Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 28

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 28
28 Sunnudagur 6. ágúst 1978 Anthon Mohr: Árni og Berit FERÐALOK barnatíminn Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku sem til er i Ama- son-fljótinu og þverám þess. Ég hef lesið um hann, en aldrei séð hann. Ef þessi ránfiskur er hér, þá átt þú stýrimanninum lif þitt að launa. Aldrei hefur nokkur maður komizt lifandi úr slikri rán- fiskaþvögu. Við eigum hér kálfsskrokk, sem við keyptum i morgun. Komdu hingað! Nú skalt þú fá nýtt að sjá!” Þeir tóku skrokkinn af kálfinum og bundu hann i sterka taug og létu hann siga ofan i vatnið. Elftir litla stund drógu þeir hann upp aftur. Á sömu stundu var yfir- borð vatnsins þakið af nauðaljótum fiskum, sem ráku hausinn upp úr vatnsborðinu. Kjálkarn- ir voru eins og hárbeitt hnifsblað og þeir rifu og tættu i sig kjötið. Aftur létu þeir skrokk- inn siga i djúpið. Er þeir drógu hann aftur upp á yfirborðið, var helming- urinn af kjötinu horfinn, og er þeir létu skrokkinn siga i þriðja skipti voru aðeins beinin eftir. Árna hryllti við. Svona hafði hann verið nærri þvi að verða þessum gráðugu ránfiskum að bráð. Þetta sama kvöld sáu þau annan ógeðslegan atburð réttfyrir rökkrið. Berit varð litið á ræðar- ana og sá, að þeir bentu á land með miklu handapati og bulli. Þegar hún leit i sömu átt, sá hún heljarstóra slöngu hlykkja sig út úr skóginum og vefja sig utan um hann. Hverskonar slanga er þetta?” spurði Berit og sneri sér að Wilson. „Þetta er kyrkislanga” (boa constrictor), svar- aði hann. Hún er ekki eitruð, en samt sem áður mjög hættuleg. Hún er griðarsterk og vefur sig utan um her- fang sitt, kyrkir það og molar i þvi hvert bein. Liklega er þessi slanga i veiðihug. Dýr skógarins koma hér vafalaust und- ir kvöldið að fá sér að drekka, og mér kæmi þaðekki áóvart, þótt við fengjum bráðlega að l m lri.N k;i 1 iiiri1111 kom npp ;i \ I niku Iminlni^ i.-iiiiiskn trjómina upp úr. kynnast veiðiaðferð slöngunnar”. Nokkrar minútur liðu. Þá heyrðist þrusk i skóginum og ungur geit- hafur kom út úr skógar- þykkninu og fór þegar að drekka. Á sama augnabliki sveiflaði slangan sér með leifturhraða ofan úr trénu og hringaði sig ut- an um hafurinn. Hann hneig hljóðlaust til jarðar og samstundis hvarf slangan með her- fang sitt inn i skóginn. Engin verksummerki sáust nema slimug og bæld skógarlaufin, þar sem slangan hvarf inn i skógarþykknið. Engan langaði til að skyggnast inn i skóginn, þar sem hún nvarf. „Hvað verður um geithafur- inn?” spurði Berit. ,,Það skeður ekkert með hann héðan af”, svaraði prófessorinn. „Hann er löngu dauður og hvert bein i honum mölbrotið. En annars hef ég lesið um það, að kyrkislöngurnar svelgi bráð sina með húð og hári.Áður en slöngurnar gleypa dýrin, rjóða þær allt dýrið úr slefju úr munnvatnskyrtlunum. Gera slöngumar þetta vafalaust til að eiga hægra með að gleypa þau. En það þarf kok til að gleypa i heilu lagi stórt dýr”. Nú fannst Berit þessi kyrra vik eða lygna, sem henni þótti fyrst svo friðsæl og unaðsleg, vera orðin ógeðsleg. Hér leyndust hættur og ógnir, bæði i vatni og á landi. Hún var svo æst og óróleg, að hún gat alls ekki sofnað, þótt hún væri þreytt. Hún lá and- vaka i myrkrinu undir flugnanetinu og henni fannst hún sjá i myrkr- inu allskonar forynjur, svo sem kyrkislöngur og ránfiska. Hún bylti sér i rúmfletinu fram og aftur, og loksins sigraði svefninn. Hún var þó sárfegin, er þau lögðu upp snemma morguns, og enn ánægðari var hún, er þau mættu vél- bátnum, sem sendur var frá „Sunbeam” að sækja þau. Nú var öllum áhyggjum lokið. Nú gat hún notið hvildarinnar óhrædd og örugg eftir allar hættur frumskóg- anna og ógnir. Þrem dögum seinna, hinn 17. júni, stóðu þau öll á gljáfægðu þilfari „Sunbeam”. Þau höfðu lokið ferðinni um frum- skógahéruð Andesf jalla. vn. FERÐALOK 1. Eftir allt verðavolkið i frumskógunum, fannst Berit það unaðslegt að stiga á skipsfjöl á þessu ágæta skipi. Það voru mikil viðbriðgði að fá gott rúm að sofa i, geta farið i bað daglega og njóta yfirleitt lifsþæg- inda, sem hún hafði vanizt sem barn. Hún fann það fyrst nú, hve þreytt og lúin hún var eftir ferðavolkið, og henni virtist hinir litið betri. Allir nutu þess að hvilast við munað og þægindi þessa skraut- búna skips. Það gerðist fátt sögu- legt á viku ferðalagi niður Amason-fljótið. Ekkert sást nema fljótið breitt og vatnsmikið og endalaus skógurinn til beggja hliða. Af dýralífi sáu þau aðallega margs- konar fuglategundir og fiðrildi i öllum fegurstu litum. Af stórum villidýrym sáu þau mjög litið. Þau halda til i skóginum um daga, en koma helzt niður á fljótsbakkana um dimmar nætur. Einstöku sinnum sáu þau hópa af krókódilum á sandeyrum við fljótið. Þessi risavöxnu ógeðslegu láðs- og lagardýr veltu sér i sól- heitum sandinum, en skreiddust út i fljótið með miklum bægsla- gangi, er skipið nálgaðist hópinn. Annars var það skógurinn, sem setti svip á allt umhverfið. Árni tók eftir þvi, að hér i Amason-skógum voru margar trjátegundir. Var þetta mjög likt og i Kongólöndum og Nilar- dalnum. Skógurinn var i allskonar litbrigðum af grænum lit, þar sem hver trjátegund hefur sinn sérstaka litblæ, en óskyld tré uxu hvert innan um annað. Fagurt var þetta yfirlitum, en þó voru þessar óendan- legu skógarbreiður þreytandi dag eftir dag. Árni saknaði furu- og greniskóganna heima i Noregi. 1 þeim skógum þreifet lika blómskrúð og kjarr, sem ekki þekktist i frumskóg- unum. Hinn lærði prófessor þekkti nöfn á flestum trjátegundum skógarins og kunni skil á ýmsu, er snerti vöxt trjánna, en nöfnin voru svo mörg á trjátegundunum og mikil fræðikeimur af frásögninni, að þau systkinin gleymdu þessu öllu jafnóðum. Aðeins festist i minni þeirra nafnið á einni trjátegund. Wilson benti þeim einu sinni á litið grænt tré á árbakkanum og sagði: ,,Nei, sjáið þið nú til. Þetta er i fyrsta skipti, sem ég hef séð þessa trjátegund. Þetta er „Brasiltréð”, sem þetta mikla riki Brasilia er nefnt eftir”. „Hvernig stendur á þvi? spurði Ámi. „Jú, þvi er þannig farið”, mælti Wilson, „að þegar Portugalar komu hér i byrjun 16. aldar, þá sóttust þeir aðallega eftir gulli, silfri og kryddvömm. Fmm- skógurinn reyndist þeim jafn erfiður og fjand- samlegur og hann reyndist okkur. Það var hvorki hægt að rækta hann, eða ryðja og rækta jörðina. En svo kom það fyrir að hópur Portu- gala, sem var að kanna landið, rakst á þessa trjátegund i skóginum og þekkti, að það var hið eftirsótta „litartré”, sem þekktist aðeins i Austur-Indium. Þá þekktust engir „kemiskir” litir, heldur aðeins jurtalitir. Portu- gölum þótti það þvi mikill fengur að finna hér þessa dýrmætu trjá-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.