Fréttablaðið - 23.08.2006, Síða 46
MARKAÐURINN
F Ó L K Á F E R L I
23. ÁGÚST 2006 MIÐVIKUDAGUR16
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
HLYNUR SIGURÐSSON hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.
og tekur við
starfinu 1. sept-
ember næst-
komandi. Hann
lauk meistara-
prófi í rekstrar-
verkfræði frá
Háskólanum í
Álaborg árið
2002 og hefur
verið innkaupa-
stjóri Fríhafnarinnar frá 2003. Hlynur
hefur jafnframt starfað sem afleysinga-
kennari í stjórnun og rekstri fyrirtækja
við Meistaraskólann í Reykjavík. Hann
er kvæntur Helgu Völu Gunnarsdóttur
félagsfræðingi og eiga þau þrjú börn.
Sturla Eðvarðsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar
undanfarin fjögur ár, hefur ráðið
sig til starfa sem framkvæmdastjóri
Samkaupa.
HALLDÓR G. Eyjólfsson hefur verið ráð-
inn í starf forstjóra Sjóklæðagerðarinnar
- 66°Norður, eins
elsta framleiðslu-
fyrirtækis lands-
ins. Undanfarinn
áratug hefur
framleiðsla fyrir-
tækisins og sala
á fjölbreyttum
fatnaði til útivistar
aukist mjög og
fyrirtækið fengið margvísleg verðlaun
fyrir hönnun sína og markaðsstarf
síðastliðin ár. Í dag rekur fyrirtækið tíu
verslanir á Íslandi undir vörumerkjum 66°
Norður og Rammagerðarinnar.
66°Norður hefur verið í útrás á síðustu
árum. Í dag eru þrjár verslanir í
Lettlandi og sú fjórða verður opnuð á
næstunni. Þar að auki fást vörurnar hjá
endursöluaðilum í fjölmörgum öðrum
löndum. Halldór starfaði áður sem
framkvæmdastjóri hjá Sjóvá Almennum
tryggingum hf. og þar áður sem fram-
kvæmdastjóri hjá Kristjáni
Guðmundssyni og deildarstjóri hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Halldór
er kvæntur Sólveigu H. Sigurðardóttur
lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn.
Atvinnuleysi í Bretlandi jókst um
0,3 prósent á öðrum fjórðungi
ársins og jafngildir það 5,5 pró-
senta atvinnuleysi. Samkvæmt
þessu eru 1,68 milljónir manna
án atvinnu í landinu en atvinnu-
leysi hefur ekki mælst meira í
Bretlandi síðastliðin sex ár.
Atvinnulausum hefur fjölgað
um 250 þúsund frá sama tíma
í fyrra sem er mesta aukning
atvinnuleysis í áratug.
Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi
hafa aldrei verið jafn margir á
atvinnumarkaði í Bretlandi á
sama tíma eða tæpar 29 milljónir
manna og hafa aldrei verið jafn
margir í vinnu þar í landi síðast-
liðin 36 ár. -jab
MANNHAF Í LUNDÚNUM Á Oxfordstræti
í Lundúnum er ys og þys allan ársins hring.
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur aukist lítillega,
en ástandið er samt betra en oft áður.
Aukið
atvinnuleysi í
Bretlandi
Hagvöxtur í Frakklandi jókst um
1,1 prósent í júní. Landsframleiðsa
jókst um 0,5 prósent á fyrsta
ársfjórðungi og er búist við að
framleiðslan aukist um 1,9 pró-
sent á árinu. Thierry Breton,
fjármálaráðherra landsins, er
hæstánægður með aukninguna,
sem er sú mesta í tuttugu ár.
Nokkur viðsnúningur hefur
verið í frönsku efnahagslífi
en ríkisstjórn Dominique de
Villepins, forsætisráðherra,
hefur haft það á stefnuskrá
sinni að auka hagvöxt og minnka
atvinnuleysi.
Breska ríkisútvarpið hefur
eftir David Naude, hagfræðingi
hjá Deutsche Bank, að á fyrsta
ársfjórðungi hafi fyrirtæki í
Frakklandi haldið að sér höndum
og dregið úr eyðslu. Óttast hafi
verið að þau myndu endurtaka
leikinn á öðrum ársfjórðungi
vegna tíðra hækkana á heims-
markaðsverði á olíu. Hækkanirnar
virðast hafa haft tímabundin áhrif
á vöxt fyrirtækja því raunin varð
önnur á öðrum fjórðungi ársins,
að hans sögn. - jab
FORSÆTISRÁÐHERRANN OG FJÁRMÁLARÁÐHERRANN Thierry Breton, fjármála-
ráðherra Frakklands, er hæstánægður með hagvöxt í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Ánægður með hag-
vöxt í Frakklandi
Neytendasamtökum Evrópu bár-
ust tæplega 400 kvartanir vegna
írskra flugfélaga á fyrstu sex
mánuðum ársins. Flestar kvart-
anir bárust frá farþegum sem
flugu með lággjaldaflugfélaginu
Ryanair en 133 farþegar fundu
eitt og annað að starfsemi þess.
Rúmlega helmingi færri, eða
62, kvörtuðu vegna Air Lingus.
Flestar kvartanirnar voru
vegna tafa eða niðurfellinga á
flugi og vegna skemmda eða
taps á farangri.
Neytendasamtökin segja niður-
stöðurnar benda til þess að ein-
ungis þriðjungur flugfarþega
kvarti þegar eitthvað bjáti á.
Þá segja samtökin ennfremur
að flugfélögin fari oftar en ekki
á svig við þær reglur sem þeim
séu settar. Sé meðal annars á
þau lagt að endurgreiða fyrir
flug sem fellur niður og koma
farþegum á áfangastað með
öðru flugi. Sé það ekki í boði á
flugfélagið að greiða fyrir fæði
handa flugfarþegum og jafnvel
gistingu.
Í stað þessa hafa farþegar,
sem orðið hafa fyrir óþægindum
vegna tafa og fleiri þátta, orðið
að greiða öll útgjöld sjálfir og
senda síðan flugfélaginu reikn-
ing fyrir útlögðum kostnaði, að
sögn Neytendasamtakanna. - jab
VÉL FRÁ RYANAIR Flestir flugfarþegar á Írlandi kvörtuðu yfir Ryanair á fyrstu sex
mánuðum ársins.
Oftast kvartað yfir Ryanair