Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 66
 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR30 Skáldið og grínistinn Þor- steinn Guðmundsson hefur gefið út nýja ljóðabók sem gæti allt eins kallast brand- arabók eða nótnabók uppi- standara. „Þetta er bara svona hugarflug einmana manns í Þingholtunum. Ég skrifa um það sem ber fyrir augu og gerist í lífi fertugs manns,“ segir Þorsteinn Guð- mundsson um nýju ljóðabókina, Barkakýli úr tré. Umfjöllunarefni bókarinnar er því að miklu leyti daglegt líf og skrítnar hugdettur og segir Þorsteinn að þau ættu því að vera auðveld aflestrar og eiga við marga. „Ljóðin eru að minnsta kosti afskaplega einföld á yfir- borðinu, enda eru nokkur ljóðanna það sem margir myndu bara kalla setningar. Ég ætlaði fyrst að kalla þetta ljóð og fyrirsagnir, því sum ljóðanna minna á fyrirsagnir í blöðum eða fyrirsagnir í auglýs- ingum. Þetta er því bara stutt og laggott,“ segir Þorsteinn og hlær. Þorsteinn er enginn nýgræð- ingur í skáldskapnum þótt margir þekki helst til hans sem leikara og uppistandara. „Ég byrjaði að skrifa út úr hallæri þegar ég var atvinnulaus leikari. Þá fór ég að skrifa leikrit sem ég sendi í pósti út á land og reyndi að selja skól- um. Svo vatt þetta upp á sig.“ Hann hefur gefið út þrjár ljóða- bækur hjá Eddu, Klór frá árinu 2000, Hunda- bókina frá 2002 og Fífl dagsins sem gefin var út í hittifyrra, en hefur nú gengið til liðs við Nýhil. „Það er heiður að fá að vera með vegna þess að þetta er kraftmikið fólk og ótrúlegur drif- kraftur þarna að baki,“ segir Þorsteinn spurður um hvaða þýðingu það hafi fyrir hann að vera genginn í raðir Nýhils. „Þau eru að skrifa ljóð með nýja afstöðu. Mín kynslóð og eldri kynslóðir hafa verið uppteknar af því að hugsa hvort ljóðið væri þess virði að gera það, hvort það væri dautt og eitthvað svoleiðis. En þetta fólk er bara að vinna að ljóðlist eins og ekkert sé sjálfsagðara og mér finnst það mjög heilbrigt.“ Þorsteinn segir þó að les- endur hans megi ekki láta ljóðatit- ilinn hræða sig frá bókinni. Í henni sé hann að gera það sem honum er tamt og að ljóðin séu alls ekki langt frá því sem hann sé búinn að vera að gera í uppistandi og gríni. „Fólk má ekki láta hræða sig frá bókinni að hún sé kölluð ljóðabók, því það má alveg eins kalla hana brandarabók, nótnabók eða hvað sem er. Bókin er fyrst og fremst fyrir þá sem hafa haft gaman af því sem ég er búinn að vera að gera.“ Hann segist geta fallist á að ljóðin sín séu að minnsta kosti hálfgert grín. „Fólk flissar upp úr bókinni og ég kann vel við það. Þar er ég á heimavelli,“ bætir Þorsteinn við. Barkakýli úr tré er kilja í vasa- bókarbroti og kostar 1.890 kr. Útgefandi bókarinnar er Nýhil og Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld ritar formála. annat@frettabladid.is LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður matur, miði og frítt í Göngin til baka í boði Landnámsseturs Frá kr. 4300 - 4800 MIDAPANTANIR Í SÍMA 437 1600 Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi Föstudag 25. ágúst kl. 20 Uppselt Laugardag 26. ágúst kl. 20 Uppselt Laugardag 2. september kl. 20 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 15 Uppselt Sunnudag 3. september kl. 20 Uppselt Fimmtudag 7. september kl. 20 Laus sæti Föstudag 8. september kl. 20 Laus sæti Laugardag 9. september kl. 20 Laus sæti Sunnudagur 10. september kl. 16 Laus sæti Föstudagur 15. septemberkl. 20 Laugardagur 16. september kl. 20 Laugardagur 23. september kl. 20 Sunnudagur 24. september kl. 16 Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Næstu sýningar: Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Á Blús tekur KK fyrir tólf af sínum uppáhalds blúslögum. Lögin eru eftir nokkrar af stórstjörnum blústónlistarinnar, þeirra á meðal Howlin Wolf, Willie Dixon, Muddy Waters, Carey Bell, Lowell Fulson, Little Walter Jacobs, Big Bill Broonzy, Jimmy Reed, John Mayall og JJ Cale. Í stað uppruna- legu textanna eru hins vegar komnir nýir íslenskir textar eftir Braga Valdimar Skúlason, sem er ein af aðalsprautum Baggalúts. Það er óhætt að hrósa KK og aðstandendum þessarar útgáfu fyrir vönduð vinnubrögð. Hljóð- færaleikur er óaðfinnanlegur, það hefur verið lögð alúð í útsetningar og umslagið er glæsilegt. Ég veit ekki hvort það var þörf á því að semja nýja texta, en þessir textar Braga falla alla vega mjög vel að tónlistinni. Umfjöllunarefnin eru í anda blúsins og eins og í uppruna- legu textunum er mikið af endur- teknum frösum sem fylgja tónlist- inni. Mér finnst samt hljómurinn vera full poppaður. Það hefði pass- að þessari tónlist vel að hafa hann svolítið hráan og skítugan. Það kemur ekkert á óvart á plötu eins og þessari, enda varla ætlunin. Hér er verið að rifja upp gamla takta og kynna þá fyrir nýjum hlustendum, ekki verið að þróa blúsinn áfram tónlistarlega. Lagavalið er nokkuð fjölbreytt. Það er komið við í mismunandi afbrigðum blústónlistarinnar. Blús er plata sem rennur þægi- lega og hnökralaust í gegn. Hún er ánægjuleg, en ristir ekkert sér- staklega djúpt. Eins og gjarnan með vel heppnaðar tökulagaplötur þá vekur hún hjá manni löngun til þess að grafa upp upprunalegu útgáfurnar og kynna sér þá lista- menn sem eiga heiðurinn af þeim. Trausti Júlíusson Vönduð og vel gerð KK BLÚS Niðurstaða: Blús er vönduð og vel gerð plata sem safnar saman nokkrum úrvalslögum úr sögu blústónlistarinnar. Hún ristir ekki mjög djúpt, en rennur þægilega í gegn. Breski myndlistarmaðurinn Alistair Macintyre sýnir í gall- eríi Turpentine í Ingólfsstræti en sýningin „Vanishing point“ var opnuð á Menningarnótt. Í frétta- tilkynningu um sýninguna er þess getið að verk hans vísi sterklega til landakorta þar sem landfræðileg tákn verði að per- sónulegri túlkun listamannsins á árþúsunda tilvist mannsins á jörðinni. Verk sín vinnur Macintyre með nokkurs konar ísþrykki en hann setur ísblokkir á pappírsörkum og lætur þær bráðna. Í ísnum kemur hann fyrir járnformum sem síðar ryðga og gefa frá sér lit og áferð á pappírinn. Fyrri verk hans hafa stuðst við tákn kortagerðar og land- mælinga en Macintyre hefur meðal annars sýnt þau á Kjar- valsstöðum og í Gerðarsafni. Sýningin er opin þriðudaga til föstudaga milli 12-18 og á laugar- dögum milli 11-16 til 5. septemb- er. -khh Ísþrykk í Turpentine MYNDLIST ALISTAIRS MACINTYRE Náttúruöflin og eðilsfræðin mætast á pappír. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 20 21 22 23 24 25 26 Miðvikudagur ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Sýning á verkum sem til- nefnd voru til norrænu Carnegie Art Award listverðlaunanna í ár stendur yfir í Hafnarhúsinu. Verk rúmlega tuttugu málara eru á sýn- ingunni en þar á meðal eru verk eftir Finnboga Pétursson, Steingrím Eyfjörð og Jón Óskar auk verka eftir Eggert Pétursson sem hlaut önnur verðlaun í keppninni.  11.00 Sumarsýning Hafnarborgar sækir innblástur sinn til meistara Kjarvals. Á sýningunni Hin blíðu hraun er úrval verka eftir fimm íslenska myndlistarmenn sem allir vinna með hraunið. Sýningarstjóri er Jón Proppé. Sýningin er opin milli 11-17 en henni lýkur 28. ágúst.  Í anddyri Norræna hússins stendur yfir ljósmyndasýning frá Austur-Grænlandi eftir Ole G. Jensen. Hann þekkir þennan hluta Grænlands betur en flestir en hann hefur verið búsettur þar með hléum síðan 1975. Sýningunni lýkur á sunnudaginn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Fólk má flissa upp úr ljóðabókinni HEIÐUR AÐ VERA MEÐ Í NÝHIL Grínistinn og ljóðskáldið Þorsteinn Guðmundsson er á heimavelli þegar kemur að gríni og uppistandi og því kemur ekki á óvart að ljóðin úr nýrri ljóðabók hans, Barkakýli úr tré, eru ekki langt frá uppistandi og gríni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dansleikhúsdrottningin Pina Bausch er væntanleg hingað til lands um miðjan næsta mánuð ásamt 50 manna danshópi sínum, Pina Bausch Tanztheater Wupper- tal. Hópurinn mun sýna dansverk- ið Aqua fjórum sinnum í Borgar- leikhúsinu, fyrsta sýningin verður 17. september og er miðasalan hafin. Sýningin var frumsýnd árið 2001 en hefur síðan verið sýnd víða við fádæma góðar undirtektir. Pina Bausch er einn áhrifa- mesti sviðslistamaður samtímans og brautryðjandi á sviði dansleik- húss í heiminum og er því mikill fengur fyrir íslenskt leikhúsfólk og dansáhugamenn að komu henn- ar hingað. -khh Frumkvöðull til Íslands DANSLEIKHÚSLISTAKONAN PINA BAUSCH Kemur til Íslands í september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.