Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 9. júli 1978 « Jónas Guðmundsson, rithöfundur: Nöldur um kaffi * Nú fæst hvergi i Evrópu vont kaffi nema á Islandi Um þessar mundir er ferðamannastraumur- inn á íslandi að komast i hámark. Sama er að segja um sólarlanda- ferðir islendinga, þær eru lika í hámarki, þvi þeir sem ekki hafa ráð á þvi að ferðast um ísland, þeir bregða sér til útlanda. En hvað um það, það sem við ætlum að gera að umræðuefni nú eru ferðalögin innan- lands, og þá það sem al- mennum borgara virðist helzt vera áfátt og hvað betur má fara. íslendingar kunna ekki að hella upp á könnuna. Island hefur þá sérstööu um- fram flestar aörar þjóöir aö hér fæst ekki venjulegur bjór. Aörar þjóöir eru vanar bjórnum, hann er þjóöardrykkur, og ef ekki væri bruggaö öl, færi landbúnaöurinn á vonarvöl, þvi kornræktin bygg- ist á hinu fljótandi brauöi, og hiö fljótandi brauö, eöa bjórinn á kornræktinni. Ekki ætla ég mér þá dul, aö fara aö ræöa um bjórinn af þessu tilefni, þ.e. hvort leyfa eigi áfengt öl eöa ekki, en eitthvaö veröa feröamennirnir þó aö drekka á feröum sinum um landiö. Ég geri ekki ráö fyrir aö útlendingar komi hingaö til þess aö drekka, þaö geta þeir gert heima, en ein- hverja hressingu veröa menn þó aö fá, og þá er þaö fyrst og fremst kaffiö, sem athyglin beinist aö, og þaö er einmitt þar sem skórinn kreppir. Islenzka kaffiö er vont og ódrekkandi, þaö er aö segja „kaffi”, sem lagaö er á veitinga- húsum landsins. Aö visu eru til heiöarlegar undantekningar, en vegna meiöyröalöggjafarinnar er öröugt aö nefna einstaka staöi og kaffihús. Kinverskur vinur minn hefur sagt aö hann hafi einkum oröiö var viö tvo ógeöslega hluti á Noröurlöndum, annar er vasa- klúturinn, en hinn kaffipokinn. Vasaklúturinnsem fylltur er af hor og þveginn siöan aftur og aftur en kaffipokann taldi hann vera úr nærbuxunum hans afa. Þaö sem gerir kaffipokann þó verri, er aö hann hlýtur yfirleitt ekki gerils- neydda meöferö. Kerlingar skola pokann og vinda í höndunum og svo er byrjaö aö hella á könnuna, aftur og aftur. ,,Hótel könnur” Á islenzkum veitingahúsum eru yfirleitt notaöar stórar hótelkaffi- könnur, sem taka marga lltra af kaffi. Þaö er hugsanlegur mögu- leiki aö sæmilegt kaffi fáist úr sllkri kaffikönnu, en sá möguleiki er þó liklega aöeins fræöilegur. Yfirleitt er lagaö á sllkar könnur aö morgni dags og siöan veröur gestafjöldinn aö ráöa hversu lengi kaffiö stendur upphitaö, þar til siöasti gesturinn hefur veriö afgreiddur upp úr morgunkaffi hússins. Seinustu droparnir eru hræöilegir! Samkvæmt lauslegri athugun (tilraun heimafyrir) þá veröur kaffi sem stendur á hitaplötu svo aö segja ódrekkandi á 1—2 klukkustundum. Sérfræöingur minn i uppáhell- ingi segir mér, aö þetta stafi af þvi aö vissar oliur séu I kaffinu og þær þoli ekki stööugan hita þá fara þær að menga bragöefnin. Hann segir einnig, aö þaö sé algjör for- senda þess aö fá gott sæmilegt kaffi úr „hótelkönnu”, aö hún sé þvegin mjög rækilega og sam- vizkusamlega eftir hvern upp- áhelling. Fyrrgreindar óbragös- oliur setjast annars á könnuna innanveröa, og ef kannan er ekki hreinsuö, þá kemur sami óþverr- inn og óbragöiö strax i hiö nylag- aöa kaffi. Ég get nefnt marga staöi meö ódrekkandi kaffi, sem lagaö er á þennan hátt, en staöi meö gott kaffi má telja á fingrum annarrar handar. Vil ég þar nefna kaffibarinn á horni Banka- strætis og Laugavegar, en tek þó fram aö ég hefi ekki drukkið kaffi þar nokkuö lengi. Einna skást kaffi á veitinga- húsum er þar sem eru notaðar hnöttóttar glerkönnur, þar sem hellt er á eftir hendinni, slikar könnur gefa yfirleitt fyrirheit um þokkalegasta kaffi. Þaö er svona kanna á Skeifunni I Tryggvagötu, og þar getur maöur veriö tiltölu- lega öruggur um hressandi og hjartastyrkjandi kaffi, enda veit- ir vist ekki af eins og ástandiö er viö höfnina núna. Fleiri staöir nota hinar hnöttóttu könnur, og af þeim er prýöileg reynsla. Kaffibrúsakarlarnir Ein islenzk sérgrein I kaffiveit- ingum er þó ótalin, en þaö er kaffibrúsakaffiö. Þaö hefi ég hvergi I veröldinni séö nema á Islandi. Kaffi úr hitabrúsum og hitakönnum er oft skárra en hiö langstaöna kaffi úr hótelkönnum landsins, en þaö glatar fljótt friskleika sinum og ilmi, og hjartaræturnar veröa áfram kaldar. Kaffibrúsaveseniö er viöhaft viöa úti á landi, jafnvel i annars góöum og vel reknum hótelum, þar sem fólk virðist annars reyna aö standa i stykkinu á sem flest- um stööum. Hér hefur verið stiklaö á stóru og nöldraö um kaffiuppáheilingar á islenzkum veitingahúsum. Islenzka kaffiö viröist vera I lagi. 1 heimahúsum fær maöur yfirleitt gott kaffi hjá húsmæör- um og sum heimili eru orðlögð. Þær kunnu aö hella upp á könn- una hún Asta á Reynimel og þessar i Vesturbænum a.m.k., og maður lagöi þangaö ósjálfrátt leiö sina. Þaö viröist þvi ekki vera kaffisortin sjálf sem er þvi til fyrirstööu aö setiö er fyrir gestum meö daunillt suöuglundur á flest- um kaffihúsum og veitingahúsum landsins. Þaö er aöeins sú staö- reynd, aö eigendur kaffihúsa vilja ekki skilja, aö kaffi á aö vera gott en ekki vont. Þaö er mergurinn málsins. A ferö nýveriö noröur I land, drakk undirritaöur uppáhelling I fimm sýslum, og eftir þá reynslu, skilur maöur Hermann heitinn Jónasson, sem sagöi mér einu sinni á feröalagi, aö kaffidrykkja i sýslum landsins væri stórhættu- leg. — Hún er ekki nema örfá ár aö drepa ráöunaut, sagöi Hermann, enda lét hann yfirleitt sjóöa handa okkur fisk, þegar ég ferðaöist meö honum dálitiö um landiö fyrir allmörgum árum. Þó var þarna ofurlitil glæta. Eitt versta kaffi I Evrópu var lengi vel á Laxfossi gamia og á Akraborginni, en af óskiljanleg- um ástæöum, þá fengum viö bara þokkalegt þar aö þessu sinni, og þaö var halaö neöan úr iörum þessa notalega skips. Kaffi i útlöndum. Þeir sem mikiö hafa feröazt erlendis, hafa greint þá breyt- ingu, sem orðiö hefur á kaffilögun á meginlandinu. 1 gamla daga var hræðilegt kaffi I Bretlandi, þá muna margir, og gott ef sagan um manninn sem haföi beöiö um kaffi og sagöi viö stúlkuna: Ef þetta er kaffi, þá vil ég te, var ekki I enskubókinni sem viö lærö- um. Islendingar hlógu aö hinu vonda kaffi, og sárvorkenndu Bretum aö þurfa aö drekka þetta, og menn skildu nú hvers vegna Bretar drekka te. En nú er þetta breytt. Bretar hafa lært aö laga kaffi, og laga nú betra kaffi en áöur. Betra kaffi en tslendingar, jafnvel betra kaffi en kaffikerlingarnar I Vesturbænum og er þá mikiö sagt. Þú getur val- iö um enskt kaffi, sterkt og ilm- andi meö heitri mjólk ef vill, og þú getur fengiö expresso kaffi, en expressovélar eru nú á svo aö segja hverju einasta veitingahúsi Stööugar framfarir hafa oröið i uppahellingi um allan heim. tslenzk heimili hafa hagnýtt sér betri tækni viö kaffilögun, en þaö hafa kaffi- húsin <flest) ekki gert, og er lsland nú aö komast I algera sérstööu i kaffilögun. Versta kaffi I Evrópu er liklega á tslandi. A myndinni sjáum viö nýjasta nýtt fyrir heimili, þar á meöai tölvu- stýröa kaffikönnu og expressovél til heimabrúks. tslendingar eru bókaþjóö, en þaö gengur bara ekki einvöröungu. Túr- istar þurfa annað og fleira en bækur, þegar þeir gista þetta blessaöa land. Fjögurra ára drengur — eftir misþyrmingar 1 bæ einum I Vestur-Þýzka- landi, baröi móöir einn ungan sonsinn svo aö hann hlaut bana af en hún haföi tiökaö aö taka hann f karphúsiö frá þvi hann var i vöggu. Yfirvöld á staön- um, lögregla og barnaverndar- nefndvissu aö drengurinn sætti misþyrmingum móöurinnar, en gripu samt ekki i taumana. Þetta er ljót saga, en þvi miöur ekkert einsdæmi. Misþyrm- ingar foreldra á börnum eiga sér viöa staö, leynt og ljóst, og jafnvel viöaren margangrunar. Mörgum foreldrum fmnst þaö saklaust og á stundum nauö- synlegt aö taka i lurginn á krökkunum, þegar þau sýna af sér óþægö, en hvar á aö draga mörkin? Þaö veröur hver og einnaö geraupp viösig sjálfur, en vist er aö barsmiöanog mis- þyrmingar geta haft ófyrirsjá- anlegar afieiöingar fyrir sálar- lifbarnanna iókominni framtiö. Ekki er vitaö um aö barsmíöar á börnum hér á landi hafi haft eins alvarlegar afleiöingar og greint er frá hér I upphafi, og skulum viö láta söguna af Sieg- fried Wagner, sem birtist fyrir nokkru I þýzku blaöi, — I laus- legri þýöingu nægja. Vildi ekki iinakkarónu- súpuna sina Þaö var um hádegisbil, laugardag einn snemma árs i fyrra, aö Jóhanna Wagner, 28 ára, kallaöi á lækni heim til sin. Erhann kom á staöinn, sagöist hún halda aö sonur hennar 4. ára væri örugglega dáinn, þvi hann væri hættur aö anda. Var siöan lögrelgan kvödd á vett- vang og kom þá i ljós aö dreng- urinn haföi veriö látinn I um tvær klukkustundir. Var hann beinbrotinn og haföi fengiö inn- vortis blæöingar, m.a. haföi biætt inn á heila. Móöirin játaöi strax hiklaust fyrir furöu slegn- um lögreglumönnum, aö hafa bariö barniö, af þvi þaö heföi ekki viljaö boröa makkórónu- súpuna sina. „Ég baröi hann og þá datt hann á gólfiö og fékk blóðnasir. Þá sló ég hann meö belti og sparkaöi slöan dálitiö i hann, þar sem hann lá á gólf- inu.” Þannig hljóðaöi frásögn móöurinnar. Faömaöi hún siöan aö sér dóttur sina, Söndru, sex ára og var leidd úti lögreglubil og fhitt I fangelsi. Átti ekki að verða eins og faðirinn Meöferö Jóhönnu á Siegfried hafði löngum veriö kunn og haföi hún viöurkennt þaö fyrir nágrönnum sinum að hún þyldi ekki barniöogvildiekki aöhann yröi eins og faöir hans. Hins vegar komu vöflur á hana, er hún var spurö hvers vegna hún heföi bariö hann til dauöa. Eiginmaöur hennar, var her- maöur, og er þau bjuggu áriö 1975 I búöum hermanna, höfbu nágrannarnir tvisvar gert lézt barnaverndarnefndinni þar aö- vart vegna meðferöarinnar, sem barniö fékk, en hann var stööugt blár og marinn og piástrabur. Er fulltrúi barna- verndarnefndar sótti frúna heim, haföi hún svör á reiðum höndum. Strákurinn var bara svona mikill hrakfallabálkur og var alltaf aö detta út úr rúm- inu og reka sig á. Lét fulltrúinn þetta nægja. En mánuöi siöar, er nágrannarnir geröu aftur aö- vart, er drengurinn var aftur oröinn skreyttur marblettum, var brugöizt skjótar viö, og hann fluttur á sjúkrahús sam- dægurs, þar sem hann dvaldi I þrjá næstu mánuði. Er hann kom á sjúkrahúsið var hann meö s kurö yf ir hægri augnabrún og meö marbletti um allan skrokkinn. Samkvæmt dómsúrskuröi misstu foreldrarnir timabundiö umráöarétt yfir honum, og var hann settur i fóstur* þar var hann I nokkra mánuöi. Var for- eldrunum gert skylt aö heim- sækjahanneinu sinni 1 viku, svo þau gætu séb, hvernig ætti ab umgangast börn. Aö nokkrum mánubum liön- um var foreldrunum leyft aö taka Siegfried heim og jafn- framt leysti dómari barna- verndarnefnd undan ábyrgö og afskiptum af honum. Og eftir aö Johanna Wagner haföi skipaö þeim aö hafa sig i burtu hiö snarasta, er þeir knúöu þar eitt sinn dyra, hættu þeir og öllum afskiptum af þessu mali, sáu enda ekki ástæbu til. Hvaö Siegfried varöaöi, þá viröist allt hafa færzt I sama horf og áöur eftir heimkomu hans, og þegar yfirvöld sáu næst ástæöu til aö blanda sér I málib, var þaö of seint.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.