Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 28
[ ] Félagsskapur sem kennir sig við Hrafnkelssögu Freysgoða helgaði kappanum einn dag í ágúst og efndi til ferða á slóðir hans á Héraði. Anna Guðný Halldórsdóttir, hús- freyja á Brú á Jökuldal, var leið- sögumaður í gönguferð sem fimmt- án manns tóku þátt í. Gengið var frá Brú að Aðalbóli í Hrafnkelsdal þar sem Hrafnkell bjó forðum. „Leiðin var sú sama og farin var á sínum tíma af mönnum sem gerðu aðför að Hrafnkeli, eftir því sem sagan greinir. Við gengum sem sagt í slóð Sáms og Vestfirðing- anna sem hröktu hann frá búi sínu og gerðu brottrækan, eftir dóma á Þingvöllum,“ lýsir Anna þegar haft var samband við hana símleiðis. Ferðin var á vegum félags áhugafólks um Hrafnkelssögu og menningartengda ferðamennsku á Héraði og var önnur af tveimur sem félagið efndi til. Hin var rútu- ferð sem hófst á Egilsstöðum. Í henni var staðnæmst við þá sögu- staði sem sjást frá veginum um Fljótsdal, Fljótsdalsheiði og vegar- slóða sem liggur um heiðina niður í Hrafnkelsdal. Þar sá Páll Pálsson, fræðimaður á Aðalbóli, um farar- stjórn. Fleira mun vera í bígerð á vegum hins nýja félags því verið er að hanna söguspjöld sem verða sett á valda staði. - gg Gengið á Hrafnkelsslóðum Gengið var í góðu veðri um slóðir Hrafnkelssögu Freysgoða undir traustri leiðsögn Önnu Guðnýjar Halldórsdóttur sem hér sést í fararbroddi. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Tilboð Nú er um að gera að vera með opin augun fyrir tilboðum frá flugfélögunum í alls kyns haustferðir til stórborganna. Það er fín leið til að lengja sumarið. 25. - 27.8. Miklafell - Hverfisfljót Helgarganga í stórbrotnu umhverfi Lakagíga. Fararstjóri Marrit Meintema. Verð 9200/10400 kr. Í útileguna Námskeið um meðferð og notkun ilmkjarnaolía * Áhrif ilmkjarnaolía á líkama og huga * Blöndun og uppskriftir * Ítarleg umfjöllun um 20 algengar ilmkjarnaolíur * Vegleg námskeiðsmappa fylgir * Allt efni innifalið Leiðbeinandi á námskeiðinu er Rúna Björk Smáradóttir, ilmkjarnaolíufræðingur. Upplýsingar og skráning á www.palmarosa.is eða í síma 691 3129 (Rúna) LÆRÐU AÐ NOTA ILMKJARNAOLÍUR Fyrir einu ári lét Eva Heiða Önnudóttir draum sinn rætast og lærði köfun. Síðan þá hefur hún ekki setið auðum höndum heldur farið í fjölmargar köfun- arferðir, bæði innanlands og erlendis. „Þegar ég var átján ára fór ég með vini mínum í næturköfun og eftir það langaði mig ofsalega að læra köfun. Í mörg ár reyndi ég að fá ein- hvern með mér á köfunarnámskeið en það er svolítið erfiðara en að plata einhvern með sér til dæmis í ræktina. Þannig að lokum fór ég bara ein á námskeið og síðan hef ég verið á fullu í sportinu,“ segir Eva Heiða en um leið og hún fékk kaf- araréttindin fór hún í ferðalag til Suður-Afríku og þar naut hún þess að kafa. „Ég kafaði með hákörlum sem eru af þeirri tegund sem lætur menn yfirleitt í friði. Það voru bara nokkrar reglur sem maður þurfti að hafa í huga. Til dæmis má alls ekki klappa þeim og ekki synda á móti þeim heldur með þeim. Þetta var náttúrulega svolítið ógnvekjandi en ég er samt hræddari við að synda í hellum eða þröngum göngum.“ Eva fékk að kynnast þeim aðstæðum þegar hún fór með Sport- kafarafélagi Íslands í köfunarferð til Vestmannaeyja. „Við fórum í fjórar kafanir á þremur dögum og ein köfunin var fólgin í að skoða neðansjávarhelli. Til þess þarf maður að fara í gegnum 160 metra löng göng sem eru inni í einu kletta- beltinu. Ég þorði það nú ekki. Ætli innilokunarkenndin hafi ekki stopp- að mig þar sem það tekur tuttugu mínútur að komast í gegn og það er algjört myrkur allan tímann,“ segir Eva Heiða en köfunin gengur þó ekki eingöngu út á spennu. „Þó þetta sé algjört kikk þá er líka hægt að líkja köfuninni við hugleiðslu. Umhverfið er svo gjörólíkt því sem maður þekkir og allar áhyggjur og hugsanir eru skildar eftir fyrir ofan vatnið. Þetta er algjör tilfinninga- leg afslöppun og maður kemur upp alveg endurnærður.“ Eva Heiða fór í Köfunarskólann. is og tók bæði verklegt og munnlegt próf áður en hún fékk réttindin. „Maður þarf ekkert að vera í topp- formi til að læra köfun. Þetta tekur meira á lungun og úthaldið en styrk- inn. Svo eftir að maður er byrjaður í sportinu fær maður hálfgerða dellu. Ég dunda mér við að skoða alls konar köfunarbúnað og sæki reglulega í góða félagsskapinn hjá Sportkafarafélaginu. Ég þekkti engan þegar ég byrjaði en á nú fullt af kunningjum. Ég hef farið með þeim í alls kyns ferðir og nóg er framboðið. Á veturna er farið hverja helgi og síðasta gamlárs- kvöld fór ég til dæmis með félaginu að kafa í Þingvallavatni. Það var alveg meiriháttar,“ segir Eva Heiða að lokum. Nánari upplýsingar um köfun og köfunarskólann er að finna á heima- síðunum: kofun.is og kofunarskol- inn.is. erlabjorg@frettabladid.is Endurnærandi sport Kafað í Þingvallavatni. MYND ÚR EINKASAFNI/KOFUNARSKOLINN.IS Eva Heiða Önnudóttir sportkafari. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7 Allar nýjustu upplýsingar og fréttirá ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.