Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 12
12 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR
EFTIRLIT Margir íslenskir smábátar
eru orðnir það kraftmiklir og hrað-
skreiðir að æ algengara er að þeir
fari út fyrir drægni sjálfvirkrar
tilkynningarskyldu.
Þetta staðfesta starfsmenn
Landhelgisgæslunnar en í fyrri-
nótt var þyrla send af stað til leit-
ar að bát sem farið hafði út úr
sjálfvirku tilkynningarskyldunni
og ekki náðist samband við með
öðrum hætti. Var nálægum bátum
einnig gert viðvart og hófu margir
þeirra leit strax í kjölfarið. Náði
einn slíkur loks sambandi símleið-
is við umræddan bát skömmu
síðar og var leit þá hætt enda ekk-
ert að um borð.
Í stjórnstöð Landhelgisgæsl-
unnar fengust þær upplýsingar að
sökum þess hve margir smærri
bátar eru orðnir kraftmiklir og
þar af leiðandi mun hraðskreiðari
en áður var, sé mun algengara nú
en áður að bátar fari lengra á haf
út en drægni sjálfvirkra sendi-
stöðva þeirra dregur. Fer drægnin
jafnan eftir hversu ofarlega hægt
er að staðsetja slíkan búnað og er
það ekki hátt á flestum smærri
bátum. Ekki fengust upplýsing-
ar um hvað slík útköll hafa kostað
Landhelgisgæsluna en henni ber
skylda til að hefja leit strax náist
ekki samband við báta eða skip við
landið. - aöe
ÞYRLA GÆSLUNNAR Útköll vegna báta sem
hverfa út fyrir drægni sjálfvirkrar tilkynning-
arskyldu hafa aukist talsvert.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sjálfvirk tilkynningarskylda í bátum virkar ekki alltaf sem skyldi:
Bátar kraftmeiri en áður var
EVRÓPUMÁL Svisslendingar vilja
ekki lengur greiða fullan hluta
sinn af rekstrarkostnaði Fríversl-
unarsamtaka Evrópu, EFTA, að
því er segir í frétt norsku frétta-
stofunnar NTB í viðskiptablaðinu
Dagens Næringsliv.
Joseph Deiss, sem þar til fyrir
skemmstu var viðskiptaráðherra
Sviss, kvað hafa viðrað þess-
ar óskir svissneskra
stjórnvalda um breytta
deilingu rekstrar-
kostnaðar EFTA á
ráðherrafundi
EFTA á Höfn í
Hornafirði í lok
júní. En þetta
útspil Svisslend-
inga er fyrst núna komið upp á
yfirborð umræðunnar, og kallar á
viðbrögð í hinum EFTA-löndun-
um, Íslandi, Noregi og Liechten-
stein.
Þessar óskir Svisslendinga
setja í uppnám málamiðlun sem
samið var um árið 1995, eftir að
Svisslendingar ákváðu að taka
ekki þátt í EES-samstarfinu. Þá
vildu Íslendingar og Norðmenn að
aðalskrifstofa EFTA yrði flutt frá
Genf til Brussel, þar sem megin-
hluti starfsemi EFTA tengdist
EES-samstarfinu. Á það vildu
Svisslendingar ekki fallast, svo
lendingin varð sú að skrifstofunni
var skipt í tvennt. Svisslendingar
greiddu þó hlutfallslega stærri
hluta kostnaðarins, enda fengu
þeir að senda áheyrnarfulltrúa á
ýmsa fundi sem tengdust EES-
samstarfinu við Evrópusamband-
ið, sem gerði Svisslendingum
kleift að fylgjast náið með ýmsum
málum sem vörðuðu einnig þeirra
hagsmuni á innri markaði Evr-
ópu.
Nú hefur sú breyting
orðið á að Sviss hefur
gert eigin tvíhliða
samninga við Evr-
ópusambandið, sem
ná að vísu ekki yfir
eins vítt svið og
EES-samningur-
inn en hafa nú
leitt til þessara
óska um að lækka fjárframlagið
til EFTA.
„Í stórum dráttum vilja Sviss-
lendingar borga fyrir það sem
EFTA gerir í Genf, en ekki í
Brussel,“ segir í frétt NTB.
Víst þykir að ætli Svisslending-
ar að halda þessum kröfum til
streitu geri Íslendingar og Norð-
menn aftur kröfu um að öll EFTA-
skrifstofan verði flutt til Brussel,
enda augljós sparnaður sem feng-
ist fram með því. NTB hefur eftir
Antoni Egger, næstæðsta fulltrúa
Sviss á EFTA-skrifstofunni í Genf,
að stjórnin í Bern standi fast á því
að framlag Sviss til EFTA verði
tekið til gagngerrar endurskoðun-
ar í haust. audunn@frettabladid.is
Glíma um
fé til EFTA
Svisslendingar vilja lækka framlag sitt til EFTA. Með
því skora þeir á Íslendinga og Norðmenn í glímu um
fjárframlög og staðsetningu höfuðstöðva samtakanna.
DEILT UM KOSTNAÐ Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, William Rossier, fram-
kvæmdastjóri EFTA og Joseph Deiss, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sviss. Sviss borgar mest
til EFTA, en vill nú lækka framlagið. Á móti vilja Íslendingar og Norðmenn spara með því
að skrifstofa EFTA í Genf verði sameinuð skrifstofunni í Brussel.
DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur
maður hefur verið ákærður fyrir
að hafa smyglað hingað til lands
42 lítrum af vodka, 3600 vindling-
um og 3,5 lítrum af vískíi með
skipinu Skógafossi. Tollverðir
fundu varninginn við leit í skipinu
6. janúar 2005. Viku síðar fundust
1800 vindlingar á heimili manns-
ins auk lítilræðis af áfengi. Talið
er að þessum varningi hafi verið
smyglað til landsins með Skóga-
fossi. Þess er krafist af hálfu sak-
sóknara að ákærði verði dæmdur
til refsingar fyrir brot á tollalög-
um. Málið verður tekið til aðal-
meðferðar í Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag. - mh
Smygl með Skógafossi:
Smyglaði til
landsins áfengi
ÞÝSKALAND, AP Líbanskur náms-
maður, sem grunaður er um að
hafa átt þátt í misheppnaðri til-
raun til að sprengja heimatilbúna
sprengju í þýskri járnbrautalest,
átti sér vitorðsmenn í Hamborg,
að því er lögregla greindi frá í
gær. Eins og kunnugt er voru lyk-
ilmenn í flugráns-árásunum á
Bandaríkin 11. september 2001
námsmenn í Hamborg.
Lögregla upplýsti einnig i gær
að hún hefði borið kennsl á annan
mann sem leitað hefur verið vegna
sprengnanna tveggja sem fundust
ósprungnar í tveimur lestum um
mánaðamótin síðustu. Hans er enn
leitað. Í blaðinu Süddeutsche Zei-
tung var haft eftir heimildarmanni
að hinir grunuðu tengdust Hizb-
ut-Tahrir, samtökum herskárra
múslima. - aa
Rannsókn á tilraun til hryðjuverks í Þýskalandi:
Vitorðsmenn í Hamborg
SVÍÞJÓÐ Gróft tékkneskt klám var
sýnt í fréttatíma sænska ríkissjón-
varpsins aðfaranótt sunnudagsins,
samkvæmt frétt Svenska Dagbla-
det. Ástæðan er sú að á skjáum fyrir
aftan þulinn eru sýndar erlendar
fréttastöðvar. Fyrr um kvöldið var
starfsfólk sjónvarpsstöðvarinnar að
fylgjast með íþróttum á stöð sem
sýnir fullorðinsefni eftir miðnætti,
en gleymdi að skipta aftur yfir á
fréttastöð og því fór sem fór.
Klámið var ekki á skjánum nema
í um þrjátíu sekúndur og engar
kvartanir hafa borist vegna atviks-
ins, en sænskir fjölmiðlar hafa hins
vegar gert sér mikinn mat úr mál-
inu. - smk
Sænska ríkissjónvarpið:
Klám sýnt
í fréttatíma
MAÓRADROTTNING KVÖDD Te Arikinui
Dame Te Atairangikaahu, drottning Maóra,
var jörðuð á mánudag og sonur hennar
krýndur konungur Maóra á Nýja-Sjálandi.
Myndin er frá jarðarförinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HÚSLEIT Í KIEL Rannsóknarlögreglumenn á
vettvangi í íbúð hins handtekna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP