Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Úlgefandi Kramsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurftsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrifstofur. frainkvæmdastjórn og auglýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Látum Vilmund kanna undirdjúpin Tveir stjórnmálamenn telja sig geta leyst efna- hagsvandann á auðveldan hátt fyrir alþýðu manna. Annar er Lúðvik Jósepsson. Hann hefur nýlega gert tillögur sinar opinberar og er óþarft að rifja þær upp hér. Tillögur hans nálgast það, að hægt sé að gera allt með engu. Hinn er Vilmundur Gylfason. Hann hefur sagt að til sé viðtækt neðanjarðarhag- kerfi, þar sem miklir fjársjóðir séu fólgnir og með þvi að ná þeim, verði lausn efnahagsvandans næsta auðveld. Kenning Vilmundar minnir á þekktan atburð á Alþingi fyrir 44 árum. Jónas Jónsson var þá að lýsa vissu pólitisku afreki Magnúsar Torfasonar og likti honum við kafarann, sem Schiller orti um eitt fræg- asta kvæði sitt og Steingrimur Thorsteinsson sneri á islenzku með miklum ágætum. Séra Sigurður Einarsson átti þá sæti á þingi. Hann dró i efa, að þingheimur væri nógu fróður um þetta ágæta verk þeirra Schillers og Steingrims og las það þvi upp á svo frábæran hátt, að ógleymanlegt er öllum, sem á hlýddu. í kvæðinu um kafarann segir Schiller frá ungum manni, sem fleygði sér af hamri fram i ólgandi brimsog, þar sem mikið hyldýpi var undir. Erindi hans var að ná gullbikar, sem kóngurinn hafði fleygt i djúpið. Enginn hugði hinum unga ofurhuga lif eftir þetta, en það ótrúlega gerðist, að hann kom aftur úr hafdjúpunum með bikarinn. í kvæðinu læt- ur Schiller kafarann meðal annars lýsa þvi, hvernig umhorfs hafi verið i undirdjúpunum. Eitt erindið i kvæðinu er á þessa leið. Þar moraði svarthrúguð sjókinda fjöld i samfelldri skriðandi kös. Klappfiskur, gaddskatan grálega köld, og griðarstór hræfiskur svam þar i ös. Með gnistandi sagtönnum gneypur og argur hinn gráðugi hár, sem er bárudjúps vargur. Nú hefur Alþingi tækifæri til að láta ævintýri um kafara gerast á nýjan leik, en með nokkuð öðrum hætti en áður. Alþingi ætti að láta kjósa rann- sóknarnefnd til að kafa i undirdjúpin og kynna sér neðanjarðarhagkerfið, sem Vilmundur Gylfason telur að þar sé að finna. Vilmundur væri sjálf- kjörinn forustumaður slikrar nefndar. Hér væri ekki um svaðilför að ræða, þar sem sjókindur og hræfiskur ógnuðu leiðangursmönnum, heldur myndu þeir mæta prúðbúnum og sællegum heildsöl- um, stórhýsaeigendum, hraðfrystihúsaeigendum og öðru sliku fólki, ef marka má lýsingar Vilmund- ar á neðanjarðarhagkerfinu. Bliðubrosið gæti þó farið af þvi, ef Vilmundur og félagar hans færu að ásælast gullið og gersemarnar, sem hann telur það fela neðanjarðar. Engin lifshætta myndi þó fylgja þessu ferðalagi. Og til mikils er að vinna, eftir þvi sem Vilmundur segir, þvi að þarna telur hann falda fjársjóði, sem muni nægja langt til þess að leysa efnahagsvandann. Þótt Vilmundur telji Framsóknarflokkinn spilltan og siðlausan, mun ekki stranda á honum að styrkja Vilmund til ferðarinnar og stuðla að þvi, að neðan- jarðarrannsóknarnefnd verði kjörin á Alþingi. ólik- legt er, að frekar strandi á Alþýðubandalaginu eða Sjálfstæðisflokknum. Meira að segja gætu viðbrögð Sjálfstæðisflokksins orðið svo góð, að hann léði Vil- mundi kappa eins og Albert Guðmundsson og Sverri Hermannsson til samfylgdar. Aðbúnaðurinn ekki skepnum bjóðandi EFTIR aö Young sendiherra Bandarikjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, lét þau orð falla, að i Bandarikjunum væru hundruð og jafnvel þús- undir pólitiskra fanga, hafa risið upp viða deilur um, hverja beri að telja pólitiska fanga og hverja ekki. Um þessar mundir er þó hvergí háð harðari deila um þetta en i Norður-trlandi, og þykir lik- legt að hún eigi eftir að draga pólitiskan dilk á eftir sér. Þessi deila fylgdi i kjölfar heimsóknar yfirbiskups kaþólsku kirkjunnar i Irlandi, Thomas O’Fiaich, i Mazlfang- elsið i Long Kesh. Erkibiskup- inn hafði óskað eftir að mega heimsækja fangelsið svo að hann gæti gefið páfa skýrslu um aðbúnað fanga þar. 1 fang- elsinu eru m.a. 300 fangar, sem hafa flestir verið skæru- liðar á vegum IRA-hreyfing- arinnar, sem berst fyrir jafn- rétti kaþólskra manna i Norður-trlandi og sameiningu beggja irsku landshlutanna. Siðustu fjóra mánuðina hafa rúmlega 300fangar þar neitað að þrifa til i klefum sinum og salernum, eins og krafizt er af föngum, sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi. Aðbún- aður þeirra er þvi talinn orð- inn heilsuspillandi af þessum sökum. Neitun sina byggja fangarnir á þvi, að þeir séu pólitiskir fangar og eigi þeir að njóta sérstakra réttinda samkvæmt þvi. Erkibiskupinn dvaldi i ellefu klukkustundir i fangelsinu og kynnti sér ekki aðeins aðbúnað fanganna, heldur ræddi við þá marga og kynnti sér sögu þeira. Hann birti svo skýrslu um heimsókn sina i fangelsið tveimur dög- um siðar og mun óhætt að segja, að hún hafi vakið heimsathygli. ÞAÐ ER i stuttu máli lýsing erkibiskupsins, að fangarnir sæti aðbúnaði, sem sé langt frá þvi að vera skepnum bjóð- andi. Oþrifnaðurinn er ekki aðeins orðinn óþolandi heldur hafi verið þrengt að föngum á margvislegan annan hátt. Rúm, og borð hafi verið tekin Thomas O Fiaich erkibiskup. Koy Mason lrlandsmálaráöherra. úr klefum þeirra og stólar einnig. Þeri fái ekki blöð né bækur og ekki heldur ritföng. Þeir séu lengstum lokaðir inni og fái ekki hreint loft, nema endrum og eins. Þeir hafi bók- staflega ekki neitt sér til dægrastyttingar. Sumir fang- anna séu búnir að sæta þessari meðferð i eitt og hálft ár. Erkibiskup segir, að þvi verði ekki neitað að þessir fangar hafi sérstöðu. Þeir hafi efnt til samtaka vegna þess misréttis, sem þeir og fjöl- skyldur þeirra hafi búið við vegna trúar sinnar. Þessa sér- stöðu hafi William Whitelaw, einn af leiðtogum Ihalds- flokksins, viðurkennt þegar hann var Irlandsmálaráð- herra 1972. Þá fengu þeir sér- staka réttarstöðu en hún var felld niður 1. marz 1976 af þá- verandi Irlandsmálaráðherra Merlyn Rees. Núverandi Ir- landsmálaráðherra, Roy Ma- son, hafi látið þá skipan hald- ast áfram og þvi hafi skapazt það ástand i fangelsinu, sem áður er lýst. Enn búa 700 fang- ar við þær reglur, sem White- law hafi sett, og séu kjör þeirra allt önnur. Staða þeirra sé svipuð og striðsfanga. Erkibiskupinn krefst þess svo i nafni mannréttinda og mannúðar, að breyting verði gerð á kjörum fanganna i samræmi við þær reglur, sem giltu á árunum 1972-1976. AF HALFU hinna brezku stjórnvalda Norður-lrlands var strax brugðizt hart viö þessri frásögn biskupsins. I yfirlýsingu þeirra er haldið fram, að hér sé um venjulega glæpamenn að ræða, sem geti ekki flokkast undir pólitiska fanga. Margir þeirra hafi verið dæmdir fyrir morð á saklausu fólki, en aðrir fyrir tilraunir til að valda liftjóni. Margir séu dæmdir fyrir skemmdir á mannvirkjum. Engar pólitiskar ástæður geti réttlætt þessi verk þeirra. Það sélika þeim sjálfum að kenna, að þeir njóti ekki sæmilegrar fangavistar. Með þvi að neita að hlýða settum reglum, hafi þeir kallað yfir sig þá aðbúð, sem þeir sæta nú. Strax og þeir hlýði reglum, verði þessu breytt i eðlilegt horf. Þá árétta stjórnarvöldin þá stefnu sina, að enginn sem hafi verið dæmdur eftir 1. marz 1976 verði látinn njóta sérstöðu þeirrar, sem gilti á árunum 1972-1976. Hins vegar gildi hún áfram um þá, sem hafi verið dæmdir á þessu timabili. Brezk blöð styðja yfirleitt stefnu stjórnarvaldanna, m.a. Times, sem fullyrðir i forustu- grein, að rangt hafi verið af Whitelaw á sinum tima, að veita föngunum áðurgreinda sérstöðu. Blöðin láta jafn- framt i ljós þann ótta, að lýs- ingar erkibiskupsins geti orðið til að herða andstöðuna gegn Bretum og þeim stjórnarhátt- um, sem nú rikja i Norður-tr- landi. Sennilega verður aldrei frið- ur þar fyrr en Bretar hafa haft sig á brott og irsku landshlut- arnir hafa verið sameinaðir. Slikt er hins vegar auðveldar sagt en gert, en það er hins vegar sú eina þróun, sem er eölileg. Rétt er að geta þess, að O Fiaich erkibiskup hefur oft gagnrýnt skæruverk IRA- hreyfingarinnar og lýst sig andvigan þeim. Af þeim sök- um er umrædd greinargerð hans talin enn áhrifameiri en ella. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Biskup fordæmir brezka fangavist — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.