Tíminn - 15.10.1978, Qupperneq 3
Sunnudagur 15. október 1978.
3
Vilhjálmur Lúövíksson, nýskipaður framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins
Framkvæmd langtíma-
áætlunar brýnasta
verkefnið
AM — Þann fyrsta
október tók dr.
Vilhjálmur Lúðvíksson
við embætti fram-
kvæmdastjóra
Rannsóknaráðs ríkisins.
Átti blaðið í gær tal af
Vilhjálmi og bað hann að
segja okkur hvaða
verkefni bæri hæst, nú
þegar hann hefði hafið
störf.
Vilhjálmur benti á að hann
fengi i hendur verkefni sem
þegar væru i fullum gangi, og
yröi uppistaða vinnu hans þvi
framhald starfs að þessum
verkefnum. Um þessar mundir
bæri óneitanlega hæst fram-
kvæmd langtimaáætlunar
ráðsins, en sjálfur hefur
Vilhjálmur átt þátt i útgáfu og
vinnu að samantekt hennar.
Þessa áætlun þyrfti nú að fá
viðurkennda og framkvæmda
þannig að áhrifa hennar gætti
við rannsóknastörf atvinnu-
veganna eins og ætlast yrði til.
Afla þyrfti fjármuna og hefja
framkvæmd verkefna sem i
áætluninni væru skýrð, en með
henni er ætlunin að treysta
tengsl rannsóknastarfseminnar
við þarfir atvinnuveganna og
þar með þjóöarinnar.
Vilhjálmur minnti á að ekki
væri hægt aö ganga frá áætlun
sem þessari i endanlegu formi
þar sem forsendur og þarfir
þjóðfélagsins tækju stöðugum
breytingum og yrði þannig að
vinna verulegt starf að reglu-
bundinni endurskoðun
áætlunarinnar frá einum tima
til annars.
Þá vék Vilhjálmur að þætti
Háskóla Islands i rannsókna-
starfi hérlendis, en geta
háskólans væri nú orðin rýmri
en áður. A undanförnum árum
hefði verið unnið að upp-
Vilhjálmur Lúðviksson.
byggingu kennslukerfa viö
skólann, en nú mætti ætla að
Framhald á bls. 3.7.
Bygging íbúða á Grundarfirði:
Ferðamiðstöðin
tekin til
gjaldþrotaskipta
— að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik
„Fáránlegt að bera
verðið saman við verð
á tilbúnum íbúðum”
segir Sigurður Guðmundsson skrifstofustjóri hjá Húsnæðismálastofnun
ESE— 1 ágústmánuði siðast liðn-
um hófst á Grundarfirði bygging
fjölbýlishúss, sem i eru átta ibúð-
ir og er það hreppsnefndin þar
sem stendur fyrir byggingu húss-
ins.
Hús þetta sem stendur við
Sæból 33-35, er byggt samkvæmt
lögum frá þvi árið 1973 og 1976 um
sölu og leigu ibúða sveitarfélaga
og veitir Húsnæðismálastofnun
rikisins lán til byggingar hússins,
sem nemur allt að 80% af
byggingarkostnaði. Reiknað er
með þvi að húsið verði fullbúið,
jafnt utan sem innan i október
mánuði 1979.
Nokkarumræöurhafa orðið um
verð fbúðanna og hefur mörgum
sýnst það nokkuð hátt miðaö við
verð annarra ibúða af svipaöri
stærð, og hafa margar tölur veriö
nefndar i þvi sambandi.
Timinn sneri sér i gær til
Sigurðar Guðmundssonar, skrif-
stofustjóra hjá Húsnæðismála-
stofnun og var hann spurður að
þvi hvort verðið á ibúðunum á
Grundarfirði væri hærra en al-
mennt tiökaðist.
Sigurður sagði að i þessu
tiltekna fjölbýlishúsi á Grundar-
firði væru tvenns konar ibúðir.
Minni ibúðirnar væru um 50
fermetraraðstærð aö innanmáli,
en um 75 fermetrar með sameign
og geymslum og væri verð þeirra
um 13,5 milljónir. Stærri ibúöirn-
ar væru 100 fermetrar að innan-
máli, en um 120 fermetrar með
sameign og væri verðið á þeim
um 24 milljónir.
Sigurður sagði að það bæri aö
hafa i'huga að inni i verðinu væri i
fyrsta lagi tilboð verktakans. I
öðru lagi væri inni i verðinu skrif-
stofu- og eftirlitskostnaður
sveitarstjórnarinnar, svo og
kostnaður við tæknivinnu, en það
sem mestu máli skipti i þessu
sambandi væri það að vextir.af
þeim framkvæmdalánum sem
Húsnæðismálastjórn veitir til
byggingarframkvæmdanna væru
innifaldir, en þeim yrði siöan
breytt i' fóst lán til 33 ára. Þá væru
og áætlaðar verðbætur.
Sigurðursagði aðþaö væri sem
sagt gert ráö fyrir að verðbólgan
á byggingartimanum gæti orðið
um eða yfir 40% á ári og þegar
þeir væru að reyna að gera sér
grein fyrir endanlegu verði ibúð-
anna þá væru verðbætur inni i
þeim tölum, sem væru miðaðar
við þessa áætluðu verðbólgu. Ef
verðbólgan yrði minni en gert
væriráöfyrir þá myndi það leiða
til lækkunar, en ef hins vegar
verðbólgan yrði meiri en 40% þá
yröi það til hækkunar á ibúðar-
verðinu.
Að lokum sagði Siguröur að
hann ætti ekki von á þvi að bygg-
ingarkostnaður ibúöar á Reykja-
vikursvæðinu á þessu timabili,
þ.e. fram i október 1979 væri neitt
lægri, en i þessu. tilviki. en þaö
væri vitaskuld fráleitt að miöa
verð fbúöanna á Grundarfirði við
verðá húsnæði tilbúnu til afhend-
ingar i dag.
TRIOLIET
HEYFLUTNINGSKERFI
Heymatarar, heyblásarar og rörabúnaður.
Áríðandi er að þeir bændur sem hafa hugsað
sér kaup á TRIOLIET heyflutningskerfi fyrir
næsta sumar sendi inn pantanir fyrir 1. des.
næstkomandi.
Kaupfélögin um land allt
Iféladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900
AM — 1 nýju Lögbirtingablaði
er greint frá að bú Ferðamið-
stöðvarinnar hafi verið tekið til
gjaldþrotaskipta og auglýst
eftir kröfum i búið. Biaðið hafði
samband við Helgu Jónsdóttur,
fulltrúa skiptaréttar hjá
borgarfógeta og spurðist nánar
fyrir um þetta mál.
Helga sagði að gjaldþrota-
skiptabeiðni hefði borist á fyrir-
tækið frá Gjaldheimtunni,
vegna ógoldinna opinberra
gjaldaoghefði máliðverið tekið
fyrst fyrir þann 23. júni s.l. Var
máliö tvisvar tekið fyrir eftir
þaö, en frestað i bæöi skiptin,
þar sem skiptabeiðandi vildi
gefa Ferðamiðstöðinni kost á aö
greiöa skuldina. 1 hvorugt
skipti mætti fulltrúi Ferðamið-
stöðvarinnar og er siðari fresti
lauk, var málið tekið til úr-
skurðar.
Fórufulltrúar borgarfógeta á
skrifstofu Ferðamiðstöðvar-
innar i gær og var þá komist aö
samkomulagi um að fresta aö
innsigla skrifstofur fyrirtækis-
ins, í ljósi þess að þvi yrði þá
ekki unnt að standa viö ýmsar
skuldbindingar sinar gagnvart
ferðafólki og fleirum, sem valda
mundi að krafan yrði enn hærri.
Frestur á innsiglun og lokun
skrifstofunnar var gefinn, þar
til stjórnarformaður kæmi
aftur, enhannernúerlendis. Þá
var fresturinn bundinn þvi skil-
yröi að fyrirtækið tækist engar
frekari skuldbindingar á hendur
og auglýsti ekki starfsemi sina.
Enn skuldbundu starfsmenn og
stjórnarmenn þess sig til þess
að flytja engin skjöl né eignir
burtu af skrifstofuni.
BÆNDUR
ATHUGIÐ
Bændur nú er rétti tíminn til að versla fyrir
næstu hækkun. Eigum til afgreiðslu strax
af lager eftirtalin tæki:
Heybindivélar IH
Heyhleðsluvagna Kemper
Sláttuþyrlur PZ
Sláttutætara Taarup
Heyþyrlur Kuhn
Stjörnumúgavélar Kuhn
Heyblásara Trioliet
Súgþurrkunarbiásara Teagle
*•-' • • T' * - . =.
4 Kaupfélögin um iand allt
Véladeild
Sambandsins
Ármúla3 Reykjavik Simi 38900