Tíminn - 09.07.1978, Side 14

Tíminn - 09.07.1978, Side 14
14 Sunnudagur 9. júH 1978 HJALMAR SÖDERBERG PA PINIA NUS KIRKJUFAÐIR Hjalmar Söderberg faeddist í Stokkhólmi 1869 og lézt 1941. Hann stundaði um skeið blaðamennsku og þýddi bækur m.a. þýddi hann skáldsögur eftir Anatole France á sænsku. 1898 kom út bók hans Historietter. Þar eru smásögur eða réttara sagt skissur, þar sem Söderberg bregður oft nýju og óvæntu Ijósi á hugarheim manna og atferð alla. Sagan sem hér birtist er úr Historiett- er. Eins og fram kemur gerist hún í París á þeim tíma er Dreyfus og stuðningsmenn hans voru að reyna að fá mál hans tekið til nýrrar prófunar. Dreyfusar-málið skipti frönsku þjóðinni í tvennt um árabil og vakti auk þess mikla athygli um alia Evrópu. Ég var eitt sinn á ferðalagi erlendis. Ég sá f Ijót, hæðirog f jöll, sem voruöðru vísi en hér heima. Ég kom til margra borga, þar á meðal til Parísar. París er f jörug borg og fögur. Karlmenn- irnir eru kurteisir og aðlaðandi, nema öku- karlarnir. Konurnar eru fallegar og nízkar. Eiffelturninn er þrjú hundruð metra hár, en hreinlætisaðstöðuskermarnir eru miklu lægri en heima. Strætisvagnarnir eru eins og stór hús og flestir dregnir af þremur hvítum hestum. Það er ekki hægt að f erðast með þeim af því að þeir eru alltaf troðf ullir af fólki. Eitt kvöldið hafði éa næstum orðið undireinum þeirra á breiðstrætinu en bjarg- aðist á síðustu stundu upp á stétt undir götu- Ijósi. Þarna stóð andlegrar stéttar maður í siðri svartri hempu, með kolllágan, barða- breiðan hatt. Hann var líka með bómullar- regnhlíf undir hendinni. Ég sá ekki f raman i hann af því að hatturinn skyggði á and- litið. — Þðr voruð heppinn, herra minn, sagði hann vingjarnlega. — Já herra minn, svaraði ég. Hann var eins og ég að bíða þess að kom- ast yfir götuna. Strætisvagnar og leigu- vagnarniróku fram hjá í óslitinni röð, sem aldrei virtist ætla að taka enda, og allt í kringum okkur hrópuðu blaðasalarnir svo hátt, að manni fannst maður heyra hvernig brakaði í aumingja lungunum þeirra: — La Presse! V'la la Presse! Meðan ég beið henti ég sígarettunni og tók upp sígarettuveskið til að fá mér nýja. Ég stóð þarna sem sagt og reyki sígarettu, og þegar mér fannst hún vera uppreykt henti ég henni á götuna. En sjá, þá skreið allt í einu litill og myglugrár blaðasali milli vagnhjólanna, þar sem hann var heima- vanur eins og ref ur í skógarkjarri, tók síg- arettustubbinn, stakk honum upp í sig og kveikti í honum. Og örlítið glaðari og ham- ingjusamari en áður, þaut hann niður breið- strætið með sigarettustubbinn í munninum og blaðapakkann undir hendinni og hróp- aði: — V'la la Presse! Nýjar fréttir af Dreyfus-málinu! Scheurer-Kestner átti svarta ástmey! Voilá la Presse! — Virðistþaðekki undarlegt, herra minn, spurði ég prestinn — að benda á smekk herra Scheurer-Kestner fyrir negrastúlkur (hvort sem hann er raunverulegur eða log- inn) sem eina af sönnunum fyrir afbroti Dreyfusar og sakleysi Esterhazy greifa? — O, herra minn, sagði prestur án þess að hugsa sig um. — Sé litið á málið af grunn- hyggni getur það virzt svo, en sé litið á það frá réttu sjónarhorni hlýtur manni að skil jast, að f ullkomhlega réttmætt er að sjá samhengi milli þessara atriða beggja. Að eiga negrastúlku að ástmey er alvarleg synd (þótt ekki sé það dauðasynd), það bendir til hugarfars, sem af góðum vilja og ásetningi miðar að hinu illa. Það getur ekki verið út í bláinn að Guð hef ur gert negra svo áberandi líka púkum. Að elska negrastúlku er næstum því að þrá helvíti. En séu verj- endur Dreyfusar þannig, hvernig hlýtur hann þá ekki að vera sjálfur? — En gleymiðekki, herra minn, að Drey- fus kapteinn var ekki dæmdur og fluttur í útlegð vegna eigin skapgérðargalla eða vina sinna almennt, heldur vegna tiltekins afbrots, og hafi hann ekki framið þetta af- brot... Presturinn sveiflaði bómullarregnhlíf- inni virðulega og valdsmannslega. — Ó, herra minn, greip hann fram í fyrir mér. Þér spyrjið spurningar, sem ekki er eins mikilvæg og þér haldið. Dómarar eru manneskjur og þeim getur skjáltazt. Trú- legt er, að margir saklausir séu dæmdir, en sem betur fer vita fæstir um slík tilfelli, og það er heimskulegt og glæpsamlegt að kynna þau öllum almenningi og reyna að fá þeim dómi rift, sem kveðinn hefur verið upp samkvæmt réttum lögum. Það er heimskulegt og glæpsamlegt að raska tiltrú manna á réttarfarinu vegna máls eins manns, og þar með að ýta þjóðfélaginu einu skref i nær upplausninni. Væri Dreyfus kap- teinn sannur ættjarðarvinur ætti honum að vera þetta Ijóst. Eins og málum er nú kom- ið, gæti hann ekki þjónað landi sínu betur með öðru en því að játa sekt sína. Með því að halda fram sakleysi sínu fremur hann þau landráð sem hann ef til vill var saklaus af í upphafi. En nú er farið að rigna herra minn og þér haf ið enga regnhlíf. Við eigum kannski samleið? Presturinn spennti bómullarregnhlífina nærgætnislega yfir mig og við gengum saman inn í mannþröngina í öngstrætinu Rue du Fauborg Montmartre. — Mér skilst af því, sem þér segið, herra minn, sagði ég eftir að haf a hugsað mig um drykklanga stund, að þér teljið að örlög manneskjunnar í þessu lífi, hinu jarðneska, hafi litla þýðingu. En ef þér eins og mér skilst, lítið á hlutina frá sjónarhorni eilífð- arinnar, verða þá ekki heill og ófarir þjóða eins lítilfjörleg og einstaklingsins séð frá þessu sjónarhorni? — Þetta er guðlaust tal, herra minn. Mönnum leyf istekki að líta á tímalega hluti f rá sjónarhorni eilífðarinnar. Það er hinum eilífa einum leyfilegt. — En...þér litið ekki á örlög Dreyfusar kapteins frá þessu sjónarhorni? — Alls ekki. — En, herra minn, úr því að yður sýnist litlu skipta réttlæti eða óréttlæti í meðferð dómstóla á máli hans, hafið þér þá ekki í huga hið guðlega réttlæti, sem i komandi lífi bætir fyrir það, sem mönnum hefur skjátlazt? Presturinn nam staðar og horfði á gróf- gerða skó sína, sem regnið af regnhlífinni draup á. Gasljós úr búðarglugga sló skærri birtu á andlit hans. Það var góðlyndislegt og stórkarlalegt. Hann var á svipinn eins og stærðf ræðingur eða skákmaður, sem veltir fyrir sér erfiðu dæmi. — Ekki skilyrðislaust, sagði hann að lok- um. Ég hallast í þessu atriði að þeirri skoð- un, sem Papinianus kirkjufaðir eitt sinn hélt fram. Hann áleit nefnilega, að virð- ingin fyrir mannlegu réttlæti minnkaði allt of mikið ef unnt væri að leiðrétta það með hinu guðlega. Papinianus áleit, að hið sið- ara hefði gefið hinu fyrra allan sinn kraft. Hann taldi því bæði nauðsynlegt og rétt, að sá, sem ranglega hefði verið dæmdur til dauða hér á jörð, en samkvæmt réttum lögum, væri bannsettur í öðru lífi. Þegar prestur hafði þetta mælt, hvarf íhyglin úr svip hans. Hann sagði: — Góða nótt, herra minn, — með sinni venjulegu góðlyndislegu og vingjarnlegu rödd og hvarf inn i hina þröngu og bröttu götu Notre Dame de Lorette.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.