Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 23.08.2006, Qupperneq 43
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 S K O Ð U N S P Á K A U P M A Ð U R I N N Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta í síðustu viku. Hækkunin tók gildi á mánudag og fóru vextirnir í 13,5 prósent. Stýrivaxtahækkunin var sú fimmta á árinu og sú 16. á rúmum þremur árum. Í rökstuðningi Seðlabankans fyrir hækkuninni segir að þótt útlit sé fyrir að verðbólga á þriðja fjórðungi ársins verði eitthvað minni en spáð var í Peningamálum í júlí breyti framvindan ekki því að verð- bólga sé langt yfir markmiði bankans. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins í síðustu viku kemur fram að hækkun stýrivaxta hér sé ekk- ert einsdæmi því vextirnir hafi verið á uppleið í helstu við- skiptalöndum okkar síðustu misserin. Í Bandaríkjunum hafa stýrivextir hækkað sautján sinn- um síðastliðin tvö ár samfara auknum áhyggjum af hækkandi verðbólgu og standa nú í 5,25 prósentum. Nú virðist hægja á verðbólgu og hækkaði bankinn ekki vexti í byrjun mánaðarins. En greiningaraðilar eru ekki á einu máli um hvort hækkana- hrinan sé á enda. Segja sumir um stutt hlé að ræða en aðrir lesa úr ákvörðun Ben Bernankes seðlabankastjóra að bankinn hafi áhyggjur af því að kæfa allan vöxt í hagkerfinu. Í Vefritinu segir ennfremur að verðbólguhorfur á evrusvæðinu hafi versnað að einhverju leyti. Verðbólga er nú lítillega yfir verðbólgumarkmiði Evrópska seðlabankans en stýrivextir hafa hækkað síðan á vetrarmánuðum 2005 og standa nú í þremur pró- sentum. Þá hækkaði Seðlabanki Japans nýverið stýrivexti um 25 punkta. Vextir í Japan höfðu staðið í núll prósentum síðan efnahagslægðin reið yfir Asíu um síðustu alda- mót. Virðist nú sem hagkerfið sýni nokkuð skýr og stöðug bata- merki eftir rúmlega fimmtán ára stöðnun. Fleiri lönd hafa rifið sig upp úr efnahagslægðinni og er Kína eitt þeirra. Nú er svo komið að hag- kerfið þar hefur hitnað umtals- vert síðustu misseri. Á öðrum ársfjórðungi mældist 11,3 pró- senta hagvöxtur miðað við sama tíma í fyrra. Seðlabanki landsins hefur gripið til ýmissa aðgerða til að hægja á, til dæmis með hækkun vaxta og bindiskyldu bankanna. Að mati greiningar- deildar KB banka hafa aðgerðir kínverska seðlabankans ekki borið árangur. Sérfræðingar telja einu leiðina til að hægja á hagkerfinu að leyfa umtalsverða styrkingu á kínverska gjaldmiðl- inum, þvert á álit ráðamanna sem hafa frá því gengi júans var sett á flot í júní í fyrra reynt að koma í veg fyrir of mikla og snögga gengishækkun. Og aftur að íslensku stýrivöxt- unum því greiningardeild KB banka spáir því að Seðlabankinn muni lækka vexti sína á fyrstu þremur mánuðum næsta árs og verði þeir komnir í sjö prósent á vordögum 2008. - jab Vaxtahækkanir víðar en á Íslandi Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Ég var nýkominn í bæinn þegar markaðurinn fór á flug. Þetta hljómar eins og spennandi saga af íslenskum bankamanni nema það að þetta gerðist í alvörunni. Allir voru byrjaðir að tala um að ekkert myndi gerast á markaðn- um fyrr en í fyrsta lagi í haust, jafnvel ekkert fyrr en eftir ára- mót. Bankarnir myndu liggja í dvala þangað til. Ég tek allri svona umræðu með góðum fyr- irvara, deildi í hana með tveimur og fékk út að hlutirnir gerðust fyrr. Enda engin ástæða til að líta hlutina öðrum augum þegar annað hvert félag í Kauphöll er á undirvirði. Ég lagði nánast allt það sem ég gat í bankana, FL Group og Straum. Tæmdi alla vasa og reikninga á ofurvöxtum og hefði meira að segja selt stigaganginn í Berlín ef það hefði ekki tekið hálft ár að ganga frá sölunni. Verst þótti mér að brjóta forláta Tröllabauk sonar míns sem ég hafði erft hann að. Hver gleymir Trölla sem sönglaði: “Í kolli mínum geymi ég gullið.” Ástandið á markaðnum síðustu dagana minnti mann hálfpartinn á brjálæðið um áramótin nema þá var ég á söluhliðinni. Nú eru bankarnir og flest fyrirtækin á hagstæðum kennitölum og hafa hækkað um tíu prósent á einni viku. Þetta var nánast bruna- útsala á bankabréfum. Auðvitað vissi ég að lífeyris- sjóðirnir væru komnir á stjá eins og hungraður skógarbjörn að vori nema að þessi björn var frekar eins og sturlað naut. Þegar dýptin á markaðnum er álíka mikil og í grunnu lauginni þá rýkur allt upp úr öllu valdi. Mér líst vel á framhaldið og horfi á Úrvalsvísitöluna í sex þúsund stigum í september eða jafnvel enn fyrr. Bankarnir eru á góðri leið með að fjármagna sig á næsta ári og fá þann traustsstimpil sem gerir þá tilbúnari í næstu verkefni. Exista-skráningin verður að veruleika í næsta mánuði og þá er ekki verra að eiga í KB banka. Þeir ætla að borga auka- arð í formi Exista bréfa en ég get varla séð að markaðurinn hafi áttað sig á því. Svo var Lansinn á algjörum tombóluprís í 21. Ég er því glaður og reifur þessa stund- ina en auðvitað verður maður að halda vöku sinni því það gárar reglulega þann heim sem við lifum í. Spákaupmennska er ekki meðfæddur hæfileiki en eins og með aðrar kappgreinar þá skapar æfingin meistarann. Spákaupmaðurinn á horninu Trölla fórnað í æsingi DRAUMA LITIR DUGGU VOGI 4 • 104 REY KJA VÍK • SÍMI 5 88 8000 www.sli ppfelag id.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.