Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 33

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 33
33 Sunnudagur 6. ágdst 1978 íiiii'lií' Katólskír gefa út rit um rósabænina ÚT er komið á vegum kaþólska •afnaðarins á Islandi rit er fjallar um rósakransbænina. t riti þessu er sagt frá uppruna rósakransins og hvernig skuli nota hann. Þar kemur fram að þessi bæn er upp- runnin á miðöldum og hefur löng- um veriö notuð við kristna til- beiöslu og ihugun á lifi og dauða Krists. Þá eru og leiðbeiningar um notkun á rósakransbæninni, og kemur þar fram, að hún byggist mikið á endurtekningunni, en það er eldforn hugleiðingartækni. Þá heldur tilbiðjandinn á perlubandi og viö hverja perlu biður hann einhverja bæn sem tiltekin er. Skapar rósakransbænin tilbiðj- andanum ró og einbeitni hugans og getur hún þannig orðið dýrmæt hjálp öllum þeim sem leita guðs, eins og segir i riti þessu um rósa- kransbænina. Miðstöð Brunchískra hugsana og rannsókna á íslandi Tvær sýning- ar eru nú í Gallerí Suðurgata 7. A neðri hæð hússins opnar Arni Ingölfsson sina fyrstu einkasýn- ingu. Hann stundaði nám við Myndlista- og handiðaskólann i fjögur ár, en er nú nemandi við Rijksakademie van Beeldende Kunsten i Amsterdam. Arni hefur unnið I alls kyns efni en að undan- förnu lagt áherslu á ljósmynd sem miðil. Þessi sýning Arna er tviskipt, annars vegar eru sjálf- stæö myndverk sem þó hafa viss- an samhljóm, en hins vegar sjálf- stæö myndverk og hlutur. Sýning- in er gerð meö Galleriið i huga. A efri hæðinni sýnir erlend- ur listamaður Stephan Kuko wski. Stephan Kukowski er búsettur i Oxford, þar sem hann starfrækir „Bureau of fotleian research” og gefur út timaritið „Bone”. Hann var áður meðstjórnandi „Blitzinfor- mation” ásamt Adam Czar- nowski aukþessað vera stofnandi „The Brunch Museum” ásamt George Brecht. Brunchsafnið er stofnað kringum hinn merka vis- indamann og hugsuð W.E. Brunch (1889-1974), tilgangur þess er að safna og varðveita öll þau gögn og gripi sem geta varp- að frekari ljósi á hiö merkilega starf sem hann leysti af hendi á sinni löngu ævi. Sýning Kukowskis er einnig tvi- skipt. Annars vegar sýnir hann nokkurs konar þrividdar ljóö og hins vegar hefur hann stofnsett i einu herbergi gallerisins „Mið- stöð Brunchiskra hugsana og rannsókna á Islandi”. I galleriinu liggja einnig frammi frekari upp- lýsingar um W.E. Brench og Brunchsafniö. Sýningarnar voru opnaðar laugardaginn 5. ágúst kl. 16, en þeim lýkur sunnudaginn 20-. ágúst. Galleriið er opið daglega frá kl. 16-22 en frá 14-22 um helg- ar. Velkomin til Blönduóss Blönduós er í þjóðbraut milli Norður- og Suðurlands og því heppilegur óningastaður kaupfélag Húnvetninga BLÖNDUÓSI Útibú á Blönduósi og Skagaströnd I Norður-Þingeyjar.sýslu rr sérkennilegt og fagurl landslafí og margir staðir rómaðir fyrir jeffurð sina og miliilleik. ISœgir i þrí sumbandi að nefna Dettifoss, Hljóðakletta9 Hólmatungur og Asbyrgi Á Kópaskeri rekum rið hótel með gistingu og hvers konar veitingum. Þaðan er stutt til marfíra liinna Jöffru staða. m Kappkostum að veita ferðamönnum góða þjónustu í verzlunum okkar og hóteli ■ Skoðið hina fögru staði hér í nógrenninu ■■ Kynnizt landinu kaupfélag Nordur-Þingeyinga KÓPASKERI - SÍMI 96-52120

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.