Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 2
2 ll'iiUIÍ Sunnudagur 9. júll 1978 /" ......... ' ...... ' ........... Dufgus ODDHÖLSGÆRURNAR Þeir sem eru orðnir háðir dópinu láta sjaldan aftra sér frá þvi aö ná I það og skiptir þá litlu máli um kostn- aðinn. Þess vegna lætur Visir sig ekki muna um aö kosta mann og bll austur að Oddhóli I von um óhróöur um Sambandisl. samvinnufélaga. Og ólafur á Oddhóli bregzt ekki, hann á ymislegt I pokahorninu. Og mi hef- ur tiöarandinn breytztfrá þvi sem áður var, nú er sá beztur, sem fer með minnstan sannleik. Aður fyrr létu menn jafnan litið á sér bera ef þeir vissu litið og skildu fátt, eða urðu að athlægi ella. Nú er tiöarandinn þannig, að eftir fáu er fremur leitað en að menn skilji litiö og viti fátt. Aö sjálfsögðu verður það að fylgja meö að fávizkan og skilningsskorturinn beinist i rétta átt. 1 þvi bregzt ólafur á Oddhóli ekki. Gærur Ólafs. ólafur segir I viðtalinu viö Vlsi: „Sérstaklega er þetta helviti hart, þar sem ég gat upp á eigin eindæmi selt gærur til Danmerkur i fyrra, en viöskiptaráðu- neytið neitaöi mér”. —En þaö mun hafa verið vegna þessaöSambandið þurfti á þessum gærum að halda að ég fékk ekki útflutningsleyfið”. — Sambandið er orðið rlki i rikinuog viðerumlltil dýr á búinuþeirra, mokum fyrir þá sklt og gefum dýrum þeirra”. Svo mörg eru þau orð. Við þetta er það að sjálfsögðu að athuga, að Sam- bandið hefur aldrei „þurftá gærum Ólafs á Oddhóli að haldá' og hefur engin afskipti af þeim haft. Og Sam- bandiö mun ekki hafa nein afskipti af gærum hans nema þvi aðeins að hann óski eftir þvl sjálfur. Þab er alveg með óllkindum, ab maðurinn skuli ekki vita vib hverja hann hefur viðskipti. Þaö er einnig óskiljanlegt hvernig manninum getur dottið i hug að bera þaö á borð fyrir fólk, að hann sé að- einslitiö dýrá búiSambandsins. Sambandiö hefur ekki nokkur minnstu afskipti af afuröum búsins á Oddhóli, þar eru engin tengsl á milli. Sambandiö annast ekki sölu á neinum afurðum frá þvi búi og er þaö óviðkom- andi á allan hátt. ólafur á Oddhóli er frjáls aö öllum sinum viðskiptum af Sambandsins hálfu og mun vafa- laust verða það framvegis. Dylgjur Ólafs I garð Sam- bandsins eruþvi vægast sagt lltt smekklegar og heyra raunar undir hreinan rógburð. Útflutningur á óunnum gærum. En hvers vegna fær Ólafur á Oddhóli ekki útflutn- ingsleyfi fyrir óunnum gærum? Svarið við þeirri spurningu ætti að vera hverjum þeim sem eitthvað hefur fylgzt með þjóðmálum á tslandi undanfarin ár augljóst. Gærumálin hafa sannarlega ekki legið I lág- inni á undanförnum árum. Það hefur verið stefna þriggja siðustu rikisstjórna að fullvinna allar gærur innanlands. Ef menn hafa eitthvað við þá stefnu að athuga, þá eru stjórnmálaflokkarnir og rikisstjórnir rétti aðilinn til þess að beina gagnrýni að. A atvinnuleysisárunum 1968 og 1969 beindist athygli stjórnvalda og raunar þjóðarinnar I heild að því að finna Ieiöir til þess að auka atvinnu. Eitt af þvf sem at- hyglin beindist að var skinnaiönaðurinn. Talið var eöli- legt að stuöla að þvi, að allar gærur yrðu unnar innan- lands. I samræmi viö það ákvað Samband ísl. sam- vinnufélaga i samráði við þá sláturleyfishafa, sem hafa falið þvl gærusölu að efla skinnaiðnað sinn unz þvl marki væri náð, að Sambandið fullynni hér innanlands allar gærur, sem það fengi til sölumeðferðar. Þessi ákvörðun var tilkynnt opinberlega og á þeim tíma komuengarathugasemdir fram við þessa stefnu, en þá var rétti tlminn til gagnrýni ef menn voru þessari stefnu mótfallnir. Sambandiö hefur slðan unnið að þessu verkefni þannig að nú er þessu marki náð, en ekkert þar umfram. Hitt er svo annað mál, að tslendingar hneigjast mjög til óhófsá mörgum sviðum efnahagsmála og fleiri aðil- ar hugðust fara inn i skinnaiðnaðinn og nutu til þess fulls stuðnings stjórnvalda, og frá þvl er skemmst að segja að ekki var linnt látum fyrr en afkastageta skinnaiönaöarins var orðin nokkrum hundruðum þúsunda gærum meiri en þær gærur sem fyrir hendi eru. Þegar svo var komið skipti engum togum að gerð var sú krafa,aðSambandið gæfi öðrum eftir til vinnslu hluta af þvi magni, sem það hafði til meðferðar, og ekki linnti brigzlum um einokunartilhneigingu þegar það hugðist standa viöstefnu sina, sem þó var I algjöru samræmiviö viljaogstefnumið stjórnvalda, þegar hún var mörkuð, og raunar alls almennings I landinu. Þetta er ástæðan fyrir þvl, að tregt er um að fá útflutnings- leyfi fyrir óunnum gærum og þetta ætti að vera öllum ljóst. Þaö er stefna stjórnvalda að gærur séu unnar innanlands. Og svo er það Aiþýðubandalagið. En Ólafur á Oddhóli vill fá aö flytja út sínar gærur og hann er ekki vonlaus um að það takist. Það ráö, sem hann telur að einna helzt muni duga er að kjósa Alþýðubandalagið. Nú vill svo til að Alþýðubandalagið hefur sína gærustefnu. Það hefur tekið upp stefnu þriggja slðustu rlkisstjórna um að fullvinna allar gær- ur innanlands og kallar það Islenzka atvinnustefnu. Traust Ólafs á Alþýöubandalaginu hlýtur þvl að byggjast á þvl, a6 það svíki þetta stefnumið sitt. Það má vel vera að hægt sé að treysta þvl að Alþýðubanda- lagið svfki öll sinstefnumið en ég held að það verði að vona að jafnvel því sé vart að treýsta. Forseti alþjóðahreyfingar Kiwanismanna, Maurice Gladman. heimsótti tsland 23. mai siðastliðinn. ViO þetta tækifæri tók forseti tslands, hr. Kristján Eldjárn, á móti Maurice Gladman og Islenzkum framá* mönnum Kiwanishreyfingarinnar. A myndinni, sem tekin er viö það tækifæri, er talið frá vinstri: óiafur Jensson, umdæmisstjóri Kiwanis á tsiandi, forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, Maurice Giadman og Páil H. Pátsson, einn af frumherj- um Kiwanis á tslandi. Bændur — Bændur Við framleiðum nælonhólka í ótal stærðum fyrir heyblásara Póstsendum um allt land. ^eflayerfiH Eyjagötu 7 Símar 1-33-20 og 1-40-93 nii! Nýkomið: Islensinfr A mzmticL-ív Reiðbuxur stretch 13.900.— flauel 14.900.— Pískar frá 1.290— - 1.690— ístöð, margar tegundir, frá kr. 2.190- 10.900-— Kappreiðassxmu u iL iiti.i fjaðrir nr. 3V2- 4l/2 - Einnig tannraspar frá 13.895 Enskir Areentískir 20.370 Hnakkar vönduð vara Allar járningarvörur, hamrar, hnykkingartengur, hnífar, sex tegundir af naglbítum, nasamúlar, krossmúlar o.fl. o.fl. II jkl A C! Tþ kl HP sérverslun hestamannsins IJLKJJLíjfTLkJi KJMX I Lóuhólar 2-6. Sími 75020

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.