Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 22
23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.847 +1,73% Fjöldi viðskipta: 576
Velta: 6.187 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 66,00 +1,70% ... Alfesca 4,60
+3,84% ... Atlantic Petroleum 559,00 +0,54% ... Atorka 6,05 +1,68% ...
Avion 33,80 +1,81% ... Bakkavör 52,50 +1,55% ... Dagsbrún 5,19 +3,18% ...
FL Group 17,80 +2,30% ... Glitnir 19,00 +1,06% ... KB banki 799,00 +2,04%
... Landsbankinn 23,90 +2,58% ... Marel 80,00 -0,62% ... Mosaic Fashions
17,20 +0,00% ... Straumur-Burðarás 15,80 +0,00% ... Össur 123,50 +4,66%
MESTA HÆKKUN
Össur 4,66%
Alfesca 3,84%
Dagsbrún 3,18%
MESTA LÆKKUN
Icelandic Group 1,92%
Marel 0,62%
Hrein eign lífeyrissjóðanna til
greiðslu lífeyris jókst um 23,6 pró-
sent milli ársloka 2004 og 2005.
Það samsvarar 18,7 prósenta raun-
aukningu miðað við vísitölu
neysluverðs. Nam heildareignin
þá 1.219,5 milljörðum króna en
var 896,6 milljarðar fyrir árið
2004. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu Fjármálaeftirlitsins um
ársreikninga lífeyrissjóða fyrir
árið 2005.
Ráðstöfunarfé samkvæmt sjóð-
streymi á árinu 2005 nam 486,8
milljörðum króna samanborið við
455,1 milljarð árið á undan. Hrein
raunávöxtun miðað við neyslu-
verðsvísitölu var 13,2 prósent en
var 10,4 prósent árið 2004. Iðgjöld
hækkuðu milli ára úr 72,4 millj-
örðum króna í 87 milljarða. Gjald-
færður lífeyrir var 34,9 milljarðar
króna 2005 en var 31,2 milljarðar
árið 2004.
Séreignasparnaður í vörslu líf-
eyrissjóða og annarra vörsluaðila
jókst talsvert milli ára og nam
146,2 milljörðum króna í árslok
2005 samanborið við 110,5 millj-
arða í árslok 2004. - hhs
Umfang lífeyris-
sjóðanna eykst
BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Í RIGNINGUNNI Í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að
ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna hafi aukist milli ára. Stór hluti af launum fólks rennur til
sjóðanna, sem aftur fjárfesta mikið í innlendum verðbréfum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Færeyska olíufélagið Atlantic
Petrolium, sem skráð er í Kaup-
höll Íslands, tapaði tæpum 6,4
milljónum danskra króna eða
rúmum 77 milljónum íslenskra
króna á fyrstu sex mánuðum árs-
ins. Þetta er um ellefu sinnum
meira tap en á sama tíma fyrir
ári.
Þá nam taprekstur á öðrum
ársfjórðungi rúmum 4 millj-
ónum danskra króna eða
um 49 milljónum íslenskra
króna. Á sama tíma fyrir
ári nam tap á fjórðungnum
533 þúsundum danskra
króna eða rúmum 6,4 millj-
ónum íslenskra króna.
Haft er eftir
Wilhelm Peter-
sen, forstjóra
Atlantic Petrol-
ium, í tilkynn-
ingu frá félag-
inu til
Kauphallar
Íslands að
tapið hafi
verið meira
en reiknað hafi
verið með en
rekstur félags-
ins hafi verið
tryggður með
hlutafjárútboði í
júní á þessu ári. Er mestur hluti
tapsins kominn til vegna afskrifta
og kaupa á leyfum til olíu-
vinnslu.
Framkvæmdir félagsins eru á
áætlun en reiknað er með að byrj-
að verði að olíuvinnsla hefjist á
Chestnut-svæðinu á öðrum árs-
fjórðungi á næsta ári en á Ett-
rick-svæðinu, sem er í lög-
sögu Bretlands, í upphafi
2008.
Þá mun standa til að
skrá Atlantic Petrolium í
kauphöllina í Kaup-
mannahöfn síðar á þessu
ári jafnframt því sem það
verði áfram skráð í
Kauphöllinni hér
á landi. - jab
WILHELM PETER-
SEN, FORSTJÓRI
ATLANTIC PETROL-
IUM Tap færeyska
olíufélagsins nam
77 milljónum
króna á fyrstu sex
mánuðum ársins
sem er ellefuföldun á
milli ára.
Tap margfaldast hjá
Atlantic Petrolium