Tíminn - 06.08.1978, Page 7

Tíminn - 06.08.1978, Page 7
Sunnudagur 6. ágúst 1978 7 menn og málefni Grundvallarskilyrði frelsis í viðskiptum og framkvæmdum Sem fjúrmálaráöherra um árabil var Eysteinn Jónsson forystumaöur f sem leiddi af „Nýsköpunarstjórn inni”. Tæplega veröur þaö dregiö i efa aö stjórnarandstaöan fram aö siöustu Alþingiskosningum hafi veriö illvigasta og haröskeyttasta stjórnarandstaöa sem menn muna til á þessu landi. HUn haföi öli tök á hreyfingum launþega i landinu og beitti þeim ótæpilega og opinberlega fyrir vagn sinn. Samhliöa var óspart beitt þeim nýju tækifærum sem nýir fjöl- miölar og ný stefna i fjölmiölum almennt gaf kost á. Niöurstaöa kosninganna varö á siöan stórkostlegur sigur stjórnarandstööuflokkanna. Kosningarnar virtust mundu valda algerum straumhvörfum i islenskum stjórnmálum. En hver hefur reyndin oröiö? Hver er niöurstaöan nú, eftir aö „sigurflokkarnir” hafa haft öll tækifæri og aöstööu til aö koma baráttumálum sinum fram? Engir flokkar hafa nokkru sinni gengiö til kosninga eftir svo hörö átök og haröa áróöursherferö. Engir hafa látiö svo digurbarka- lega um skýr og ótviræö úrræöi sintil lausnar. Engum hafa veriö gerö jafngóö boö um aöstööu til forráöa eftir kosningar sem þessum flokkum. Fyrirlitlegir Nú þegar liöiö er á annan mánuö frá kosningunum standa „sigurflokkarnir” uppi sem fyrir- litlegir vegna algerlega óábyrgrar stjórnarandstööu. Stóru oröin standa sem kökkur i hálsi þeim og úrræöaleysiö og sundrungin blasa við. Það veröur þó aö segjast eins oger aöýmsir Alþýöuflokksmenn hafa gert raunverulegt átak til aö horfast i augu viö veruleikann. Þeir hafa stungið öllum sinum fáránlegu árásarefnum undir stól, ef ekki gleymtþeim,og snúiö sér af öllu afli að efnahagsvand- anum. En það veröa þeir Alþýðu- flokksmenn þrátt fyrir allt aö vita, aö þeir geta ekki þótst gleyma háværum árásum sinum á valinkunna forystumenn svo auðveldlega. Þeir veröa minntir á fyrri orð sín og gerðir ábyrgir fyrir þeim. Þrátt fyrir þetta er hlutur krat- anna illskárri en hlutur Alþýðu- bandalagsins, sem nú stefnir beint i hafsauga i tillöguflutningi sinum. 1 viðræðunum um myndun vinstrisinnaörar rikisstjórnar hefur það komiö fram, að alger andstæöa ermilli sjónarmiða Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Um það veldur miklu sú tortryggni, valdastreita og öfund sem virðist vera á milli þeirra. Hitt -veldur enn fremur miklu, að nú hefur Alþýðubandalagið raun- verulega kastað hanskanum og lýst i tiliögum sinum striöi á hendur frjálsu efnahags- og at- vinnuli'fi, og er það önnur rödd en heyrst hefúr frá flokknum um nokkurt árabil. Vesaldarlega út í sandinn En áherslu ber aö leggja á þá meginstaöreynd sem i viöhorfum og rifrildi þessara tveggja flokka felst.l þessufelsthvorkimeira né minna en sú staöreynd aö þaö hefur enga merkingu aö tala um „verkalýösflokka” i islenskum stjórnmálum. Þaö hugtak felur ekki I sér neina pólitiska merk- inu, ef þaö hefur þá einhverju sinni haft hana. Sú tilraun sem gerð hefur verið til aö breyta Islensku flokkakerfi hefur mistekist. Það var opin- skátt reynt aö koma hér á skipt- ingunni milli „borgaralegra” flokka og „verkalýösflokka”. Þessi tilraun hefur runnið hraka- lega og vesaldarlega út i sandinn og er sokkin þar. Reynslan af getuleysi og sundrung „sigurflokkanna” sýnir aö vatnaskilin I islenskum stjórn- malum eru eftir sem áöur hin sömu, milli félagshyggju eða vinstri stefnu annars vegar og auðhyggju eöa hægri stefnu hins vegar. Annars vegar standa fé- lagshyggju og vinstri öfl undir forystu Framsóknarmanna, en hins vegar auðhyggju og hæfri öfl undir forystu Sjálfstæöismanna. Þaöer á hinn bóginn gæfa þjóöar- innar aö þessi tvenn öfl geta á ábyrgan hátt tekið höndum saman þegar erfiðleikár steöja að og aðrir skorast úr leik, eins og var 1974. Kosningabeiturnar Enn ein ályktunin sem dregin verður af atburðum siöustu vikna er sú, að viöræöur þessara flokka við Framsóknarflokkinn sýna að árásir þeirra á flokkinn voru aö- eins óvandaðar kosningabeitur. Alþýöuflokksmenn héldu þvi fram aö Framsóknarflokkurinn væri „spillingar- og lastabæli”, en leituðu siöan til hans um ábyrgt stjórnarsamstarf. Alþýöu- bandalagsmenn héldu þvi fram aðflokkurinn væri „Ihaldshækja” og „höfuðóvinur” launþeganna, en bentu siðan á hann sem sam- starfsaðila um aö koma fram vinstri stefnu. Hvað verður um friðinn? Athyglisvert veröur á næstu mánuöum aö fylgjast meö þvi sem gerist innan launþegahreyf- ingarinnar. Varla mun fara hjá þvi að þar blossi upp illvi'gar deilur milli ‘Alþýðuflokksmanna og Alþýðubandalagsmanna og aö sú samstaöa sem Björn Jónsson mótaði þar sundrist gersamlega. Enn fremur má vænta þess að flokksmenn Alþýöubandalagsins i launþegasamtökunum telji sig eiga ýmissa harma aö hefna á flokksforystu sinni sem ekki hefur virt þá viðlits i viöræöum um stjórnarsamvinnu eöa tillögu- gerö sinni. Þeir sem gátu ekki „Sigurflokkarnir” er reyndar enn eitt þeirra hugtaka sem hafa misst gildi sitt á undan förnum vikum. Þeir sem gátuekki—væri sennilega réttara heiti úr þvi sem komiö er. En hitt er rétt aö itreka aö þessir flokkar hafa bókstaf- ■ lega enga forsendu til þess aö fara nú aö mikla efnahagsvand- ann, eöa láta sem þeim hafi ekki veriö ljóst fyrir kosningar hvert stefndi. Rikisstjórr.in haföi marg- sinnis lýst yfir þvf aö horfurnar værumjög slæmar og aö aðgerðir hennar til viönáms heföu veriö óhjákvæmilegar, og að meira þyrfti aögera eftir aö þjóöin heföi gefiö stjórnmálamönnum nýtt umboð til athafna. Þaö er beinlinis hneykslanlegt þegar þessir sjálfskipuöu „frelsunarflokkar” þykjast nú fyrst sjá hvaö I efni er. Þeir hafa haft öll tök á aö fylgjast meö öllum þessum málum allt frá þvi að fulltrúar þeirra tóku þátt i störfum „Veröbólgunefndar- innar” á siðastliönum vetri, og reyndar lengur. Takmarkaður áhugi Viöræöurnar um myndun vinstri stjórnar sýndu aö visu mjög takmarkaöan áhuga Al- þýðuflokksmanna á vinstri stefnu og vinstri sinnuöum viöbrögðum. Hinu veröur aftur á móti ekki neitað, að forystumenn Alþýöu- flokksins lögöu sig heiöarlega fram um aö ná samkomulagi þrátt fyrir allt. Þeim var i sjálfu sér ekki á móti skapi aö sööla um og taka upp vinstri sinnuð úrræöi þegar allt kom til alls, og segir það sina sögu um stefnufestuna. Hins vegar héldu aðrir flokks- menn Alþýðuflokksins uppi stöð- ugum árásum, á Alþýöubanda- lagið og reyndar Framsóknar- flokkinn lika, meðan á viöræö- unum stóö. Er svo að sjá sem innri sam- staða sé nokkuð veik i hinu ný- stárlega liði Alþýðuflokksins, og að forysta flokksins sé næsta veik. Þeim hefur tekist að ýta Vil- mundi Gylfasyni til hliöar um nokkurt skeið, en hversu langt liður þangaö til hann geysist fram á völlinn aftur meö öllum sinum fyrirgangi? Um það eru náttúrlega skiptar skoðanir, en segja veröur, að sú stefna i utanrikis- og varnar- málum sem Benedikt Gröndal setti fram i viðræöunum, er mjög athyglisverð og flestra góðra gjalda verö. Þaö vekurhins vegar óneitanlega athygli, aö þessi eini verulegi málefnalegi skerfur, sem frá Alþýðuflokknum kemur I þessum viðræöum, skuli falla svo ágætlega að hagsmunum Norö- manna sem varnamálakaflinn i tillögum Benedikts gerir. Meö þessu er engri rýrð varpaö að Norömönnum eöa málefnalegu innihaldi kaflans út af fyrir sig. Það vekur þó athygli I þessu sam- bandi hver þau tengsl eru, sem uppvist er orðiö aö Alþýöu- flokkurinn hefur viö ráðandi stjórnarflokk Noregs. Þeir bera ábyrgðina 1 viöræöunum lögöu Fram- sóknarmenn áherslu á raunhæf viöbrögöviöefnahagsvandanum i samræmi viö flokksþingssam- þykktir. Alþýðubandalagið og Al- þýöuflokkurinn bera alla ábyrgö á þvi hvernig fór. Framsóknar- menn lögöusigfram um aö koma á samstööu og einingu, en þaö tókst ekki vegna þess aö frum- kvæöiö var I annarra höndum I samræmi viö úrsiit kosninganna. baráttunni gegn vandræðakerfinu Af þessu hljóta -allir félags- hyggjumenn og vinstri sinnar aö draga sinar ályktanir. Ljóst er t.d., aö svo kallaöar „könnunar- viöræður verkalýösflokkanna” voruekkert annaö en forsmánar- legt valdatafl þjóöinni allri og einkum launþegum til tjóns. Alþýðubandalagsmönnum mun ekki takast aö þvo af sér þá ábyrgö, aöhafa boriö meginsök á þvi aö ekki varö af vinstri sam- vinnu nú. Tillögur þeirra voru svo gersamlega andstæðar öllu þvi sem rætt haföi verið, aö ætlunin hefur greinilega veriö sú aö splundra öllu og koma öllu I uppnám með flutningi þeirra. Undanfærsluleiðin Ekki veröur framkoma Alþýöu- bandalagsmanna frýnilegri þegar þaðer haft i huga, aö tillög- ur þeirra áttu ekki aö endast lengur entiláramóta og heföu þá hlaðið upp miklu meiri efnahags- vanda en nú er viö aö striða. Enn getur þaö ekki talist bera þeim vitni sem þjóðhollum og ábyrgum flokki, að það var ekki unnt aö láta tillögurnar standast ein- faldan útreikning hvaö þá heldur meira. Tillögur Alþýöubandalagsins voru þvi i sannleika talaö undan- færslur og fyrirsláttur. Ómengað afturhald Ef taka á mark á tillögum Al- þýðubandalagsins eru þær hins vegar ómengaö afturhald. Þær boða afturhald til þess uppbóta-, styrkja- og haftakerfis sem Is- lendingar neyddust til að taka upp eftir óráðsiu „Nýsköpunar- stjórnarinnar”, en hún va* sem kunnugt er fyrsta rikisstjórnin sem kommúnistar áttusætii á Is- landi. Sé tekið mark á tillögum Al- þýöubandalagsins veröur þaö aö segjast, að flokkurinn hefur greinilega horfiö aftur um þrjá áratugi og horfiö til sins kommúnistíska upphafs. Ef til vill hafa fyrrverandi „Mööruvell- ingar” verið Alþýöubandalaginu búbót af sliku tagi. 1 heimi nútimaviöskipta merkir stefna Alþýöubandalagsins einfaldlega þaö, aö tsland yröi þokaö austur fyrir tjald á tveimur lil þremur árum» I samanburöi viö þessa tillögu- gerð Alþýöubandalagsins er þaö ekki aö undra aö ágreiningur Framsóknarmanna og Alþýöu- flokksmanna veröur allur miklu minni. Báöir þeir flokkar gera ráö fyrir athafna- og atvinnufrelsi fólksins I landinu. Báöir gera ráö fyrir eölilegum viöskiptaháttum og verslunarfrelsi aö vestrænum siö, enda vita þeir b^öir aö at- hafna-og atvinnufrelsið ergrund- völlur mannfrdsis og jafnframt samningsréttar á vinnumarkaö- inum. Vandræðakerfi „Nýsköpunar” Vilmundur Gylfason sagöi i grein, sem hann ritaði fyrir nokkru i Timann, aö Fram- sóknarflokkurinn væri flokkur hafta, uppbóta- og styrkjakerfis og þeirrar spillingar og vald- niöslu sem af sliku getur leitt.AÖ- eins nokkrum dögum siðar dró Vilmundur þessi orö sin til baka i grein i Dagblaðinu, og sýnir þaö eitt vinnubrögð hans,oger þó gott aö hið sanna kom fram. Sannleikurinn er sá, aö allan þann tima sem þetta „kerfi” var viö lýði hér á landi var þaö vandræöakerfi sem allir reyndu aö losna undan. Framsóknar- flokkurinn átti mikinn þátt i þeirri baráttu. Og gagnrýni Fram- sóknarmanna á aðgerðir „Viö- reisnarstjórnarinnar” beindust ekki að þvi að hún tók upp frjálsa verslun og eölilega háttu i hagstjórn, heldur í hinu aö „Við- reisnin” var hægrisinnuö rikis- stjórn og tók upp ihaldskerfi i efnahagsmálum. I þessu sambandi er rétt aö menn hafi i huga þau orö, sem Eysteinn Jónsson lét falla um þetta kerfi. Þau eru slik að ekki ættilenguraöþurfaaö fjasa hér á landi um eiiihverja ást Fram- sóknarflokksins á þessu blessaða fargani sem þjóöin er fyrir löngu laus við. Er það örlagadómur? I eldhúsdagsumræöunum 26. febrúar 1951 sagði Eysteinn Jóns- son m .a.: „Langtimum saman hafa Is- lendingar búiö viö hið mesta öng- þveiti i fjárhags- og viðskipta- málum. Menn hafa fengið aö kynnast vöruskorti og svarta- markaði sem honum fylgir sem skugginn. Menn hafa oröiö að þola stórkostlegt misrétti I dreif- ingu nauðsynjavara....Er þaö örl- agadómur yfir Islendingum kveö- inn að þeir skuli þess engan kost eiga að rifa sig upp úr feninu? Auðvitaö ekki. Þetta er lands- mönnum alveg i sjálfsvald sett....” Löngu dauðþreyttir Siöar i sömu ræöu sagöi Eysteinn Jónsson: „Menn eru fyrir löngu orönir dauðþreyttir á þessu ástandi og öllu þvi fargani banna og þýö- ingarlitils eftirlits sem af þvi hefur leitt. A hinn bóginn er alveg vonlaust að komiö veröi á nauð- synlegum endurbótum i þessum efnum, nema menn almennt, þorri manna, geri sér ljóst af hverju þetta öngþveití stafar.” Hinn 17. október 1955 sagöi Ey- steinn Jónsson enn fremur i fjár- lagaræöu m.a.: „Það er vafalaust vonlitiö að viöhalda jafnvægi, stööugu verö- lagi ogfrjálsum viöskiptum, ef rekstur rikissjóös er meö greiðsluhalla eöa bankarnir auka útlán si'n um fram sparifjárinnlán ogumfram það sem framleiöslan eykst á móti....” Siöar I sömu ræöunni sagöi Ey- steinn enn fremur: „Það er grundvallarskilyröi frelsis i viöskiptum og fram- kvæmdum, aö rikisvaldiö telji sér jafnskylt að koma i veg fyrir of- þenslu i efnahagskerfinu og hitt aö koma i veg fyrir kyrrstööu og atvinnuleysi.” Eftir hvatvisleg ummæli Vil- mundar Gylfasonar og fleiri manna, og eftir aö hinar furöu- legu tillögur Alþýöubandalagsins eru nú komnar fram, er vissulega ástæöa til aö menn hugleiöi á ný þessi orö Eysteins Jónssonar. JS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.