Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 58
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR16 TOPP5: KEANU REEVES Keanu Reeves býr kannski ekki yfir sömu leikhæfileikum og Robert de Niro eða Al Pacino en hann hefur svo sannarlega haft heppnina með sér svo ekki sé nú talað um útlitið. Reeves varð fyrst þekktur fyrir leik sinn sem aulabárðurinn Ted í Bill´s and Ted´s Excellent Adventure (1989) en vann sig smám saman upp í alvarlegri hlutverk með myndum eins og Point Break (1991), Much Ado about Nothing (1993) og Speed (1994). Hér eru þær fimm bestu á ferlinum. 1. My Own Private Idaho (1991). Líf hórdrengja er meginviðfangsefni kvikmyndar Gus van Sant, sem byggir að hluta á verki Williams Shakespeare Hinrik V. Vel unnin mynd og einkar eftirminnileg vegna þátttöku Rivers Phoenix sem lést ungur að aldri úr eiturlyfjaneyslu nokkrum árum síðar. 2. Dangerous Liaisons (1988). Reeves leikur ungan tónlistarkennara sem verður peð í valdatafli siðlauss aðals- fólks á 18. öld. Búningadrama eins og það gerist best þar sem leikstjórinn Stephen Frears nær því besta úr leikara- hópnum, með Glenn Close og John Malkovich í fararbroddi. 3. Matrix (1999). Veruleikinn eins og við þekkjum hann byggir á tálsýnum véla, sem hafa náð yfirráðum í heim- inum. Reeves í feiknaformi í vísinda- skáldskap með biblíulegum stefjum sem gat af sér tvær (og að sumra mati langdregnar) framhaldsmyndir. 4. Sweet November (2001). Mynd um dauðvona konu sem fær sér nýja elskhuga í hverjum mánuði þar til hún fær ör í hjartastað. Sumum þykir myndin keyra um þverbak í væmni, en hér er hún tekin fram yfir vinsælar myndir á borð við Speed vegna sann- færandi samleiks Reeves og Charlize Theron. 5. Bram Stoker´s Dracula (1992). Sagan um greifann blóðþyrsta, sem er eftirminnilega túlkaður af Gary Oldman, sett fram sem ódauðleg ástarsaga með hæfilegu magni af blóðsúthellingum. Reeves leikur Johnatan Harker sem reynir að bjarga unnustu sinni frá blóðsugunni og illþýði hennar. ... að hver manneskja borðar á ævinni jafn mikinn mat og samsvarar þyngd sex fullorðinna fíla? ... að fyrsta matreiðslubókin sem vitað er um var gefin út á fjórðu öld fyrir krist. Það var gríska skáldið Archestratus frá Gela sem setti saman nokkur hundruð uppskriftir í bundnu máli? ... að heimsendar pítsur þekktust á Ítalíu á 19. öld? ... að fyrsti pítustaðurinn í Bandaríkj- unum var opnaður í New York árið 1895? ... að kaffi kólnar hraðar ef rjóminn er settur út í síðast? ... að til þess að búa til tvo bolla af kaffi þarf baunir af tveimur kaffi- trjám? ... að kaffi var fyrst notað sem meðal? ... að á Indlandi er mjólk seld í frosn- um kubbum? ... að á vissum stöðum í Tíbet, Mong- ólíu og Kína er te drukkið með salti en ekki sykri? ... að hver Bandaríkjamaður borðar þrjátíu og fimm þúsund smákökur á ævinni? ... að sykur var eitt sinn svo sjald- séður í Evrópu að hann þótti jafn verðmætur og gimsteinar? Sykur þótti til að mynda góð brúðargjöf fyrir kóngafólk. ... að á 14. öld var sykur notaður sem meðal? ... að kartöflur eru hvorki grænmeti né ávextir? ... að í Mið-Ameríku á 18. öld máttu aðeins þeir sem höfðu náð 60 ára aldri drekka súkkulaði? ... að það eru til um það bil 500 mis- munandi tegundir af banönum? ... að spagettí er kínverskur réttur? Kínverjar borðuðu spagettí mörg þúsund árum áður en Ítalir fóru að búa það til? VISSIR ÞÚ ... AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.