Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Vitið þið hvers vegna við borðum öll of mikið? Af því að eitthvað fer úr- skeiðis í stjórnborði heila okkar. Vitið þið hvers vegna við söfnum spiki þegar við verðum fyrir áhyggjum og vonbrigð- um? Af því að viðbrögð okkar eru í ólagi. Vitið þið hvers vegna við þyngjumst svo fljótt að ioknum megrunarkúr? Af því að taugar okkar senda röng boð. Vitið þið hvernig þið getið breytt þessu á fljótan, einfald- an og varanlegan hátt? Með svæðameðferð. GRENNIST MEÐ SVÆÐAMEÐFERÐ EfFrankR. Bahr læknirheföi fæözt i Kina værihann nú fræg- ur og I miklu áliti. Honum hefur nefnilega tekizt nokkuö sem þykir meiri háttar visindaafrek i Kinaveldi? Hann hefur fundiö nýjan punkt i svæöameöferö mannslfkamans. Þessi punktur eöa staöur hefur áhrif á matar- venjur okkar, matarlyst og ofát. Einfaldast væri aö segja aö þessi staöur væri á milli efri- vararinnar og nefsins. Til þess aö leysa öll vandamál i sam- bandi viö vöxt og holdafar þurf- iö þiö aöeins aö gera eitt, aö nudda þennan blett i tiu sekúnd- ur daglega. Af þeirri ástæöu kallar Bahr aöferö sina tiu sekúndna aöferöina. Þettaer aö visu alveg rétt. En i fyrsta lagi er þaö ekki alveg svona einfalt og i ööru lagi ber þaö nokkurn keim af skottu- . lækningum. Þetta eru þó engar skottu- lækningar. Þiö þurfiö að vita hvað svæðameöferö er og um- fram allt hvernig og hvers vegna hún ber árangur. Þvi eitt vitiö þið auövitað fyrir löngu. Megrunarkúrar eru eins margir og sandkorn á sjávar- strönd. Og oft er árangri heitið. Þetta hljóðar oft eitthvaö á þessa leiö. „Yfir 80% af öllum þeim sjúklingum, sem fóru eftir megrunarkúr X læknis, voru eftir eitt ár i sinni kjörþyngd”. En lesiö þetta aftur? Yfir 80% af öllum þeim... sem fóru eft- ir...” En hvaö voru þaö margir? Og hve mörg prósent gáfust upp þegartil lengdar lét? Um þaö er nær aldrei rætt. Gildar ástæöur eru fyrir þvi. Þaö eru skelfilega fáir sem fara eftir kúrunum til lengdar. Bandarikjamenn fylgdust um langan tima meö 20.000 manns, sem höföu verið of feitir en náö kjörþyngd eftir megrunarkúr. Niöurstaöan varö sú aö 95% voru aftur komnir upp i sömu þyngd og áöur eftir eitt ár — og margir voru meira aö segja nokkrum pundum þyngri. 1 Þýzkalandi léttist fólk um nokkrar milljónir punda á dag meö föstum og megrunarkúr- um. En þeim offeitufækkar ekki heldur fjölgar. Ung, feitlagin gamansöm kona hitti i mark þegar hún sagöi: „Ef ég legg saman öll kflóin, sem ég hef létzt um á siö- ustu árum þá er eiginlega ekk- ert eftir af mér”. En snúum okkur nú aö kjarna málsins. Reynum aö komast aö þvi hvers vegna við boröum og höfum þó óbeit á ofáti okkar. Hvers vegna léttum við okkur meö miklum pislum og erfiðis- munum um tíu pund til þess eins að éta þau á okkur fljótlega aft- ur. Svarið við þessum spurning- um kemur mörgum feitlögnum til aöanda léttar. Eiginlega get- um við ekki aö þessu gert. Þetta orsakast af ákveönu stjórnkerfi i heila okkar. Náttúran hefur séð svo um aö öll lifsnauðsynleg likamsstarf- semiertengd nautn.Æxlunin og fæðuöflun er mikilvægasta starfsemin. Þess vegna veita þær okkur mesta nautn. En hvers vegna borðum viö of mikið? Hvers vegna bregst mannslikaminn, þetta undra- verk fullkomnustu stjórnunar, þegar um svo einfalt atriöi er að ræða og hitaeiningaþörfina? Til er slikt stjórnkerfi. Menn vita meira aö segja hvar það er i heiladinglinum, sem er mikil- vægasta stjórnunarmiöstöö allrar likamsstarfsemi, sem óháö er viljanum svo sem önd- un, hjartsláttur, likamshiti, hungur og saöningatilfinning. Meö rannsóknum á dýrum hafa menn komizt aö eftirfar- andi: Sé ákveöinn staöur i át- miöstöðinni ertur meö straumi eöa inngjöfum, byrja tilrauna- dýrin að boröa hömlulaust. Sé annar staöur ertur foröast dýrin aötakatilsín næringu. Einungis er hægt að foröa þeim frá hung- urdauöa með þvi aö hætta til- raununum. Stjórnkerfið er sem sé fyrir hendi og það starfar einnig, En þaö starfar ekki rétt — miðaö við þær aöstæöur, sem viö búum við nú. Þeir hlutar heila okkar, sem annast þessa stjórnun eru meö elztu hlutum hans þróunarsögu- lega. Það er að segja þeir gera stöðugt ráö fyrir skorti. Þeir starfa enn eins og við værum veiðimenn og safnarar. Við slikar aöstæöur var fitu- lag ekki skaðlegt heldur mjög gagnlegt. Frummaðurinn hremmdi ekki bráö daglega. Hann leiö oft hungur og það þoldi hann aöeins meö þvi aö hafa varaforða af holdum. Frá þessum tima höfum við innbyggt kerfi — alveg eins og öll dýr — sem segir okkur aö borða eins og viö getum i okkur látiö, þá búum við að þvi þegar neyöin sverfur aö. Til þess aö láta þetta kerfi starfa er málum svo háttaö aö hungur og saðningatilfinningin eru tengdar annarri tilfinningu: matarílöngun án hungurs — matarlystinni. Þegar aöstæöur bjóða sifellt upp á rikulega og auöfengna fæöu er þetta kerfi afleitt. Ahrif þess sjást ekki aöeins á milljón- um manna heldur einnig á hús- dýrum. Meöan dýr eru villt er þetta kerfi alveg viö hæfi. Villt dýr fitna aldrei, nema þau séu aö búa sig undir að leggjast i dvala. En þegar úlfurinn varö aöheimilishundisem borinn var matur reglulega, át hann hömlulaust og spikfitnaöi, svo fremi sem honum var leyft þaö. Þróun mannsins var hin sama þegar hannhættiaö þurfa aö sjá sér sjálfur fyrir fæöu og varö að viðskiptavini stórmarkaöa. Stjórnkerfiö i heilanum, sem hafði sinn tilgang, varð að „rangstýringu”. tlr átmiðstöð- inni varð við breytt skilyrði „ofátsmiðstöö”. Ofát hefur einn ókost, sem önnur ofneyzla hefur ekki. Þaö er ókleift að venja fólk af þvi að eta. Hægt er aðlækna reykinga- mann, áfengissjúkling og meira aö segja eiturlyfjaneytanda, með þvi að taka frá honum nautnalyf hans. Þetta ráð dugir ekki við ofáti. Maðurinn þarf hvorki að reykja né drekka, né neyta heróins, en hann verður aö borða. Þess vegna er aöeins hægt aö meðhöndla ofát, með þvi aö snúa sér að þeim stað, þar sem þaö á upptök sin: i miöheilan- um. Þaðan koma boöin. Ef þau eru stöðvuö, hverfur óhófleg matarlöngun. Til þess aö gera þaö þurfum viö ekki rafbylgjur eöa lyf, sem berast til heilans. Viö getum 1 liðnum mánuðum hefur Frank Bahr hjálpað tugum sjúklinga, sem þjáðust af offitu vegna þunglyndis, streitu, hömlu- lausrar matarlystar. Sama iausnin gildir fyrir þá alla. haft áhrif á átmiöstöðina með sjálfu boðkerfi likamans. Aðferðin er einföld og hver sem ergeturnotaðhana: Þaðer svæðameðferð. Hvað er eiginlega svæðameð- ferð? Svæðameöferö er eldri systir nálastunguaöferðarinnar. Þeg- ar nálastunguaöferö er beitt er stungið i vissa staði á likaman- um. En sá sem beitir svæöa- meðferð nuddar ákveöna staöi. Þaö eru þeir staðir þar sem taugaendar eru litt varöir undir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.