Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 6. ágúst 1978 3 Fjórir á NM unglinga í siglingum — sem haldið verður 9.-13. ágúst HR—Flugvélin sem við sjáum á þessari mynd hefur reyndar ekki séð dagsins ljós nema i hugum visindamanna. Tilheyrir hún kynslóð framtíðarinnar ef svo má segja og verður e.t.v. arftaki hinnar hljóðfráu Concorde. Það sem telja verður markverðast við þessa nýju vél er hin sérkennilega lögun vængjanna. Eins og sjá má á myndinni leika vængirnir á öxlum, annar visar fram en hinn aftur, þannig að flugvélin verður eins og fljúgandi skæri. Ástæðan er ekki sérviska einhverra spakviturra visindamanna heldur sú að loftmótstaða vængsins er lang- minnst með þessu móti — mun minni en ef báð- ir vængirnir væru afturdregnir. ESE — 1 dag halda fjórir ungir siglingakappar af staö áleiöis til Danmerkur, þar sem þeir munu halda uppi heiðri Islands á Norðurlandamóti unglinga i siglingum á svokölluðum Flipper bátum, og er þetta i fyrsta skipti sem unglingar héðan taka þátt i stórmóti i siglingum erlendis. Piltarnir, sem taka þátt i mót- inu, heita Þór Oddsson, Sigurður Ragnarsson, báöir úr siglinga- klúbbnum Ými i Kópavogi, og þeir Sigurður Hjálmarsson og Jón Þ. ölafsson, félagar i Siglinga- klúbbnum Brokey, Reykjavik. Fararstjóri verður Friðrik Friö- riksson stjórnarmaður i Siglinga- sambandi íslands. I viðtali sem blaöamaöur Tim- ans átti við Brynjar Valdimars- son, formann Siglingasambands Islands, i gær.kom fram aö mikl- ar vonir eru bundnar við piltana, þó að ekki sé búist við að þeir blandi sér i toppbaráttuna á mót- inu. Brynjar sagði að siglinga- menn vonuðu að þeir höfnuðu ein- hvers staðar fyrir ofan miðju, og ef það tækist, þá væru þeir ánægðir. I samtalinu við Brynjar kom og fram, að mjög þróttmikið starf er nú rekið innan Siglingasam-- bandsins, en félög innan þess telja nú um 400-500 manns, og eru þá ekki taldir með siglinga- klúbbarnir Siglunes og Kópanes, sem Æskulýðsráð Reykjavikur og Tómstundaráð reka, en þeir eiga ekki aðild að sambandinu. A næstunni verður mikið um að vera i siglingaiþróttinni, og sem dæmi um keppnir sem haldnar eru á vegum hinna ýmsu klúbba innan S.I.L., má nefna að um helgina verður haldin kjölbáta- keppni á vegum Ýmis i Kópavogi, en þeir bátar eru þeir stærstu sem keppt er á hérlendis. Þá verður um helgina 11.-13. ágúst haldið landsmót i keppni á „optimist” bátum, nokkurs konar bjartsýniskeppni, og helgina þar á eftir verður landsmót i flokki „Fireball — Flipper” báta. Loka- Siglt á bát af Flipper gerð á Fossvoginum. keppni, sem er opin, verður siöan n.k. og er þaö siöasta mótið sem haldin helgina 2.-3. september haldið er á vegum S.Í.L. i ár. KAUPFELAG RANGÆINGA HVOLSVELLI býður ferðafólk velkomið á félagssvæði sitt mæta KROFUAA TÍMANS og bæta verzlunarhætti og verzlunarþjónustu í sýslunni bjóðum við allar algengar dagvörur í verzlunum okkar ó Hvolsvelli og Rauðalæk d mun lægra verði gegn staðgreiðslu. Einnig bjóðum við gott úrval af húsgögnum ó hagstæðu verði í Vörumarkaði okkar á Hvolsvelli Verið velkomin og njótið góðrar þjónustu! Á RAUÐALÆK rekum við: mennar viðgerðir Esso-þjónustustöð. og býður því þjónustu sína meðal annars: í nýtizku verzlun við þjóðveginn, þar sem seldar eru allar hugsanlegar ferða- vörur, ásamt öðrum nauðsynja og gjafa vörum. í söluskála þar sem eru á boðstólum heitur matur, smáréttir, öl, gosdrykkir, tóbak og sælgæti fram til kl. 23. i bifreiðaverkstæði sem annast allar al- mennar viðgerðir, smyr, bætir o.fl. i Esso-þjónustustöð þar sem ferðalangar fá benzin, oliur og ýmsar vörur til bif- reiðarinnar. í Gistihúsinu Hliðarvegi 5, sem opið er allt árið simi 99-5187. Gisting — Morgun- verður. IIkaupfélagioiI llllilllllllllllllllllllllllllllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIII r n WSMZMMm 1 m M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.