Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Dufgus: Sálarflækjur Vilmundar Vilmundur Gylfason skrifaði grein i Timann um dag- inn. Ég las þessa grein. Ég hef sannfærst um að i greinum hans ekkert nýtilegt aö finna. Það sé þvl vit- legra að eyða timanum i lestur annars efnis og upp- byggilegra. Þó hef ég hugsað mér aö lita i það sem frá honum kemur stöku sinnum i framtiðinni. Af rikri samúö með mannlegri reisn þykir mér ritmennska hans sorgleg og vænti þess af einlægni að hann eigi eft- ir aö skrifa sig frá spillingunni og komast til manns. Þegar ég sá aö hann var farinn aö skrifa i Timann þótti mér ekki örvænt um að þáttaskil væru oröin i lifi hans, hann hefði nú lokiö við aö skrifa sig frá þeim inni- byrgöu flækjum af völdum pólitiskrar spillingar sem öll hans skrif hingað til hafa einkennst af. En svo var ekki, þvi miöur. Hann býr ennþá viö sömu sálarflækjurnar. Sá sem þetta ritar hefur yndi af að lesa um sálfræöi þó aö ekki sé hannneinn sérfræðingur á þvi sviöi. Hann hefur lesiö af athygli kenningarnar um það hvernig viðurstyggileg atvik geta brennt sig inn i barnssálina og valdið mönnum óbærilegum sálar- kvölum á fullorðinsárum og á þvi er engin lækning önnur en sú að tala eöa skrifa sig frá þvi. Hann hefur lika lesið kenninguna um að morðingi leiti alltaf á morðstaöinn aftur. Þaö þurfi ekki annaö en að biða hans þar. Fyrr eða siöar komi hann aftur og komi upp um sig. Vilmundur kemur alltaf aftur Það fer ekki hjá þvi aö við lestur greinar Vilmundar i Timanum sannfærist maður um réttmæti þessara kenninga. Vilmundur ræöir um spillingu i Fram- sóknarflokknum, en sálarflækjurnar eru erfiöar og morðstaðurinn dregur til sin, þannig aðalla greinina út i gegn er hann aö ræöa um spillingu i Alþýðuflokknum, þau sár sem barnssál á mótunarárum fékk I andrúms- lofti pólitiskra samsæra og undirferla. Þaðan eru hug- myndir hans komnar þó svo aö hann reyni að yfirfæra þetta allt á Framsóknarflokkinn. Vilmundur segir Framsóknarflokkinn vera á kafi i fyrirgreiðslupólitik. A sama tima er annar maöur að skrifa grein i Visi um Framsóknarflokkinn. Þetta er gamall framsóknarmaöur sem fyllst hefur gremju út I flokkinn en dáist i sama mæli aö Vilmundi. Gremja hans út i Framsóknarflokkinn stafar af þvi að flokkur- inn hefur brugðist i fyrirgreiðslupólitikinni. Hann hafði starfað lengi fyrir flokkinn og taldi sig eiga rétt á þægi- legu embætti á vegum rikisins að launum. En Fram- sóknarflokkurinn brást. Þetta hefði aö sjálfsögðu aldrei komiö fyrir i Alþýðuflokknum. A mótunarárum Vilmundar var það viðburöur aö nokkur gengi i Al- þýðuflokkinn nema i von um embætti. Þetta hefur brennt sig inn i sál hans. „Framsóknarflokkurinn hefur righaldið i óréttláta kosningalöggjöf til þess að halda meiri völdum en kjör- fylgi hans gæfi tilefni til”, segir Vilmundur. Ekki ætla ég hér aö fara aö útskýra skoðanir framsóknarmanna á kosningalöggjöfinni, en það vill svo til að þær hafa ævinlega mótast af þvi hvaö liklegast væri að skapaði mesta festu i stjórn landsins. En sú kosningalöggjöf sem við búum nú við og allir eru sammála um aö valdi hinu mesta óréttlæti er sett þegar Alþýöuflokkurinn var einn við völd i landinu. Hún er samin aö frumkvæði Alþýðuflokksins með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og Alþýöubandalagsins. Það sem brennt hefur sig inn i viðkvæma sál á mótunarstigi er pukrið um það hvernig þessi kosningalöggjöf gæti þjónaö Alþýðuflokknum til valdaaðstöðu. Alþýðufiokkurinn sat i rikisstjórn tólf fyrstu árin eftir aö þessi kosningalög eru sett. Utflutningsbætur frá Alþýöuflokknum „Framsóknarflokkurinn hamaðist gegn frjálsum viðskiptum I upphafi viðreisnar. Frjáls viöskipti komu i veg fyrir, aö hægt væri aö veita bændum og öðrum jeppaleyfi og öll leyfin. Kjörfylgiö hvildi á leyfunum”. Þetta segir Vilmundur. Meö öðrum oröum: Kjörfylgi Framsóknarflokksins hvildi á þvi aö Alþýöuflokkurinn veitti leyfi. Þarna er hann nú að tala um eitthvaö ann- að en Framsóknarflokkinn. Vilmundur spinnur langa sögu um uppbætur á landbúnaöarvörur og telur sig vera að tengja Framsóknarflokkinn við þá sögu. Nú er það svo að uppbætur á landbúnaðarvörur eru regla i öllum löndum Vestur- og Norður-Evrópu og getum vlð varla komist hjá slikum uppbótum á meöan svo háttar til. Og tvisýnt getur það talist að Framsóknarflokkur- inn hafi einn ráðið þeirri þróun. Að minnsta kosti hefur það heyrst að aörir flokkar hér á landi væru skyldari jafnaðarmannaflokkum Norðurlanda, sem hafa staðið fyrir þessari þróun þar. En nú vill einnig svo til aö uppbótakerfiö hér hófst á annan hátt en þann að það sé hægt aö telja það vera fyrirgreiðslupólitik við bændur. Það voru aðrir en framsóknarmenn sem stóðu fyrir þvi aö byrjaö var að falsa visitöluna með niðurgreiðslum. Uppbótakerfið sem hér reið húsum i hálfan annan áratug átti upptök sin i nýsköpunarstjórninni, en þar komu nú alþýðu- flokksmenn meira við sögu en framsóknarmenn, eins og öllum ætti að vera kunnugt. Meira að segja útflutn- ingsuppbætur á landbúnaðarvörur veröa ekkert raktar nema til Alþýöuflokksins. Ef til vill hefur þetta allt saman brennt sig inn i barnssálina. Alþýöuflokkurinn á svo þakkir skildar fyrir það að taka þátt I þvi að upp- bótakerfið gamla var afnumiö og að standa gegn þvi að það yröi tekið upp að nýju nú. Húsbyggingasjóðir og fjármálaumsvif Vilmundur gefur ýmislegt i skyn um húsbygginga- sjóö Framsóknarflokksins og fjármálaumsvif. Ekki hefur hann lengi þurft að leita til þess að gjörþekkja þau mál á þann hátt sem hann skrifar um þau. Viö- kvæma barnssálina sviður undan Alþýöuhúsinu, Iðnó og Alþýöubrauðgerðinni. Það hefur þurft harðnaða sál til þess að þola fjármálaumsvif Alþýöublaösins, þar sem hlutafélög voru stofnuð og þau látin fara á hausinn og ný stofnuð. Það er nauösynlegt að koma þessu yfir á einhvern annan flokk til þess að geta haldið sæmilegri sálarró. Ekki ætla ég að leiða getum aö þvi hvaöan hann hefur fyrirmyndina að þeirri lýsingu sem hann gefur ráðherrum. Það verða aðrir að gera. En þó að það sé athyglisvert sem Vilmundur tinir til um spillingu er hitt þó enn athyglisveröara hverju hann sleppir. Hann sakar Framsóknarflokkinn t.d. ekki um fjársnikjur erlendis. Þetta hygg ég verá sönn- un fyrir þvi að Alþýðuflokkurinn hafi ekki stundað slik- ar snikjur lengi, þaö hafi ekki gerst á þeim árum þeg- ar sál Vilmundar var viökvæmust fyrir spillingu. Sið- ustu tvö til þrjú árin hefur sál hans veriö svo hörönuö að hún kippir sér ekki upp við annað eins og erlendar fjársnikjur, og jafnframt hverfur þörfin fyrir aö klína þvl á aöra. BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR I: Land Rover árg. 65 Chevro/et Nova - '67 Saab - '68 Hillmann Hunter - '70 Wil/y's - '54 Vo/kswagen 1600 - '69 BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 1-13-97 & ÚTBOÐ E&SEG Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis Hitaveitu á Akureyri, áfanga 5b. útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hita- veitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, gegn 30 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, miðviku- daginn 9. ágúst, kl. 11 f.h. & Hitaveita Akureyrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.