Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Philipp Lenard, faöir hinnar „arisku” eölisfræði, tekur hér viö heiöursdoktorsskjali i Heidelberg, 1942. Sá I einkennisbúningnum er Wilhelm Ohnesorge,1 póstmálaráöherra, sem veriö haföi nemandi Lenards viö háskólann i Kiel. Móðir Heisenbergs, bað móður Himmlers ásjár Nýlega er komin út í Bandarík junum bókin ,/Vísindamenn i ríki Hiti- ers" (Scientists under Hitler), eftir Alan D. Beyerchen og ber hún undirtitilinn „Stjórnmál og raunvísindi í þriðja rikinu." Verður hér rakið ýmislegt sem fram kem- ur í þessari bók, sam- kvæmt umsögn Philip Morrison í tímaritinu Scientific American. Frá 1925 og fram til 1930 voru öll sérfræöirit raunvisinda- manna fullaf greinum um hinar nýstárlegustu athuganir. Þess- ar greinar komu frá þeim Born, Pauli og Heisenberg i Götting- en, frá Einstein og Schrödinger i Berlin og frá Sommerfeld og stúdentum hans i Miinchen. 1928 var næstum þriðjungur allra prófessora i eðlisfræöi i þýsku- mælandi löndum nemendur Sommerfelds. Þessir visinda- menn stóðu i fremstu linu á öll- um sviðum þekkingarleitar i heimi efnis og geislarannsókna. „Kvanta-mekanikin” var orðin að fullskapaðri fræði, svo ekki hefur um veriö bætt á þeirri hálfu öld, sem frá er liðin. Að sjálfsögðu voru visindamenn Weimar-lýðveldisins ekki einir að verki: Dirac, Bohr og de Broglie eru auðvitað ekki þýsk nöfn. En hinir stóru þýsku há- skólar og stofnanir, einkum þó hiö öfluga setur stæröfræöivis- inda i Göttingen, sem ól þá Hil- bert.Courant og Weyl, hlúðu að sjálfri aringlóð viðfangsefnis- ins. Skýrslurnar með niðurstöö- um þeirra og hinir ómetanlegu pistlar þeirra, sem allir voru út gefnir i ljósgulu bandi, gerðu öllum nýmælin heyrinkunn, — á þýsku. Syrtir i lofti En svo syrti i lofti. Einu eöa tveimur árum siðar, þegar menntamálaráðherra nýja rikisins sat að kvöldverði með Hilbert, spuröi hann: „Hvernig heilsast nú stærðfræðivisindum I Göttingen, þegar þau hafa ver- iö frelsuð undan gyðinglegum áhrifum?” Og Hilbert var ekki vanur að liggja á skoðun sinni: „Stæröfræðivisindi i Göttingen? Um þau er varla að ræða þar lengur.” 1 hliföarlausri og skilrikri frá- sögn, sem ekki styðst einvörð- ungu við prentaöar heimildir, heldur einnig við munnleg sam- töl viö þátttakendur i viö- burðunum, segir prófessor Bey- erchen, sögukennari við háskól- ann i Flórida, frá þvi, hvernig raunvisindamennirnir brugöust viö ofurvaldi hakakrossins. Nó- belsverðlaunahafar, oröum prýddir striðsjálkar, slægir há- skólapólitikusar sem ráöskast höföu með fé skólanna og fjar- huga og einangraðir sérvitring- ar, — öllum var sópað i einu vet- fangi undir hatt „Almanna- heilla-laganna” 7. april, 1933. Þrátt fyrir almenn mótmæli, þögul mótmæli allskonar, mót- mæli að tjaldabaki og hvers konar viðriám eftir löglegum leiðum. Gyðingahatrið gekk fyrir Sé litið á magnið virðist sem að minnsta kosti fjóröungur raunvisindamannanna hafi ver- iö látinn vikja, eða tekið þaö upp hjá sjálfum sér. Sé hins vegar litið á gæðin voru það tiltölulega iangflestir hinna bestu, sem fóru. Þó verða menn aö minnast þess, að á þessum tima voru atómvisindin ekki jafn mikils- verð og þau eru á okkar dögum, þegar þau eru orðin forsenda hugsanlegra heimsyfirráöa. Þau voru enn aðeins til sem möguleiki á blaði, óáþreifanleg, likt og sumt i heimi heimspek- innar eöa i visindaskáldsögu. Gáfaðir, ungir visindamenn af gyöingaættum, sem vegna upp- runa sins áttu ekki aðgang' aö læknanámi eða efnafræöinámi, leituöu athvarfs i þessari grein, þar sem hjartahreinir menn á borö viö Planck og Sommerfeld, hikuðu ekki við ,,að veita Gyö- ingi brautargengi, væri hann vel gefinn.” En slikt var ekki vant aö skipta máli, þegar að þvi kom, hvort menn skyldi fjar- lægja eða ekki. Gyöingahatrið gekk fyrir. Stark og Lenard Meira að segja var reynt aö fá visindunum sjálfum pólitiskt inntak. Sagan greinir frá furðu- legum náungum, þeim Johann- esi Stark og Phillipp Lenard, sem voru færir raunvisinda- menn, en losnaöir úr tengslum við sinn tima, vegna öfundar og hvers kyns vonbrigða. Þeir tóku nú til við að framþróa „arísk” raunvisindi og var ekkinógmeð að nálægt iðkun pessara fræða komu hvorki Gyðingar né fólk, sem aðeins að hluta var af Gyðingum komið, heldurvarog kipptburtu ýmsum þáttum, svo sem efnishyggju sem skoöast skyldi marxisk. „Arisk” eðlisfræði varð nasisminn i hnotskurn, samsull sjónarmiða, sem voru rökleysa að formi og innihaldi. Hér var lagt inn á þá hættulegu braut, að heimta að stjórnmálakenning væri sjálfri sér samkvæm i minnstu smáatriðum, i þágu stjórnmálalegra itaka. Mest létu þessir arisku kenn- ingasmiðir að sér kveða, þegar að þvi kom að velja eftirmann Sommerfelds, sem komst á eftirlannaaldur 1935. Beinast lá við að Heisenberg hlyti stöðuna og sú var ósk háskóladeildar- innar, jafnt þótt ráðuneytið hefði hafnaö honum. Sumarið 1937 tóku málin furðulega stefnu, þótt enn yröi ekki komist aö niðurstööu. Sjálft SS blaðið tók nú að skipta sér af umræð- unni, ræddi um „hvita Júöa” og jafnaöi Nóbelsverölaunum Heisenbergs við Nóbelsverð- laun Carl von Ossietzky, sem þessi friöarvinur hlaut, meðan hann sat i haidi i fangabúöum. Nú leit málið alvarlega út. Vænn piltur Hinrik Fyrstu viðbrögð Heisenbergs og fjölskyldu hans voru óvenju- leg og varpa ljósi á ástandið i ringluðu og óútreiknanlegu samfélagi. Móðir eðlisfræðings- ins hafði þekkt foreldra Himml- ers i Miinchen. Frú Heisenberg fór þvi nú til frú Himmlers i von um að geta snúiö málunum á betri veg. „Drottinn minn, ef hann Hinrik minn vissi um þetta....hann er svo vænn piltur. Sendir mér alltaf hamingjuósk- irá afmælisdaginn minn . .. Ég þarf ekki annað en að minnast á þetta við hann, þá mun hann kippa þessu i lag.” (Þessi merkilega saga er samkvæmt frásögn Heisenbergs sjálfs.) Loks skarst loftaflsfræðingur- inn Ludwig Prandtl i leikinn, liklega i kvöldverðarboði hjá Himmler. Þetta hreif og Himmler féllst á að þrátt fyrir árásir þessar virtist Heisenberg vera efnispiltur, sem SS gæti haft not af viö ishellurannsóknir sinar. Hópar i Múnchen bundu þó nógu sterk trúnaðarbönd við „Giovanni Fortissimo og Leon- ardo da Heidelberg,” eins og Sommerfeld kallaði þá Stark og Lenard, til þess að Heisenberg settist ekki i sæti sins gamla kennara. Himmler gaf þó von um að hann kynni einn dag að láta frá sér fara tilnefningu, sem kæmi lagi á þessi mál. Um fátt að velja Svo kom striöið og kjarninn var klofinn. Krafa prófessor- anna um akademiskt sjálfræði og að yngri visindamenn yröu undanþegnir herþjónustu, hlaut nú nýjan hljómgrunn, er þeir fullyrtu um gildi starfa sinna fyrir striðsreksturinn. Arisk hugmyndafræði gat meö engu móti komið i stað úraníumat- hugananna. Þeim tókst að ástunda sín fyrri vinnubrögð meö heilbrigðri gagnrýni, sem þeir gátu stöðugt bent á aö ekki þurfti að þýða andstöðu við nas- ista. Valið hafði eitt sinn staðið milli þess að flýja úr landi eða vera kyrr. Þeir sem kyrrir voru (hvað Gyðinga snerti var aðeins um það að ræða að bjarga lif- inu) urðu að skipa sér við hlið flokksins eða samþykkja allt með þögninni. Fyrir marga aðra var ekki um annaö að gera en láta stjórnmálaleg efni sig engu skipta, en fáir spyrntu raunverulega við fótum. Þessi hlálega revia, þar sem varlega orðuð bréf fóru i milii, minniháttar núningar urðu, og menn urðu að reiða sig á volduga vini og sterk sambönd, var öll leikin meö mestu hægð. Handan sviösins logaði og skalf heilt meginland. Aðeins einu sinni sjáum viö bjarma af loga bregða fyrir, en það var eina nótt i febrúar 1944, þegar flug- floti Breta gerði árás á Berlin og sprengja sprakk i „miöju for- stjóraherbergi” Otto Hahn efnafræðistofnunarinnar. „Orslitaþýðing fyrir striðsreksturinn" Nú var orðiö um seinan að fá atómvopn smiðuð. Max von Laue skrifaði: „Bókstaflega allt sem aðhafst var i visindaefnum skyldi hafa „úrslitaþýðingu fyr- ir stríðsreksturinn.” Heill skari ungs fólks á þessu orðtaki að þakka, að það fékk að vinna störf, sem forðuðu þeim frá öðr- um störfum, sem kostað hefðu þau lifið. Þetta er helsta gagnið sem stimpillinn „úrslitaþýðing fyrir striðsreksturinn” gerði á árunum 1942-45. Þýsku eðlisfræðingarnir voru, þrátt fyrir aðvaranir um hið gagnstæða af vörum svo skarp- skyggns athuganda sem Carl Ramsauers, forseta þýska eðlisfræðifélagsins eftir 1940, fullvissir um yfirburði sina. Raunar höfðu Bandarikjamenn löngu komist fram úr þeim. 1 kjarneðlisfræði og kvantaeölis- fræði höföu bandariskir eðlis- fræðingar fyrir löngu tekið að veröa gjaldgengir á þessu sviði og þaö áöur en tekið var að visa þýskum visindamönnum úr landi. Meðal þeirra voru ungir Evrópumenn, sem leitað höfðu úr landi fyrir 1932, til dæmis Samuel Goudsmith. Einnig snjallir Bandarikjamenn, sem fyrr höfðu numið i Göttingen, svo sem Robert Oppenheimer. Þá voru þarna ötulir rann- sóknamenn og góðir skipu- leggjarar, ýmist með eða án reynslu frá Evrópu, eins og Ernest Lawrence og I.I. Rabi. Allir þessir menn, sem leiddir voru og hvattir af hinum harð- duglegu og vissulega hættulegu útflytjendum frá Þýskalandi, voru fullvissir um að þýsk vis- indi væru „hin fremstu i heimi, og að ef hægt yrði að smiða sprengjuna, mundu Þjóðverjar geta það, — og mundu gera það. Öld sprengjunnar Þannig gekk sú öld sprengj- unnar, sem við nú lifum, i garð. 011 áhersla var lögð á að full- vinna verkið og réttlætingin var sú, að þýski andstæðingurinn, — sem til alls var vis, og undir stjórn, sem allt hafði að vinna eða tapa, og þrúguð var af illri samvisku vegna blóðugrar og hlifðarlausrar harðstjórnar, — hefði þvingað menn til þess. 1 bókinni eru þeim og færðar þakkir, sem ekki létu bugast og héldu reisn sinni gagnvart of- rikinu. Einstein sagði 1944: „Séu visindamenn ekki eins og allir hinir þá er það ekki gáfum þeirra að þakka....heldur að- eins ef þeir skyldu eiga i sér slikan manndóm, sem Laue....hægt og hægt braust hann undan háttum og siðum hjarðarinnar, knúinn áfram af sterkri réttíætistilfinningu.” Þeir voru ekki margir, sem fylgdu honum eftir. Satt að segja voru fæstir nógu vissir um sig og „einnig var hugsjón þeirra um sjálfstæði i starfi ekki slik, að hún krefðist þess af þeim.” (Lauslega þýtt úr Scientific American) Sagt frá kjörum eðlisfræðinga 1 þriðja ríkinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.