Fréttablaðið - 23.08.2006, Side 34
MARKAÐURINN 23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
Jón Skaftason
skrifar
Engin viðskipti hafa átt sér stað á hinum nýja
iSEC-markaði Kauphallar Íslands. Opnað var fyrir
viðskipti á markaðnum þriðja júlí síðastliðinn.
Hampiðjan er enn sem komið er eina félagið á
markaðnum.
Haraldur Pétursson, sérfræðingur KB banka,
segir iSEC-markaðinn ágætis hugmynd sem komið
hafi fram á röngum tíma. „Þetta snýst náttúru-
lega allt saman um peninga og ef að þeir fást
ekki er betra að einfaldlega bíða þar til rætist úr.
Hugmyndin er alls ekkert dauðadæmd, sérstaklega
ef ástand markaða batnar eins og við reiknum með
að gerist nú í haust og vetur.“
iSEC-markaðurinn er einkum ætlaður sprota-
fyrirtækjum og eru skráningarskilyrði ekki jafn
ströng og á aðallista Kauphallarinnar. Upphaflega
stóð til að opna markaðinn skömmu eftir síðustu
áramót en tafir urðu á.
Mörg fyrirtæki hafa verið orðuð við skráningu;
þeirra á meðal 3-Plús og CCP. Þá hugði íslensk-
bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect á skrán-
ingu en varð frá að hverfa í kjölfar misheppnaðs
hlutafjárútboðs.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar,
segir að vissulega hafi menn gert sér vonir um
kraftmeiri gang hins nýja markaðar. Hins vegar
sé engin ástæða til að örvænta; enda eðli smærri
markaða að velta sé lítil. „iSEC er spennandi kostur
fyrir ung vaxandi fyrirtæki í leit að fjármagni. Við
teljum það skyldu okkar og hlutverk að bjóða fyrir-
tækjum þennan kost.“
HB Grandi hefur þegar verið afskráð af aðallista
Kauphallarinnar og hyggur á skráningu á iSEC-
markaðinn annan október. Þórður býst við fimm til
tíu félögum til viðbótar á næstu tveimur misserum.
„Við teljum það bara tímaspursmál hvenær iSEC-
markaðurinn tekur við sér.“
Sjö vikur án viðskipta
Enn hafa engin viðskipti verið með bréf á iSEC-markaðnum.
Góð hugmynd en slæm tímasetning segir sérfræðingur.
KAUPHÖLL ÍSLANDS Forstjóri Kauphallarinnar segir bara tímaspursmál hvenær iSEC tekur við sér. Mikilvægt sé að Kauphöllin bjóði
ungum og vaxandi fyrirtækjum upp á þennan kost.
MP Fjárfestingarbanki hagnað-
ist sem nam 615 milljónum króna
á fyrri hluta ársins sem er yfir
78 prósenta aukn-
ing milli ára.
Jafngildir þetta
um 39 prósenta
arðsemi eigin
fjár á árs-
grundvelli.
H r e i n a r
rekstrartekjur
MP voru 1.077
milljónir króna.
Vaxtatekjur voru neikvæðar um
250 milljónir, þóknunartekjur voru
569 milljónir króna og gengishagn-
aður af fjármálastarfsemi var 725
milljónir króna. Mikill gengishagn-
aður varð af verðbréfastarfsemi
eða 1.693 milljónir króna, hins
vegar nam gengistap af gjaldmiðl-
um um 968 milljónum króna.
Heildareignir bankans voru
24,8 milljarðar króna um mitt
ár og höfðu dregist saman um
eitt prósent frá áramótum. Þar
af lækkuðu markaðsverðbréf og
eignarhlutur í öðrum félögum um
fimmtung frá áramótum og námu
15,6 milljörðum króna. Umsvif
bankans voru aukin erlendis en
efnahagsreikningur bankans hér-
lendis dróst saman.
Eigið fé bankans hækkaði um
einn milljarð króna á tímabilinu
og stóð í 4.378 milljónum króna
í lok júní. Hækkunin kemur að
hluta til vegna aukins hlutafjár en
innra virði hlutafjár hefur hækk-
að um 22 prósent á árinu, úr 3,35
í 4,09. Margeir Pétursson og félög
í hans eigu eiga stærstan hlut í
MP. - eþaSTYRMIR ÞÓR BRAGASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI MPBankinn skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins.
Nærri 40 prósenta arðsemi hjá MP
Mikill gengishagnaður af verðbréfum en gengistap af gjaldeyri.
Tveir af vinsæl-
ustu viðburð-
um sumarsins í
sjónvarpi, HM
á Sýn og Rock
Star Supernova á
Skjá einum, hafa
sogað til sín stór-
an hluta af aug-
lýsingamarkaðn-
um yfir þennan
rólegasta tíma
ársins. Kunnugir
segja að árang-
ur söngvararns
Magna hafi gert
Rockstar að gull-
námu. „Það vill nú
þannig til að við
höfum sett met í hverjum einasta
mánuði á þessu ári. Vissulega
hefur þessi ágæti þáttur gefið
okkur mikinn meðbyr,“ segir
Magnús Ragnarsson, sjónvarps-
stjóri Skjás eins, aðspurður um
þýðingu Rockstar fyrir stöðina.
Magnús bendir á að Skjárinn
hafi fjárfest svolítið í Rockstar
með því að óska eftir því að pruf-
ur færu fram
hérlendis. „Við
greiddum tölu-
vert af þeim
kostnaði til að
reyna að koma
inn manni. Það
heppnaðist og
við fengum til
baka ávöxtun
af því áhættu-
fé.“
Enski bolt-
inn er einnig
vinsæll við-
burður. Magnús
segir að við lok
síðasta keppn-
istímabils hafi
um tólf þúsund áskrifendur verið
að enska boltanum en reiknar
með að þeir verði komnir í sex-
tán þúsund fyrir árslok.
„Okkur hefur vegnað vel
á þessu ári, kannski af því að
við erum að selja einn, sterkan
miðil,“ segir Magnús og skýtur
skotum í átt að aðalkeppinautin-
um í 365. - eþa
MAGNI Á ÞAKI SKJÁS EINS Rock Star
Supernova nýtur vinsælda.
Áhættan skilaði sér
Rock Star Supernova reynist Skjánum búbót.
Stjórnendur rússneska
álfyrirtækisins Sual
neita fréttum þess efnis
að fyrirtækið ætli að
sameinast keppinaut
sínum og samlanda,
Rusal í október. Ef af
samruna fyrirtækjanna
verður mun bandaríski
álrisinn Alcoa, sem nú
um stundir er stærsti
álframleiðandi í heimi, verða sá
næststærsti á eftir sameinuðu
fyrirtæki Sual og Rusal.
Alexey Prokhorov, talsmaður
Sual, sagði í gær að fyrirtækið
tjái sig ekki um orðróm
en fréttir um hugsan-
legan samruna birtust
í rússneska dagblaðinu
Kommersant á dögun-
um.
Rusal, sem er þriðji
stærsti álframleiðandi
í heimi, og Sual vinna
nú þegar að því í sam-
einingu að auka fram-
leiðslu sína í NV-Rússlandi, að
sögn breska ríkisútvarpsins.
Þá er Rusal eitt þeirra fyrir-
tækja sem sýnt hefur áhuga á að
reisa álver á Norðurlandi. - jab
ÚR ÁLVERINU Á
GRUNDARTANGA
Rusal hefur sýnt
áhuga á að reisa
álver á Norðurlandi.
Álrisi í fæðingu?
Heildarviðskipti erlendra aðila
með innlend verðbréf námu
rúmum 6,7 milljörðum króna á
öðrum ársfjórðungi, samkvæmt
tölum frá Seðlabanka Íslands.
Verðbréfaviðskipti erlendra aðila
hér á landi hafa dregist saman um
þrjátíu og átta prósent sé miðað
við sama tímabil í fyrra.
Erlendir fjárfestar keyptu
skuldabréf fyrir rúma 5,5 millj-
arða króna á öðrum ársfjórðungi
en hlutabréf fyrir 422 milljónir.
Í Morgunkornum Glitnis segir
að neikvæð umræða um íslenskt
fjármálakerfi í erlendum fjöl-
miðlum virðist hafa haft áhrif á
fjárfestingar erlendra aðila hér á
landi. Þá hafi veiking krónunnar
ekki bætt úr skák og hvatt erlenda
fjárfesta til að innleysa eignir
sínar í innlendum verðbréfum.
Seðlabankinn birti ekki alls
fyrir löngu tölur um fjármuna-
eign erlendra aðila hér á landi.
Athygli vakti að um fimmtung
erlendrar fjárfestingar hér á
landi má rekja til lágskattasvæða
á borð við Ermarsundseyjuna
Guernsey. -jsk
Minni verðbréfakaup að utan
Verðbréfakaup erlendra aðila hér á landi hafa
dregist saman um fjörutíu prósent.
9,4%Him
in
n
og
h
af
–
S
ÍA
Besta ávöxtunin
Býður nokkur betur?
Stuttur skuldabréfasjóður og Langur skulda-
bréfasjóður SPRON Verðbréfa báru hæstu
vextina á síðustu 6 og 12 mánuðum, miðað við
síðasta skráningardag 31. 7. 2006, í samanburði
við alla sambærilega verðbréfasjóði á Íslandi.
Ofanskráðar upplýsingar eru fengnar á www.sjodir.is,
sem er óháð upplýsingasíða um verðbréfasjóði.
Rekstrarfélag SPRON sér um rekstur þeirra fimm sjóða sem eru verðbréfasjóðir skv. lögum
nr. 30/2003. Nánari upplýsingar má nálgast í útboðslýsingu hjá SPRON Verðbréfum.
12,1% Stutturskuldabréfasjóður
Langur
skuldabréfasjóður