Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 27

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 27
Sunnudagur 9. júli 1978 27 Gerrv Raffertv. Megas. Melchior Stjörnuhrap i hljómplötudómi um hina nýju plötu Tom Robinson Band í síðasta Nútíma urðu þau mistök að það varð stjörnuhrap, þ.e. eina stjörnu vantaði í dóminn. Aðeins voru birtar f jórar stjörnur, en hið rétta er að , Power in the Darkness"átti að fá FIMM STJÖRNUR og er því hér með komið á framfæri. Þá verður sú breyting gerð á hljóm- plötudómum í framtiðinni að greint verð- ur á milli íslenzkra og erlendra hljóm- platna og notuð misjöfn einkunnagjöf, því Vað það hefur sýnt sig að nær ómögulegt hefur verið að nota sama mælikvarða á gæði þessara hljómplatna. Erlendar hljómplötur munu halda sinni stjörnugjöf, en íslenzku hljómplöturnar verða vegnar og metnar í ramm-íslenzkum bókstöfum, frá A og niður í D og einnig verður notaður + og h-, eins og hefur tíðkazt í stjörnu- gjöfinni hingað til. Með þessu er vonazt til að hljómplötu- dómarnir verði sjálfum sér samkvæmari og gefi réttari mynd af okkar áliti á gæð- um viðkomandi hljómplatna. -ESE Gerry Rafferty- City to City United Artists - UAS 30104 /Fálkinn Nafnift Gerry Rafferty var til skamms tima nær óþekkt hér á landi. Þó voru nokkrir sem könnuöust viö hann frá þvf aö hann var I SteelersWheel, en þaö var þó ekki fyrr en landinn sá Gery Ráfferty i sjónvarpinu á dögunum flytja hiö gullfallega lag sitt „Baker Street”, sem hefur veriö mjög ofarlega á vinsældalista i Banda- rikjunum aö undanförnu og má segja aö Rafferty sé nú á hvers manns vörum þessa dagana. City to City er önnur sólóplata Raffertys og flokkast tónlistin á henni undir „soft rock”, þó meö aöeins country áhrifum. Lögin eru vel flest mjög hugljúf og faileg og gerir Rafferty þeim mjög góö skil. Honum til aöstoöar eru valdir hijóöfæraleikarar, flestailir session-menn, sem munu vera frekar litt þekktir hér- lendis. Þegar City to City er skoöuö ofan f kjölinn, þá veldur þaö fyrst nokkrum vonbrigöum aö flest laganna á plöt- unni viröast standa „Baker Street” nokkuö langt aö baki hvaö gæöi og melódiu varöar, en ef henni er gefiö tækifæri til þess aö fá aö snúast á fóninum I nokkur skipti i viöbót kemur i Ijós aö gæöamunurinn er ekki eins mikill og leit út fyrir I fyrstu. Ekki er hægt aö nefna nein einstök lög önnur en „Baker Street”, sem skera sig úr, þvi aö City to City er öll mjög jafngóö og loka útkoman er sú aö þetta er hin þægilegasta plata áheyrnar og hin vandaöasta i alla staöi. _ESE ★ ★ ★ ★ + Megas - Nú er ég klæddur og kominn á ról Iðunn - 004 Ég hef áöur látiö þau orö falla, aö hvergi ættu „full- oröin börn” eins gott og á Islandi, því aö hér hefur hver barnaplatan komiö út á cftir annarri og flestar hafa þær átt þaö sameiginlegt, aö gæöi þeirra hafa veriö nokkru meiri en almennt gerist um aörar islenzkar hljómplötur. Þessi orö eiga vel viö um nýjustu plötu meistara Megasar. „Nú er ég klæddur og kominn á ról”, þvi aö hún er engin undantekning frá þessari „reglu” nema siöur sé. Ég vil fyrst nefna undirleikinn, sem er i einu oröi sagt frábær og er þá ekki djúpt tekiö I árinni, en hann annast þau Guöný Guömundsdóttir, konsert- meistari Sinfóniuhljómsveitar tslands og Scott Gleckl- er, sem leikur á bassa i sömu hljómsveit. Auk þess aö sjá um undirleikinn þá eiga þau skötuhjúin drjúgan þátt I útsetningu laganna á plötunni, sem skipt er I fjóra þætti og m.a. sá Scott Gleckler aö öllu leyti um útsetningu fjóröa þáttar. Svo aö vikiö sé aö þætti Megasar, þá kemur hann sterkur út að vanda og fer létt meö aö syngja þessi gömlu barnalög, þó aö mismunandi séu. Um lögin á Melchior - Silfur- grænt Ilmvatn Iðunn - 007 Silfurgrænt Ilmvatn er fyrsta hljómplata hljóm- sveitarinnar Melchior, en reyndar er hér ekki um neitt byrjendaverk, þvi aö Melchior er oröin nokkuö gömul i hettunni og sjóuö I þessum bransa og m.a. eru nokkur laganna á plötunni allt aö f jögra ára gömul. Svo vikið sé að innihaldi Ilmvatnsins þá verður ekki annað sagt en aö hér er á ferðinni gagnrýnin plata, og fá herinn og málmblendiverksmiðjan bróðurpartinn af gagnrýninni, svo og þjóðfélagið i heild. Tónlist Melchiormanna er góð. Lögin eru falleg og undirleikur góður. Ef á að finna framlagi Melchior eitthvaö til foráttu, er það helzt það að karlraddirnar eru ekki nógu góðar, en Kristin Jóhannsdóttir skilar sinu hlut- verki vel. Þá vil ég minnast á skemmtilegan óbóleik, sem gefur plötunni ferskan blæ og frábrugöna öðrum. Þaö hefur verið sagt um Melchior að hún væri Spil- verksleg en hvort það er nú satt eða ekki, þá er Melchi- or a.m.k. jafngömul spilverkinu og hefur veriö aö þróast I gegnum árin og þvi væri e.t.v. réttast að segja, A+ plötunni þarf ekki aö fjölyröa.þau þekkja allir, þó vil ég nefna lagiö „t bólinu”, eftir Scott Gleckler, en þaö lag er byggt upp á upphafsstefum allra annarra laga á plötunni og lýsir þaö hugrenningum ungs drengs um liðinn dag (en platan fjallar aö segja má um einn dag frá morgni til kvölds I llfi drengs). Þetta lag er sér- staklega smekklega unniö og ásamt hinum myndar þaö eina órjúfanlega heild, einn dag, eitt andartak, eitt... — ESE MELCHIOR að þetta væri Melchiorstill. En hvaö um það. Þetta framlag Melchior gefur góð fyrirheit og gerir þær kröfur til hljómsveitarinnar aö hæsta plata verði enn betri og þá jafnframt með nýrra efni. —ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.