Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 24

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 24
24 Sunnudagur 9. júli 1978 Þegar biskup landsins fór þess á leit vib mig aO ég flytti hér ávarp fannst mér ég ekki geta hafnaö þvi. Þess vegna stend ég hér. Snemma á þessari öld var eitt sinn heitiö verölaunum þeim sem bezt svaraöi þessari spurningu: ,,Hvaö vantar fslenzku þjóöina mest?” Aöeins eitt svariö er mér i minni. Aillangt og djiiphugsaö kvæöi eftir Guömund Friöjóns- son á Sandi. Eitt erindiö er þetta: Brestur barnstygi og brúökaupsföt alþjóöar innri manna. lýtur Ijósþrá i lægra haldi fyrir hyggju heims. Þetta er umhugsunarvert enn þann dag i dag. Og þvi rifja ég þaö upp aö þaö á skylt viö þaö sem mér býr nii i brjósti og er I allmiklum tengslum viö dag- skrá prestastefnunnar, aö þvi er mér viröist. Er ekki nokkur ástæöa til aö spurt sé: Hvaö vantar islenzku kirkjuna mest? Ég á aö sjálfsögöu viö kirkjuna f vfötækustu merkingu — alla sem telja sig til hennar, læröa og leika —sem sagt næst- um alla landsmenn. Sumum finnst þetta efalaust barnalegt, öörum meiningar- laust og öilum fjöldanum aö minnsta kosti ofvaxiö. — Allt of flókiö og margþætt. Mér kemur heldur ekki í hug aö þvi veröi svaraö af einum eöa neinum þannig aö öllum llki. Ensum svörhafa mikiö gaun- gildi þótt þau nái ekki yfir allt, sem aö er leitaö. Svo má lika viröa viljann fyrir verkiö á þessum vettvangi sem öörum. Þess vegna hættiég á aö riöa á vaöiö ogsvara spurningunni: Hvaö vantar fslenzka kirkjuna mest? Ég slæ þann varnagla aö auövitaö kemur þar enginn samanburöur viö aörar kirkjur til greina eöa nokkurs konar úr- skuröur. Og sannast sagna er svar mitt engin uppfinning min i rauninni, Ég hef þaö frá Páli postula Þaö er þessi hvöt hans til Filippf- manna:— Veriö meö sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Efar nokkur aö akurinn yröi grænni og ávaxtarikari ef þess- ari bæn yröi almennt hlýtt 1 sem fyllstum mæli? Ekki þarf annaö en visa til þess kosningatima sem nú stendur yfir til aö sanna aö bræöralagiö og systraþeliö er ekki eins og það var I frumkirkj- unni — livað þá betra! Væri ekki æskilegt aö krist- lyndið ykist svo aö fariö væri Holtastaðakirkja I Langadal. Séra Gunnar Arnason: „Hvað vantar íslenzku þjóðina mest„? Ávarp á Prestastefnu 20. júni 1978 eftir brýningu þjóðskáldsins: Likt og allar landsins ár, leið til sjávar þreyta, eins skal fólksins hugur hár hafnar sömu leita, Höfnin sú er sigur vor sögufoldin bjarta. Lifni vilji vit og þor,' vaxi trú hvers hjarta. Ég verö aö hlaupa á frekari skýringum. Þegar ég var i guðfræöideild- inni fyrir meir en hálfri öld voru þar valdir og virtir kennarar sem ég minnist meö þökk og virðingu. En þvierekkiaöleyna, — þótt illskiljanlegt sé — aö bækurnar sem lagöar voru til grundvallar trúar- og siöfræöinni — önnur dönsk hin ensk — voru blátt áfram báöar óskiljanlegar. — Einhver guöfræðilegur grautur sem ekki var unnt aö renna niöur livaö þá melta. Úr þessu er sjálfsagt bætt fyrir löngu. Hins vegar viröist sem stól- ræðurnar séu öllu þrungnari af guöfræöi en á fyrri hiuta aldar- innar og aö kirkjusiöirnir hafi færzt i nokkuö eldra form. Ég nefni þetta aðeins vegna þess aö ég tel óvist aö kristiö hugarfar hafi aukizt stórum viö þaö. Guöfræöistefnur hafa verið óteljandi og meira og minna umdeilanlegar allt frá upphafi eins og alvitaö er. En þaö er ekki til nema eitt kristið hugarfar —og höfuðein- kenni þess er kærieikurinn. Guömundur á Sandi orti eftir- minnilegt erfiljóö eftir séra Daviö Guömundsson á Hofi, afa Davfös skálds frá Fagraskógi. Tvö erindi hljóöa svo: ,,Ilann gekk millibæjanna geröi sér far aö gefa þeim djörfung, sem ráö- þrota var, og mikla þeim fróöleik sem fá- visileiö, og fögnuö þeim veita er dauöa sins beiö. t hálfa öld gekk hann frá manni til manns á mjöUum og grjóti vors strjál- býla lands, i fyrir meö glóöir sins áhugaelds, en ábyrgö á herðum frá morgni til kvelds. Slfkir menn geta gleymzt fyrr en varir, en enginn veit hvaö áhrif þeirra vara lengi. Þaö er ótrúlegt hvaö kærleiksríkt hugarfar getur geislaö út frá sér. Svo var um Ingibjörgu Ólafsson sem hér var misskilin og vanmetin, en gat sér siöar mikinn oröstýr i Kristilegum félögum ungra kvenna á öllum Noröurlöndum. Ég átti aöeins einu sinni tal viö hana brot úr degi. En nógu lengi til aö finna enn til hugar- þrár hennar aö leiöa aöra I spor meistarans. Og hvaö hjálpfýsi hennar var einlæg. Hvaösem allri guöfræöi liöur þarfnast þjóö okkar sliks hugar- fars. Æskan er vorgróöur þjóölifs- ins. Mæöurnar og ömmurnar hafa frá landnámstiö veitt hon- um mesta skjólið og birtuna, eins og kemur fram I kvæöi Matthiasar um móöur sina: , .Enginn kenndi mér eins og þú, hiö eilifa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guöslegar myndir. Óskin var sú aö hverju barni auönaöist aö eignast sem mest af hugarfari Jesú Krists. En fátt hefur breytzt meira hérlendis á þessari öld en hagur barna og uppeldi þvi veldur mest sivaxandi fjöldi kvenna sem starfa meira eöa minna ut- an heimilis og útþensla skóla- kerfisins þar sem hlutur krist- inna fræöa er aöeins bláþráöur. Ég efa ekki aö sú sé enn ósk foreldranna aö börnin þeirra gangi á Guös vegum. Þaö sézt á þviaðnæstum öll börneruskirö og fermd. En skólagangan er svo mikil og lýjandi og hins vegar fjöl- margt girnilegt aö sjá i út- varpinu og útivistirnar tælandi — aö ekki er furöa þótt hugurinn beinist minna aö kristindómi en áöur. Þvi er skylt aö þakka æsku- lýösráöi Þjóökirkjunnar og öll- um sem ásamt prestunum leita ýmissa leiöa til aö auka trú og kristiö hugarfar barna og unglinga i nútiöinni. Ég vona og tel þaö raunar vist aö þaö eigi eftir aö þróast enn meira i framtiöinni. Égminnist einnig Hjálparstofnunar kirkjunnar meö þakklæti. Fram til þessa hefúr þvi veriö á lofti haldið sem einni Ijósustu sönnun yfirburða og ágætis trú- ar okkar aö útburöur barna var bannaður um leiö og kristnin var lögtekin. Aöal rót hans var fátæktin. En nú þegar viö sitjum viö neyzluborö allsnægtanna og karlar og konur geta valiö um fjölmargar frjóvgunarverjur eru fóstureyöingar löghelgaöar I stórum stil og fara næstum ótrúlega vaxandi. Enda ýmsir sem vilja hafa þær enn frjálsari. Hvernig samræmist þaö kristslyndinu? Ég fagna þvi aö biskupinn og fleiri hafa mælt gegn þessari styrjaldarspillingu sem er andstæö náttúrlegu manneöli, Guös vilja og kristi- legum kærleika. Og leiðir óhjá- kvæmilega til margvislegs böls og mikilla óheiUa. Bæn Jónasar kemur fram i huganum. , .Neisti Guös liknsemdar ljóm- andi skær, lifinu beztan er unaöinn fær, móöurást bliöasta börnunum háö, blessi þig jafna og efli þitt ráö Guö sem aö ávöxtinn gefur Mál mitt er á enda þvi er raunar fyrst og fremst beint aö sjálfum mér. Ég biö öllum blessunar og kirkju okkar blómgunar. Guö gefi aö okkur aukist sem mest hugarfar Jesú Krists. Amerísk bifreiðalökk Þrjár línur í öllum litum Mobil Synthetic Enamel Mobil OIL COHPORATION FORMULA Acrylic Enamel Mobil OIL CORPORATION FORMULA Acrylic Lacquer Mobil OIL CORPORATION FORMULA Einnig öll undirefni, málningasíur, vatnspappír Marson - sprautukönnur H. JÓNSSON & CO Símar 2-22-55 & 2-22-57 Brautarholti 22 - Reykjavík Ritstjóm, skrifstofa og afgreiðsla Auglýsingadeild Tímans. Auglýsið í Tímanum SIMI 85-300 Ödýr gisting Erum stutt frá miðbænum. Höfum vistleg og rúmgóö herbergi 1. manns herb. kr. 3.500- á dag 2.ja. manna frá kr. 4.500.- á dag. Fri gisting fyrir börn innan 6 ára Gistihúsið Brautarholti 22 Simar 20986 — 20950. Keflavík Blaðbera vantar strax. Upplýsinqar í síma 1373.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.