Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. ágúst 1978 v. VA' 5 Við hringveginn 1'Asbyrgi Antík á Yztafelli Frá Vopnafirði er haldið á mánudag, þar er mikil vinna, en jafnvel i tómstundum þéna menn peninga eins og sveitar- stjórinn sem dró fisk fyrir um 65 þús. kr. um helgina. Frá Vopna- firði er farið um Sandvikurheiði i Bakkafjörð. Þar er höfnin stóra mál staðarins, en allir virðast vera að byggja. Norður- enda vegarins yfir Sandvikur- heiði er verið að endurbyggja, en vegurinn frá Vopnafirði til Raufarhafnar er nánast sam- felld hraðbraut, nema helst kaflinn yfir Brekknaheiði til Þórshafnar. Frá Raufarhöfn er haldið vestur Melrakkasléttu til Kópa- skers. Hluti vegarins er krókótt- ur og niðurgrafinn, en fjörurnar og vikurnar eru fullar af reka- viði og öðrum gersemum sem sjórinn ber á land. Þarna er unnið að vegabótum og þess ekki langt að biða að troðningarnir verði horfnir með öllu. A Kópaskeri sjást i fljótu bragði engin ummerki jarð- skjálftanna miklu en ibúarnir byggja og byggja. Þar er gist á hótelinu i góðu yfirlæti en ekið siðan i rigningu áleiðis til Húsavikur. Ásbyrgi er skoðað af þrjósku i rigningunni en uppi eru heitstrengingar þess efnis að þarna verði að koma aftur, i góðu veðri væntanlega, og skoða betur Hljóðakletta, Hólmatungur og Jökulsá. í Kelduhverfinu sjást vel um- merki jarðsigs og umbrota þrátt fyrir dumbunginn. Þegar komið er á Tjörnes, tekur hvert gilið við af öðru, vegurinn verður eins og risastór rennibraut. A gilbarminum er að sjálfsögðu ekið á 70 km hraða en af hrað- anum i botni gilsins fer engum sögum, en áfram er haldið á 70 þegar upp er komið. A Húsavik gera menn út stærsta trilluflota landsins ef ekki heimsins. Þar er fögur kirkja, handverk iðnaðarmanns en ekki arkitekts. Enn rignir, ferðafólk Guð- mundar Jónassonar myndar kirkjuna og þeysir siðan áfram austur, en við vestur i átt til Akureyrar, alltaf sömu hrað- brautirnar. Við Yztafell i Köldukinn er verkstæði. Þar er að sjá margan girnilegan grip: 1942 model Dodge Cariol með upprunalegu húsi, Ford skutbil 1950 og nokkra Ford og Dodge bila, ’55-’56 módel. Þetta eru allt gripir sem eru að verða „antik”. Vaðlaheiðin er sleip i rigning- unni og þungir vörubilar flytja möl efst af heiðinni i lagfæring- ar neðst i brekkunum. Þreyttir ferðalangar gista á Eddu á Akureyri. K.Sn. LANDSINS BESTU ÖLGERÐAREFNI: HALLERTA U ÞÝSKU BJÓRGERÐAREFNIN: lageröl, páskaöl og porter. SUBARU Til afgreiðslu strax FRAMHJÓLADRIFSBÍLAR, sem veröa — FJÓRHJÓLADRIFS- BILAR meö einu handtaki inni í bílnum, sem þýðir, að þú kemst hvert sem er á hvaða leið sem er. SUBARU — með f jórhjóladrifi klrifrar eins og geit, vinnur eins og hestur, en er þurftarlítíII eins og fugl. SUBARU -skutbíll: 95 hestöfl — 1600 cc. 975 kg. Fjórhjóladrif SUBARU Pickup, sem er til í allt: 94 hestöfl — 1600 cc. — 930 kg. Fjórhjóladrif. og SUBARU — ffyrir þá sem vilja komasff áffram SUBARU -sportbill: nshestöfl—1600 cc. — aðeins 800 kg. SUBARU bílar með langa reynslu. SUBARU - UMBOÐID INCVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 HOLLENSK ÖLGERÐAREFNI: CREAM OFHOLLAND, BITTER OF HOLLAND. ENNFREMUR: HERIFF, HAMBLETON, GRAHAMS, MUNTONA, UNICAN, LARSENS, VIGNERON og EDME ölgerðar- efni og vínþrúgusafar. Mikið úrval af áhöldum og ílátum. Póstkröfuþjónusta nú samdægurs. HAFPLAST P.O. Box 305 o _ Ármúla 21, Tel: 82888 rp 105 Reykjavík ÚTBOÐ Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum i smiði og fullnaðarfrágang á dælustöð Hitaveitu Akureyrar við Þórunarstræti. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, frá 4. ágúst n.k., gegn 30 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skifstofu Akureyrar- bæjar, Geislagötu 9, mánudaginn 14. ágúst, 1978, kl. 11 f.h. Hitaveitustjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.