia er vakandi hinum megin viö þiliö þvi marriö og brakið i rúmbotninum segir aö eitthvaö færist kroppurinn til. Hann hlustar, en hann liggur kyrr, hann ætlar ekki aö festast i neinni snöru er bágt kynni aö veröa aö losna úr. Þegar ein bárariser önnur vis. Ekki er langt um liöið þegar nýtt kemur til sögunnar. Siggi á Flttt- um er farinn aö venja komur sin- ar aöGröf.Hann kemur á jeppan- um á fárra daga fresti og rambar inn i eidhús eins og hann eigi þar heima og Fia dúar öll af mýkt og velsæld. Kroppurinn gengur i bylgjum, allt þetta gljúframikla landslag kvikar og þaö er hér um bil aö fifilbrekkurnar angi. Og þarna rær Siggi fram i gráöiö og skrafar um þaö, aö nú geti oröiö ofan á, að hann taki viö búinu á Flötum meö vorinu. Enn sem komiöerhefur hann þó ekki lagt I neitt af þvi sem hann segist veröa aðgeraogþessvegnaá hannekki sérlega annríkt. Að minnsta kosti situr hann og situr og gerir sig flirulegan framan i Fiu sem veör- ast upp viö þetta eins og gengur og gerist með kvenfólk, þegar blitt er látið. Arna er ekkert um þetta gefiö. Hann vill vera i friöi meö sitt kvenfólk, vill ekkert flangs utan i heimilishjálpinni sinni og ekkert hangs aövifandi manna i eldhús- inu á Gröf. En Siggi á Flötum kemur aftur og aftur, og hann spjallar og spjallar. Bregöist Arna ekki eftirtekt, þá er Fia lika farin aö horfa út traöirnar og upp á veginn, ef Siggi lætur ekki sjá sig i fáeina daga. Það er eins og hún sé ekki i rónni nema hann komi flesta daga vikunnar. Hver fjandinn er eiginlega aö gerast? Illskan grefur um sig i huga Arna. Einhvernkrók veröur hann aö láta koma á móti bragöi og honum sýnist það helzt til ráöa að snaka sér upp i hjá Fiu eitt- hvert kvöldiö og láta slag standa, bara til þess aö gera Sigga bölv- un. Einhvern grikk langar hann Framhald á bis. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.