Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 06.08.1978, Blaðsíða 25
Sunnudagur 6. ágiist 1978 25 ..Undra- land við öjor gviii nesi vatnið blátt” °8 J^anna a[ Se“j*rnarn Að póstaleiknum loknum kom i ljós að Uglurnar unnu hann ekki, heldur ungir og hressir strákar sem kalla sig Dverga og eru i Dalbúum i Reykjavik. Hins vegar unnu Uglurnar svo rækilega i markferðinni og tjaldbúðaum- gengni að þær tryggðu sér titilinn Flokkur mótsins. Hvað er í bakpokanum þínum? Við gengum um tjaldbúðirnar og spurðum nokkra skáta á ýmsum aldri hvað væri i pok- anum þeirra. Fyrst hittum við hann Tind úr skátafélaginu Vifli, en það er i Garöabæ. Tindur gat nú ekki talið upp allt sem var i pokanum, en sagðist hafa notið góðrar að- stoöar mömmu sinnar viö að raöa niður I hann. Þegar við spuröum nærgöngulla spurninga eins og hvort hann væri meö sápu og handklæðimeð sér sagöist Tindur þó hvergi geta fundið það, svo við höfum hann grunaðan um að hafa eindurskoðað innihald pokans á eftir mömmu sinni! Tindur sagðist vera vanur i útilegum svona miðað við aldur, er búinn að vera 5 nætur i skátaútilegum. Næst fórum við til Ragnheiðar i Vifli. Hún varekki lengi að romsa upp úr sér innihaldinu, sem var: Buxur, peysa, blússa, stuttbuxur, stuttermabolur, sokkar, ullar- sokkar, vettlingar, húfa, tann- bursti, sápa, handklæði, sjampó þvottapoki, spennur, nál, tvinni, teppi, dýna, viskustykki, regn- galli, stígvél, vasaljós, primus, iþróttagalli, gönguskór og nesti. Ragnheiður sagðist hafa farið á 8 skátamót. Hjá henni Benný i Heiöabúum var ekki alveg eins margt i pok- anum, en hún var með: buxur, stigvél, peysur, ullarsokka, hand- klæöi, tannbursta, disk, glas, hnifapör, lukt, spil svefnpoka, kodda, og nesti. Hún sagðist hafa tekið allt dótið til sjálf og pakkað i bakpokann. Björgvin og Jóhanna af Sel- tjarnarnesi eru systkini og eru i nýstofnuðu skátafélagi þar. Þau virtist ekki vanta neitt I pokana sinaog sögðusthafa fariö oft i úti- iegur áöur en þau urðu skátar. Allt frá stuttbuxum upp í regngalla Oa, Svava og Hildigunnur i Ægisbúum urðu næst á vegi okkar. Þær sögðust vera alvanar útilegum og voru á þeirri skoðun aðenginn þvottur væri eins góður og úr köldu vatni. Þó kom dálitiö hik á þær þegar við spurðum hver hefði raðað niður i pokana þeirra. Ein var þó alveg ákveðin i að hún hefði smurtalltsjálf oggengið frá i pokann. Þórunn er Hka i Ægisbúum og hún var með þetta i pokanum: buxur, sokkabuxur, þykka peysu, ullarsokka, skátaklút, regngalla, stigvél, nærföt, inniskó, prlmus, stuttbuxur, skæri, snyrtidót og nesti. Hún sagðist hafa farið á 8-10 skátamót. Að lokum svifum við á Ingi- björgu Kjartansdóttur, sem er i Landnemum, en hún vann i dag- skrárstjórninni. Hún var fljót að svara að hún væri með allt frá stuttbuxum upp i regngalla — allt i stil bætti hún við. Hún var svo mikiö að flýta sér að viö fengum engin meirisvören kölluðum þó á eftir henni hvenær hún heföi byrjað að búa sig sjálf út I úti- legur. 11 ára kallaði hún til baka og var rokin út i buskann. túk a,“ ‘'ótið sitt tn sjálf. ,JörS: Allt regngaija Dvergar úr Dalbúum, sem unnu póstaleikinn tgf mwM 4 ' JJM ' . $Jg£íil ? ■ x "»111 -V 'm-. «w| . 'á A ;P > jjM flHnH •> i • m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.