Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 19
Sunnudagur 6. ágúst 1978 19 bókmenntir Halldór Kristjánsson: Höfuðsynd kynslóðar- innar Poul Vad Hin litilþægu tJlfur Hjörvar islenskaði Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Siðastliðið haust kom út hjá Menningarsjóði skáldsagan Hin litilþægu eftir danska skáldið Poul Vad i þýðingu Úlfs Hjörvar. Þetta er ekki stór bók, tæpar 150 blaösíður. Hún segir frá dönsku fólki siðustu ára. Tima- tal sögunnar gæti verið þannig að hún gerist fyrir 10-15 árum og segir einkum frá fólki sem þá er um og yfir fertugt. Ekki er þetta saga mikilla atburða. Höfundur sýnir okkur umhverfi fólksins, viðbrögð þess og hugarheim. Þetta er fólk sem ekki hefur sérstakar áhyggjur af fjármálum sinum yfirleitt. Það býr i velferðar- þjóðfélagi. Félagsskap þess og samkvæmum er lýst. Það lætur eftir sér að njóta lifsins. Þó er bókin alls ekki gerö til að lýsa lifsgleði eða lifsnautn. Þetta fólk brestur slikt yfirleitt. Sögupersónur eru með ýmsu móti. Hinrik t.d., en frá honum segir einna mest, er virðulegur og vel settur skrifstofumaöur sem á sér konu sem annast heimilið vel og leggur kapp á að hafa styttur á hillum. Súsanna hins vegar lætur sér nægja appelsinukassa fyrir matarborð og hægindastól og margt er þar i milli i manngerð og búnaði. Ég held að oröið litilþæg komi ekki fyrir nema einu sinni i bók- inni. Þá er Hinrik að tala við móður Súsönnu. Hann er kom- inn þar i hugsunum sinum að hugurinn dvelur við „eitthvað i hægum æðaslætti hversdagsins, á heimili hans, i lifi barna hans, hjá vinum hans, og ööru hvoru gafst einnig ráörúm til þakklæt- is, kyrrláts þakklætis dálitla stund, eins og svali á alltof heitum sumardegi”. Honum er ljóst að lán hans og yndi á kom- andi tima er bundið viö þetta eitthvaö. En sum gömlu hugtök- in segja ekki neitt. Þau eru eiginlega oröin gagnslaus. Upp úr þessu fer konan að tala um skilningsleysi sitt. „Eöa kannske er ástæðan sú að það eru ekki gerðar jafnmiklar kröfur lengur.” „Já-á, þaö má vera. Við erum i rauninni býsna litilþæg.” Þetta er lausnarorðið. Þessi kynslóð er litilþæg. Hún er svo litilþæg að hún ætlar sér ekki verkefni sem nafn er gefandi. Hún setur sér ekki það mark að breyta heiminum. Þess vegna er hún gæfulaus. Þess vegna er hún glötuð. Daglegt brauðstrit er ekki svo erfitt og tvisýnt að það heimti hug hennar allan og alla orku. Lifið var að vissu leyti þolanlegra á hernámsárunum þegar menn lögðu sig i hættu við skemmdarverk sem ýmislegar skelfingar fylgdu. Þá var eitt- hvað i húfi, eitthvað lagt i hættu, fyrir einhverju barizt. En lifs- trúin er brostin, og þar meö er horfiö sérhvert takmark sem einhvers er vert og veizlurnar eru vanmáttug tilraun að hafa af sér leiðindi. Slik eru örlög þeirra sem eru svo litilþæg aö þau ætla sér ekki að frelsa heiminn. Það er höfuðsynd. Eitthvað þessu likt virðist mér að það sé sem Poul Vad er að sýna með þeim myndum sem hann dregur upp i þessari bók. Sjálfsagt er þetta orðalag fjar- lægt honum.En gamai þætti mér að vita hvort lesendur sjá ekki þennan hugsanaferil opnast þegar þeir hafa verið um stund i félagsskap þessa fólks sem Úlfur Hjörvar hefur hér islenzkað. H.Kr. Bændur Ekki er nauðsynlegt að kaupa HEYYFIRBREIÐSLUR á hverju ári. Yfirbreiðslur úr gervistriga fúna ekki. Fást i næsta kaupfélagi Pokagerðin Baldur Stokkseyri — Simi 99-3310 Þú tekur bíl á leigu á AKUREYR! BEYKJAVIK eg skilar honum i Reykjavík eða öffugt Meðal annarn VW-1303/ VW-sendiferðabílar, VW- Microbus — 9 sæta, Opel Ascona, Mazda, Toyota, Amigo, Lada Topas, 7- 9 manna Land Rover, Range Rðver, Blazer, Scout. Bílaleiga Akureyrar Reykjavik: Siðumúla 33, Simi 86915 Akureyri: Simar 96-21715-23515

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.