Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 27

Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 23. ágúst 2006 5 Almanak Háskóla Íslands hef- ur verið gefið út 171 sinni. Háskóli Íslands gefur út Almanak fyrir Ísland á hverju ári. Alman- akið fyrir árið 2007 hefur nú litið dagsins ljós og er það númer 171 í röðinni. Dr. Þorsteinn Sæmunds- son, stjörnufræðingur hjá Raun- vísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Auk dagatals eru í almanakinu margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himin- tungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni, sem sjást frá Íslandi. Þar er að finna stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Einnig er yfirlit yfir hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf- stæðra ríkja og tímann í höfuð- borgum þeirra. Í þetta sinn er sér- staklega fjallað um stjörnukerfi vetrarbrautarinnar, lengdarbaug Greenwich og halastjörnur. Loks eru í almanakinu upplýsingar um helstu merkisdaga fjögur ár fram í tímann. Fleiri skemmtilegar upplýsing- ar er að finna á www.almanak. hi.is Almanakið komið út Háskóli Íslands gefur út Almanak á hverju ári Rúmlega 1.450 nemendur hefja nám í Háskólanum á Akureyri í haust. Í dagskóla eru skráðir rúmlega 750 nemendur og um 520 í fjar- nám. Að auki stunda tæplega 200 nemendur framhaldsnám. Fjöl- mennustu deildir Háskólans á Akureyri eru kennaradeild og við- skipta- og raunvísindadeild með um 450 nemendur hvor. Við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri hefst í fyrsta sinn tveggja ára nám á meistarastigi í lögfræði. Áhersla er lögð á hagnýta íslenska lög- fræði. Á annan tug skiptinema verða við nám í HA í vetur. Nemarnir koma frá Norðurlöndunum, Rúss- landi, Þýskalandi, Póllandi, Lett- landi, Kína og Bandaríkjunum en flestir munu stunda nám við við- skipta- og raunvísindadeild. Kennsla nýnema hófst á mánu- daginn með dagskrá sem nefnd er velgengnisvika sem snýr að því að undirbúa nýnema undir nám og starf í skóla. Kennsla eldri nema hefst svo í byrjun næstu viku. Meistaranám í lögfræði Nýnemar við HA hófu nám í vikunni. Skiptibókamarkaður Griffils í húsnæðið þar sem Áman var. Það var mikil ös á skiptibókamark- aði Griffils í Skeifunni 11 þegar ljós- myndari Fréttablaðsins átti þar leið hjá. Greinilegt er að Griffill hefur tekið yfir húsnæðið þar sem Áman var áður en ekki hefur gefist tími til að taka niður skiltið. Mikið er að gera á skiptibóka- mörkuðum í borginni um þessar mundir enda skólarnir allir að hefja starfsemi sína. Nemendur reyna að spara hverja krónu enda eru bækur munaðarvara. Þá er gott að geta fjárfest í bókum með sögu sem sumar hafa jafnvel aukafróðleik að geyma með handskrifuðum glósum. Skipt á gömlum skræðum Griffill hefur tekið yfir húsnæði Ámunnar en ekki hefur gefist tími til að taka niður skiltið. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is Innritun hafi n á ný í síma 581 3730. Öfl ug átaksnámskeið fyrir stelpur á aldursbilinu 16-20 og 21-30! • Líkamsrækt við skemmtilega tónlist • Leiðbeiningar um mataræði • Fundir, aðhald, vigtun og mælingar Kvöldtímar Um er að ræða 6 vikna námskeið, 3 x í viku. Vertu velkomin í okkar hóp! opnu m nÝja n, stÆr ri og enn b etri staÐ ! opnu narh ÁtÍÐ 10. se ptem ber kl. 1 4 - 17 Taktu þér tak! náViltu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.