Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 72
36 23. ágúst 2006 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is ÍSLANDSÚRVAL NOREGS Indriði Sigurðsson Veigar Páll Gunnarsson Kristján Örn Sigurðsson Garðar Jóhannsson Stefán Gíslason Árni Gautur Arason Ólafur Örn Bjarnason Haraldur Freyr Guðmundsson Ármann Smári Björnsson Birkir Bjarnason Jóhannes Harðarson 4-3-3 Vålerenga Brann Brann BrannLyn Aalesund Start Lyn Stabæk Viking Frederikstad FÓTBOLTI Íslenskir knattspyrnu- menn hafa nánast myndað loftbrú til meginlands Evrópu undanfarn- ar vikur og mánuði en þeim fer sífellt fjölgandi sem gerast atvinnumenn, sér í lagi á Norður- löndunum. Nú síðast sömdu þeir Ármann Smári Björnsson og Garð- ar Jóhannsson við norsk lið, Brann og Frederikstad, og eru íslenskir atvinnumenn þar með orðnir ell- efu talsins í Noregi og gætu þar með myndað heilt knattspyrnulið. Til glöggvunar og skemmtunar stillir Fréttablaðið upp þessum leikmönnum í slíkt „Íslendingalið“ hér til hliðar. „Þetta kemur vissulega í bylgj- um,“ segir Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna í samtali við Fréttablaðið um þessa miklu útrás íslenskra leikmanna. „Þetta fer mikið eftir því hvernig leikmenn standa sig þarna úti. Núna hafa íslenskir knattspyrnu- menn mjög gott orð á sér, Í Noregi mynda Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson besta miðvarðapar Noregs sem fær á sig fæst mörk og Veigar Páll Gunnarsson skorar flest mörk allra. Í Svíþjóð varð Gunnar Heið- ar Þorvaldsson markakóngur í fyrra og fleiri leikmenn, eins og Pétur Marteinsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Helgi Valur Daníels- son og Kári Árnason, eru að standa sig vel og á það reyndar við um alla þessa stráka.“ Fleira kemur við sögu eins og aukið fjármagn í íþróttafélögum á Norðurlöndunum, sér í lagi í Nor- egi. „Norðmenn borga betur en Svíarnir en það er ódýrara að lifa í Svíþjóð. En peningurinn í þessum bolta er að aukast smátt og smátt og síðast var sjónvarpsrétturinn í Noregi seldur mjög dýrt. Það hjálpar einnig félögunum að skattareglur eru hagstæðari fjár- festum en hér á landi. Þar er hægt að fá fjárframlög til lista og íþrótta og fleira í þeim dúr frádráttarbær frá skatti og myndi það breyta miklu fyrir íslensk félög ef þau fengju þetta einnig í gegn. En fyrst og fremst segir hann ástæðuna vera gott orð sem íslenskir knattspyrnu- menn hafa á sér. „Þeir leggja hart að sér og skapa engin vand- ræði utan vallar. Árangur Íslend- inga hefur vakið athygli og rétti- lega svo.“ Eins og málin standa nú eru 25 íslenskir leikmenn samnings- bundnir knattspyrnuliðum á Norð- urlöndunum. Samkeppnin um stöð- ur í íslenska landsliðinu er því orðin gífurlega mikil því þar að auki eru fjórtán Íslendingar að leika reglulega með aðalliðum ann- arra félaga víða um Evrópu. Alþjóðlegi félagaskiptaglugg- inn lokar um næstu mánaðamót þar til hann opnar aftur um ára- mótin og segir Ólafur að fleiri leik- menn gætu verið á förum héðan til erlendra liða. „Það er möguleiki. Það eru nokkur mál í gangi og nokkrir leikmenn sem hafa bara gott af því að fara á næsta stig og þroska sína hæfileika. Þeir eru þó nokkrir sem gætu vel tekið þetta skref.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is GARÐAR JÓHANNSSON Á leið til norska úrvalsdeildarliðsins Frederikstad sem Ríkharður Daðason lék áður með. Er hér (númer 30) í leik með Val gegn ÍBV FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leggja hart að sér og eru til friðs Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna, segir að ástæðan fyrir vinsældum íslenskra knattspyrnu- manna í Skandinavíu sé það góða orð sem þeir hafa á sér. Hann segir að fleiri gætu verið á leiðinni út. FÓTBOLTI Samkvæmt reglum Knatt- spyrnusambands Íslands skiptist söluverð Garðars Jóhannssonar á milli Vals og KR, þeim félögum sem hann hefur leikið með undan- farin þrjú ár. Garðar heldur í dag til Noregs þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við norska úrvalsdeildarliðið Freder- ikstad. Garðar gerði því stuttan stans hjá Valsmönnum sem hann gekk til liðs við frá KR í júlí síðastliðn- um. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, segir reglurn- ar kveða á um ákveðinn útreikning á skiptingu söluverðsins. „Fjórð- ungur gengur alltaf beint til félags- ins sem viðkomandi leikmaður er samningsbundinn og svo 25 pró- sent fyrir hvert ár sem leikmaður- inn var samningsbundinn ákveðnu félagi. Án þess að hafa reiknað þetta nákvæmlega er samkvæmt þessu hlutur Vals 25 prósent plús 5-10 prósent til viðbótar fyrir þann tíma sem hann var hjá Val.“ Samkvæmt reglunum á KR þá rétt á meirihluta söluverðs Garð- ars en aðspurður vill Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Vals ekki segja hvað félögin tvö sömdu um í þessu tilviki. „Þetta er í reglunum og förum við eftir þeim eins og aðrir,“ sagði Ótthar. „Það er búið að semja við alla aðila í þessu máli en ég verð að halda trúnaði og get ekki greint frá því hvers kyns samkomulagið er.“ Garðar er fimmti leikmaður Vals sem félagið selur á undan- förnu ári en hinir eru Garðar Gunnlaugsson, Ari Freyr Skúla- son, Bjarni Ólafur Eiríksson og Sigþór Júlíusson en allir héldu þeir utan í atvinnumennsku nema sá síðastnefndi – hann fór í KR. „Þetta er bara eins og hlutirnir eru í dag. Það er draumur margra knattspyrnumanna að fara í atvinnumennsku og félögin á Íslandi lifa að stórum hluta á þeim peningum sem þau fá fyrir að selja leikmenn. Þetta virkar því í báðar áttir en tilboðið sem við fengum í Garðar var nógu hagstætt til að taka því.“ Hann kvíðir þó ekki lokasprett- inum í deildinni. „Við erum með stóran og breiðan hóp og það kemur maður í manns stað. Stefn- an er enn sett á annað sæti deildar- innar og breytist það ekkert við þetta.” - esá GEKK ILLA Í KR Garðar skoraði ekki mörg mörk í KR-búningnum. Hér er hann í leik gegn FH, í baráttu við Auðun Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bæði Valur og KR græða á sölu Garðars Jóhannssonar til Noregs: KR fær vænan hlut af söluverði Garðars Valsarinn Garðar Jóhannsson mun í dag halda til Noregs þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá norska úrvalsdeildarliðinu Frederikstad og ef allt gengur að óskum mun hann skrifa undir samning hjá félaginu. Frederikstad vann um daginn Noregs- meistarana í Vålerenga í fjórðungsúr- slitum norsku bikarkeppninnar, 3-2, og í kjölfarið var þjálfari Vålerenga, Kjetil Rekdal, rekinn úr starfi en árangurinn hjá Árna Gauti Arasyni og félögum hans í ár hefur ekki staðist væntingar. „Það hefur ekki verið stefnan hjá mér að komast í atvinnumennskuna en ég ákvað að grípa tækifærið þegar það gafst,” sagði Garðar við Fréttablaðið í gær. „Nú fer maður þarna út með það fyrir augum að standa sig. Norska deildin býður upp á fleiri tækifæri en sú íslenska og aldrei að vita hvað gerist svo í kjölfarið ef maður stendur sig vel.” Þetta er ekki í fyrsta skipti í sumar sem Garðar skiptir um félag en um miðjan júlímánuð gekk hann til liðs við Val frá KR. Hjá Val sló hann í gegn og skoraði fjögur mörk í sínum fyrstu tveimur leikjum hjá félaginu, þar af þrennu gegn ÍBV í deildinni. „Seinni hlutinn af sumarinu hefur verið mjög góður en fyrri hlutinn var fremur leiðinlegur,” sagði Garðar sem gekk til liðs við KR fyrir tímabilið 2003. „Það var allt annað líf að koma í Val og það var mikill léttir að komast í burtu frá KR. Þar gekk fátt upp hjá mér, ég lenti í meiðslum og fékk ekki að spila lengi vel. Ekki það að það hafi verið leiðinlegt í KR en þetta var orðið fínt.” Þjálfari KR, Teitur Þórðarson, gagn- rýndi Garðar í pistli sem birtist á stuðningsmannasíðu KR um helgina og sagði hann ekki hafa verið tilbúinn að leggja sig nógu mikið fram. „Ég held nú að hann hafi bara verið að reyna að afsaka sig. Ég hlusta alla vega ekki á þetta. Ég lagði mig alveg jafn mikið fram og aðrir í liðinu.” GARÐAR JÓHANNSSON: ÆTLAR AÐ STANDA SIG Í NORSKU ÚRVALSDEILDINNI Mikill léttir að komast úr KR > Bjarni hættur í KR Varnarmaðurinn Bjarni Þorsteinsson er hættur í KR og hélt í gær til Danmerkur þar sem hann mun senn hefja nám. Bjarni hefur átt við mikil meiðsli að stríða undanfarin misseri og lítið spilað með KR. Teitur Þórðarson, þjálfari KR, greinir frá þessu í pistli sem birtist á stuðnings- mannasíðu KR og þakkar Bjarna fyrir tíma þeirra saman hjá félaginu. FÓTBOLTI Miðasala hófst í gær á landsleik Íslands og Danmerkur sem fer fram miðvikudaginn 6. september en hún fer fram á net- inu, á vefsíðunni midi.is. Miðasal- an hófst klukkan 13 í gær og seinni partinn voru þegar þúsund miðar seldir. Að sögn Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ, standa almenningi um 4.500 miðar til boða. Fyrirtæki hafa þegar keypt vel á annað þúsund miða, þúsund miðar eru fráteknir fyrir danska stuðningsmenn og á þriðja þúsund miða fá styrktaraðilar KSÍ, dóm- arar, boðsgestir og fleiri. - esá Miðasalan á Danaleikinn: 4.500 miðar í boði á netinu VÖLLURINN UNDIRBÚINN Með nýju stúk- unni á Laugardalsvelli rúmar völlurinn um tíu þúsund áhorfendur. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Glenn Roeder, fram- kvæmdastjóri Newcastle, leitar nú eins og óður maður að nýjum sóknarmanni. Eins og flestir vita þá lagði markahrókurinn Alan Shearer skóna á hilluna í vor og Michael Owen varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné fyrr í sumar. Leitin virðist senn vera á enda því í gær samþykkti Inter Milan til- boð frá Newcastle í sóknarmann- inn Obafemi Martins, en það til- boð hljómaði upp á 10 milljónir punda. „Það er nú í höndum leikmanns- ins og umboðsmanns hans að sam- þykkja tilboð okkar,“ sagði Freddy Shepherd, stjórnarformaður New- castle, á heimasíðu liðsins. - dsd Martins á leið til Newcastle: Inter sam- þykkti tilboð OBAFEMI MARTINS Er að íhuga samning frá Newcastle. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Stjórnarmenn hjá Bayern München hafa hótað að kæra Manchester United til Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ef þeir láta enska landsliðsmann- inn Owen Hargreaves ekki í friði. Bayern München hefur beðið kollega sína hjá Manchester Unit- ed að hafa sig hæga hvað varðar Hargreaves. „Annars förum við með málið til FIFA,“ sagði Karl- Heinz Rummenigge, stjórnarfor- maður Bayern München, í gær. „Félagið sem leikmaðurinn er samningsbundinn verður að gefa leyfi fyrir því að annað félag hafi samband við leikmanninn,“ bætti Rummenigge við en Owen Har- greaves er samningsbundinn þýska liðinu til ársins 2010. Sir Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester Unit- ed, hefur margoft lýst yfir áhuga sínum á að fá Hargreaves til liðs- ins og sér hann fyrir sér sem arf- taka Roy Keane á miðjunni hjá Manchester-liðinu. - dsd Owen Hargreaves: Bayern hótar að kæra Man. Utd KARL-HEINZ RUMMENIGGE Var frábær leik- maður á sínum tíma. Hann er orðinn mjög þreyttur á kollegum sínum hjá Man United. NORDIC PHOTOS/GETTY Handboltinn að byrja Undirbúningur handboltaliða landsins er kominn á fulla ferð og í dag eru fyrstu leikirnir í hinu árlega æfingamóti Reykjavík Open. Leikið er með riðlafyrir- komulagi næstu 3 daga en úrslitin fara svo fram í Austurbergi á laugardaginn. Karlarnir spila í Austurbergi og konurnar í Seljaskóla. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á www.hsi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.