Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.07.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. júli 1978 15 Séö vestur yfir mótssvæöiö. Sýningarhringir eru merktir meö róm- verskum tölum. Aörar tölur: 1. Suöurbraut, 2. Stóöhestahús og skrifstofa, 3. Tjaldsvæöi, 4. Kappreiöabraut, S. Áhorfendasvæöi, 6. Keppnishestarétt, 7. Aöalhliö, 8. Hnakkageymsla, 9. Tjaidsvæöi, 10. Leirdalur. Til vinstri er leiöin niöur á Þingvelli. 100 kynbótahross, 160 gæðingar og 120 kappreiðahross á Skógarhólamóti Landssamband hestamanna- félaga var stofnaö áriö 1949 og hélt sitt fyrsta landsmót á Þing- völlum áriö eftir.og nú dagana 13.-16. júlf, mun haldiö hiö átt- unda landsmót hestamanna og aö þessu sinni munu hestamenn mætast aö Skógarhólum 1 Þing- vallasveit. Fyrsti vísir aö landsmóti var þó níu árum fyrr. Hestamanna- félagiö Fákur, beitti sér — aö áeggjan Jóns Pálssonar dýra- læknis á Selfossi — fyrir þvi, aö hestamenn frá félögunum Glaö, Faxa, Fák og Sleipni f jölmenntu riöandi á mót á Þingvöllum 28. júni 1941. Þá var ákveöið aö hittast aftur á sama staö að niu árum liönum, og var kosin fimm manna nefnd til undirbúnings þess fundar. Arangur starfs þeirrar nefndar var stofnun L.H., 18. des 1949og landsmót 6,- 9. júli, 1950. Bergur Magnússon, formaður framkvæmdanefndar landsmótsins nú, segir aö það hafi honum þótt flottasta og skemmtilegasta landsmót, sem haldið hefur verið til þessa”. Aö framkvæmd þessa 8. landsmóts standa 13 hestamannafélög af Suöur- og Suövesturlandi, ásamt L.H. og munu þessir aöil- ar skipta með sér tapi eöa gróöa, sem af mótinu veröur. Búnaöarfélag íslands á einnig drjúgan þátt I landsmótinu, en ber af þvi kostnað eingöngu. B.l. leggur landsmótinu til framkvæmdastjóra, aö þessu sinni Pétur Hjálmsson, og greiöir honum laun. Hrossaræktarráöunautur, Þorkell Bjarnason, hefur i starfi sinu hjá B.l. feröazt um land- iö allt og skoöaö og valiö kynbótahross til sýningar á mótinu og mun stjórna dómum þeirra þar. Aö siöustu má svo telja rikissjóö, aöila aö framkvæmd landsmótsins, þvi þaöan kemur verölaunafé kyn- bótahrossa, sem er lögbundin upphæö meö dýrtiöaruppbótum eftir settum reglum. Aðildarfé- lögin 13 skipta meö sér störfum viö hliövörzlu, gæzlu stóöhesta, eftirliti meö giröingum, hnakkageymslu, hreinlætisaö- stööu og öðrum störfum, sem til falla á stóru móti, þó ekki dóm- störfum viö sýningar og keppni. Oll störf félagsmanna eru lögö fram i sjálfboöavinnu og er skipt niöur i 439 vaktir, sem hver er 8 tima löng. Undirbúningur Undirbúningur hefur staöiö alllengi og eins og aö likum læt- ur hefur steytt á ýmsum skerj- um og tekizt aö sigla fram hjá öörum. Til dæmis um erfiöleika má nefna, að stjórnendur Pósts og sima ákváöu að fari menn að flykkjast út i óbyggöir, geri þeir þaö á eigin ábyrgö og þurfi ekk- ert aö vera aö hringja i aöra á meöan og veröi slys, veröur þaö aö fara sem fara vill. Þvi er mótstaðurinn sima- sambandslaus, en komiö veröur á talstöövakerfi viö umheiminn, aöallega notaöar bllatalstöövar og hjálparsveit skáta veröur á staönum alltaf viöbúin aö veita alla aöstoö, sem hún getur og þaö eru góöir haukar i horni. Ýmislegt hefur verið gert til aö bæta aöstööu á svæöinu, t.d. var byggt upp um 1500 fermetra áhorfendasvæöi, dómpallurinn fluttur til aö auövelda alla stjórnun, hreinlætisaðstaöa Þeir boöuöu tif blaöamannafundar. Frá vinstri: Klemens Jónsson, stjórnandi skemmtidagskrár, Pétur Hjálmsson, framkvæmda- stjóri, Bergur Magnússon, formaöur framkvæmdanefndar og Bjarni Ansnes, ritari framkvæmdanefndarinnar. byggö upp o.fl. Túniö á Svarta- gili var fengiö á leigu til beitar fyrir langferöahross, á Leirdal er beitargiröing fyrir sýningar- hross, þar sem eigendur sjá um þau sjálfir og auk þess eru hin gömlu beitarhólf svæöisins. Alls eru þvi 8 beitarhólf á svæöinu og á þau hafa veriö borin 25 tonn af áburöi. Tjaldstæöi hafa veriö skipu- lögö meö hreinlætisaöstööu, bæöi inni á mótsvæöinu og fjær fyrir þá sem vilja meira næöi. Hótel Valhöll hefur tekiö aö sér sölu á neyzluvörum til gesta, á svæöinu veröur til sölu mjólk, ýmsar kjötvörur o.fl. sem fólk þarf til matargeröar I útilegu og a.m.k. mjólk og kjöt selst þar á sama verði og annars staöar. Þær vörur eru háöar verölags- eftirliti. Að sjálfsögöu geta þeir sem ekki leggja stund á matar- gerö fengiö keypta tilbúna ýmsa hraörétti. En þurfi einhver að hringja, veröur hann aö skreppa niöur I Valhöll til þess, það er varla nema hálftlma reiö. Reiöleiöir til Skógarhóla úr ýmsum áttum hafa verið merktar og lagfæröar, t.d. leið Reykvikinga og nágranna um Fellsendaflóann og viöar, þeir sem koma sunnan Grafninginn þurfa nú ekki aö riöa i rykmekki meöfram þjóöveginum frá Grafningsvegamótum, heldur stefna til fjalla um ruddan og vel merktan veg og koma á fyrrnefnda leiö Reykvikinga i Einiberjalaut, um þaö bil miöja vegu milli Selkots og Brúsa- staða. Þeir sem riöa austan aö fara um merkta slóö frá Vatns- vikinni upp I gegnum þjóögarö- inn um Skógarkot yfir á Langa- stig, um hliö, sem gert hefur veriö á Þjóögarösgiröinguna og áfram til mótsvæöisins. Dagskrá Kl. 10 á miövikudagsmorgun hefjast dómar kynbótahrossa og standa þann dag allan og þann næsta og á fimmtudeginum verða einnig dæmdir gæöingar I B-flokki og söluhross kynnt. En á föstudag veröur mótiö svo formlega sett og siöan rekur hvert atriöiö annaö: kynbóta- hross kynnt, alhliða gæöingar dæmdir, unglingar keppa, undanrásir kappreiöa fara fram og gæöingaskeiö, og aö lokum kvöldvaka. A lguardag er fram haldiö i svipuöum stil en á sunnudags- morgun k. 11, hefst dagskráin meö helgistund I Hvannagjá, þar sem biskupinn, hr. Sigur- björn Einarsson, prédikar og kirkjukór Skálholts syngur. Þaðan fer aö messu lokinni, hópreiö félaganna undir fánum og forystu Bergs Magnússonar, áleiðis til mótsvæöisins og kem- ur inn á svæöiö kl. 13. Siöan flytja stórmenni ávörp og aö þvi loknu hefjast sýningar á kyn- bótahrossum og beztu gæöing- um, verölaunaafhending fer fram og aö lokum úrslit kapp- reiöa. A kvöldvökunum á föstudags- og laugardagskvöld skemmta margir ágætir hestamenn af báöum kynjum. Þar mun kenna margra grasa t.d. mun Gunnar Eyjólfsson þylja kvæöi, vonandi syngur hann þaö ekki, en Jón Sigurbjörnsson syngur hins vegar. Kolbrún Kristjánsdóttir stjórnar ýmiss konar listilegri reiö kvenna og barna og Sigurö- ur á Kirkjubæ reynir aö hafa einhvern hemil á sonum slnum Halla og Ladda, svo eitthvað sé .nefnt. Auk hestamanna verða svo margir af frægustu skemmtikröftum þjóöarinnar á Hreinn I Helgadal sá um aö merkja og lagfæra reiöleiöir. ferðinni. Kvöldvökunum stjórn- ar Klemens Jónsson en Gunnar Eyjólfsson veröur kynnir. Keppnishross ÍJr þeim um þaö bil 500 kynbóta- hrossum, sem skoöuö voru viöa um land voru valin um 100 til aö koma fram á landsmóti og er þess aö vænta, aö flest þeirra komi. Gæöingar I tveim flokk- um eru 160-170, um 40 unglingar keppa á jafnmörgum hestum i tveim flokkum, 10-12 ára og 13- 15 ára, 25 hross keppa i tölti og 10 i gæöingaskeiöi og kappreiöa- hross eru skráö 120-130, þar á meöal flest eöa öll fljótustu hross, sem vitaö er um á land- inu um þessar mundir. s.v.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.