Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 1
Síöumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiösla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Alyktun miðstjórnar Framsóknarflokksins: Tökum þátt í stjórnar- myndunarviðræðum verði þess óskað MÓL — „A fundinum var gerð samþykkt þar sem miðstjórnin fellst á að gefa þingflokknum um- boð til að taka upp stjórnar- myndunarviðræður, ef Geir Hall- grfmsson, forsætisráðherra, ósk- ar eftir þeim”, sagði Halldór E. Sigurösson, ráöherra, en Halldór var fundarstjóri á aukafundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var i gær. „Jafnhliöa var samþykkt, aö veröi geröir samningar um stjórnarmyndun, þá veröi notaö þaö ákvæöi í ll.grein flokkslag- anna, sem hljóöar þannig: Miö- stjórn skal kölluö saman og taka ákvaröanirtilstjórnarmyndunar. Mun þá miöstjórnin fjalla um þau samningsdrög”. Þetta var mjög góöur fundur, sem sést ef til vill best á þvi, aö þarna var flutt 31 ræöa af 30 ræöumönnum. Fundurinn var nokkuö langur og stóö hann I hálf- an sólarhring, ef viö teljum hléin með”, sagöi Halldór. neimsoKn í dag-heimsækir Timinn forsætisráðherrahjónin, Geir Hallgrlms- son og Ernu Finnsdóttur, Ingvar Helgason forstjóra og konu hans, Sigrlði Guðmundsdóttur og Gerði Hjörleifsdóttur verslunarstjóra. Allir eru I essinu sinu, þrátt fyrir rigninguna, sem herjaði I vikunni, enda áhugamálin á dagskrá. Sjá opnu. Eðlisfræðingar í „Þriðja ríkinu” „Móöir Heisenbergs baö móöur Himmlers ásjár,” heitir grein um aðstæður eðlisfræöinga I þriöja rlkinu, en þar eru raktir ýmsir þætt- ir úr bók Alan D.Beyerchen um þetta. Hér segir frá hvernig nasistar ráku fær- ustu stærðfræöingana viö há- skólann I Göttingen út á gaddinn, en meðal þeirra voru einmitt margir Gyöing- ar, og þar störfuðu þeir Hil- bert, Courant og Neyl, sem voru I fremstu röð á þessum tima. Einnig er sagt frá bar- áttu þeirra sem „fengu aö vera,” við ofriki kerfisins, svo sem Heisenbergs, Sommerfelds og Max von Laue. Loks má nefna þá „arlsku” eðlisfræði, sem ýmsir hliöhollir visindamenn suðu saman, sjálfum sér til framdráttar hjá valdhöfun- um. Bls. 10. „Verður að vera af hugsjón, — annars gengur það ekki!” A baksíðunni í dag er að finna frásögn af nokkrum bændum i Miðfirði, sem slegið hafa sér saman um verkun í vothey. Það er Kristinn Ásgrímsson, sem segir frá þessu merka framtaki sem bændur segja að „verði að vinna af hugsjón, annars gangi það ekki!y/ Euwe ætlar ekki í framboð STYÐUR FRIÐRIK MóL —Dr. Max Euwe hefur tjáö Skáksambandi Islands, aö hann hyggist ekki veröa viö áskorunum um aö gefa áfram kost á sér til forsetakjörs i FIDE, enda þótt hann fengi til þess stuðning. Jafn- framt lýsti hann þvi yfir, aö hann myndi með sérstakri orösendingu beina þeim tilmælum til þeirra skáksambanda, sem sent heföu honum áskoranir aö fara i fram- boð.aö greiöa Friðriki Ólafssyni, stórmeistara, atkvæöi sitt I kom- andi forsetakosningum. Þannig hljóöar fréttatilkynn- ing, sem Timanum barst frá skáksambandinu i gær. í viðtali viö Timann i gær, sagöi Einar S. Einarsson, forseti skáksam- bandsins, aö Dr. Euwe hefði haft samband við sig tii aö greina frá þessari ákvöröun sinni og munEuwesegja fjölmiölum frá henni I dag, sunnudag. „Euwe er enn að berast skeyti, sem eru bæöi meö honum og á móti. Þaö sem ég held að hafi mesturáðiö, er að hann fann fyrir mótstööu i Vestur-Evrópu. Viö höföum llka brugöist nokkuö hart viö og var honum kunnugt um þab”. ,,Þá var hann einnig mjög óánægöur meö þaö, að þremenn- ingarnir, sem öllu komu af staö, heföu sent skeyti sin inn á svæöi eitt og tvö, en þar eru lönd sem þegar hafa lýst yfirstuöning viö Friörik”. Þegar Einar var spuröur hvaöa afleiöingu þetta óvænta Euwe-mál gæti haft á möguleika Friöriks, þá svaraöi hann aö hætti skákmanna: „Staöan leit vel út i byrjun og eftir þessar flækjur (þ.e. Euwe-málið) i miötaflinu, þá erum viö komnir upp meö hag- stæðara endatafl, en hvort þaö dugi okkur til vinnings, þaö fáum viðekki að vita fyrr en 7. nóvem- ber”. 9 Eins og rúbínsteinn, var hann rauður og hreinn...’ Eðalsteinar hafa aö fornu og nýju hrifið hugi fólks og reyndar bæöi þeirra, sem aldrei hafa haft efni á aö eignast þá, sem hinna, sem glitraö hafa og Ijómað af þeim. Timinn brá sér i heim- sókn til Guðbrands Jezorzki, gullsmiðs, og rabbaði viö hann um þetta efni, en Guö- brandur kynntist heimi þeirra fjölskrúöugu viö- skipta, sem snúast um gim- steina, á námsárum sinum i Þýskalandi og hann segir frá ýmsum þekktum mönnum 1 þessum viöskiptum og frá steinaslipunarbænum Idar- Oberstein, sem er einn sá stærsti sinnar tegundar i heimi. Viðtal Atla Magnús- sonar við Guðbrand er á bls. 12-13 i blaðinu i dag. Kristmann er keikur enn „Tóm della að bækur-minar seljist ekki,” segir Krist- mann Guðmundsson, rit- höfundur, i fjörlegu spjalli við Fanneyju Ingvarsdóttur, blaðamann Timans. Krist- mann, sem nú er orðinn 76 ára er alltaf jafn keikur, þótt hann kannist viö að hann skrifi nú ekki nema 3-4 tima á dag í stað 10 áður. Viðtalið viö hann fór fram að Hrafn- istu i Hafnarfiröi, þar sem hann eyöir efri árum.bls. 18 Undraland við Ú lf lj ó t s vatnið blátt Viö úlfljótsvatn i Grafningi er miöstöö skátalifs. Allt áriö um kring eru haldin þar foringjanám- skeiö. Þangað fara skátar af suö-- vestur horninu i útilegur, sumar- búöir eru þar á hverju sumri fyrir skáta og börn og unglinga aðra. 1 júli sl. var þar haldiö skátamót og á bls. 24 og 25 i blaðinu er aö finna frásögn af starfi og leikjum þess friska flokks, sem á mótinu var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.