Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 8
8 ■ Sunnudagur 6. ágúst 1978 stendur á eyr-i þeirri, sem land- námsbærinn dregur nafn af. Hún gengur út frá Norðurströnd fjarðarins og myndar góöa höfn, enda hefur margur sjómaðurinn notið hvildar þar i skjóli hárra fjalla þegar illviðri geisuðu á Halamiðum. önfirðingar sóttu lengi verslun til Þingeyrar eöa Isafjarðar en 1823 var löggiltur verslunarstaður á Flateyri. Fredrik Svensen rak fyrstu verslun á Flateyri, en siöan þeir Hjálmar Jónsson og Torfi Hall- dórsson, en við hann er kennt Torfahúsið, sem sést framar- lega á eyrinni. Torfi haföi lært sjómannafræði i Kaupmanna- höfn. Hann hélt sjómannanám- skeið á Isafirði og Flateyri og margir nemenda hans voru I fremstu röð skipstjóra á skútu- öldinni. Meðal þeirra voru hinir dugmiklu Rósinkranzsynir frá Tröð i önundarfirði en þeir reistu sér myndarleg ibúðarhús sem sjást standa ofar á eyrinni. Fjallið til vinstri, handan fjarðarins, heitir Þorfinnur, en dalur Valþjófsdalur. I Vest- firskum sögnum 2. b. er sögn um landnám önundarfjarðar skráð eftir Sveinbirni Magnús- syni frá Skáleyjum. Hans Ellefsen hét norskur maður, sem hóf hvalveiðar frá önundarfirði 1889. Stöö sina reisti hann á landi Eyrar og nefndi Sólbakka. Hún varð sennilega sú stærsta hérlendis. Lengst af veiddu fimm bátar fyrir stöðina og á árunum 1889- 1900 komu þar að landi 1236 steypireyðar, 732 langreyðar, 126 hnúfubakar, 17 sandreyöar og nokkrir sléttbakar. Stöðin brann i ágústbyrjun 1901 og varð ægilegt bál er hús loguðu i kvöldkyrrðinni og sjóðandi lýsið rann út á höfnina. Ellefsen hugðist byggja nýja stöð á Hóli á Hvilftarströnd. Hlaðinn var mikill reykháfur og skipi sökkt I bryggjuhaus. Ekki varö úr frek- ari framkvæmdum, enda fækk- aði nú hvölum á Vestfjarða og Norðurlandsmiðum og önnur stöð var reist i Mjóafirði. Eftir nokkur ár þar fluttist Ellefsen af landi brott og hóf veiðar við Suður-Afriku. Ellefsen var áhugasamur um málefni ön- firðinga enda naut hann vin- sælda og virðingar. Hann var góður vinur Hannesar Haf- steins, sýslum. Isfirðinga og siðar ráðherra, og þegar Hannes fluttist suður til þess að taka við ráðherrastörfum, seldi Ellefsen honum hús sitt á Sól- bakka fyrir 5 krónur. (Hann mun ekki hafa talið rétt að gefa Isl. ráðherra slika gjöf). Húsið var flutt til Reykjavikur og hef- ur sómt sér vel á fögrum stað við Tjörnina. Flateyri Sólbakki Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið ígamla daga 1 þessum þætti höldum við til önundarfjarðar. Sumarmynd- ina frá Sólbakka tók Björn Páls- son ljósmyndari á tsafiröi, i hliðinni fyrir ofan Sólbakka aldámótaárið. A Flateyrar- myndinni stendur K. Rósin- kranzson, og rituð er á kortið kveðja 1911. Myndin af húsi Ellefsens, sem nú er ráðherra- bústaður, var tekin 12. júni 1976. „önundur Vikingsson, bróðir Þórðar i Alviðru, nam önundar- fjörðallan og bjó á Eyri” segir i Landnámu. Kauptúnið Flateyri Horft yfir Sólbakka aldamótaárið I I i i ‘ > Ráðherrabústaðurinn I Tjarnargötu 32 12/6 1976 j-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.